Útsvar einstaklinga
Með vísan til
Grunnstefnu Pírata
- §6 gr. 1: Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast.
og með hliðsjón af
- Lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4 frá 1995: <http://althingi.is/lagas/144b/1995004.html>
álykta Píratar eftirfarandi:
- Sveitarfélag ákvarðar útsvarshlutfall. Ekkert neðra mark skal vera á útsvarshlutfalli. Efra mark skal sett með lögum.
- Í samráði við sveitarfélög verði leitast við að færa fleiri tekjustofna til þeirra.
Greinargerð
1. gr.
Í dag er bæði lágmark og hámark á útsvarshlutfall. Án lágmarks gætu sveitarfélög lækkað skattbyrði íbúa og þar með hækkað ráðstöfunartekjur þeirra. Tekjur sveitarfélaga skulu áfram duga fyrir lögbundnum skyldum sveitarfélaga, þ.á.m. grunnskólum og gatnagerð.
2. gr.
Til dæmis mætti greiða lágt útsvar af fjármagnstekjum og minnka jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem því nemur. Þannig væru skatttekjur sveitarfélags í beinna hlutfalli við tekjur íbúa þess.
Tillögu þessari hefur verið hafnað með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál: | Útsvar einstaklinga |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Hafnað | b |