Leigubifreiðar
Með vísan til:
Grunnstefnu Pírata
- §1 gr. 1: Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
- §2 gr. 1: Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
Stefnu Pírata um styttingu vinnutíma
- gr. 4: Að öðru leyti ber að endurskoða löggjöf þannig að sveigjanlegur vinnutími sé ekki óheppilegri kostur fyrir starfsmenn en fastur vinnutími, hvorki hvað varðar kjör né réttindi.
og með hliðsjón af:
- Lögum um leigubifreiðar
- Atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar; 75. gr.
- Umsögn Samkeppniseftirlitsins
- Reglugerð um leigubifreiðar
álykta Píratar eftirfarandi:
- Afnema skal takmörkun á fjölda leigubifreiða, þar sem slík takmörkun dregur úr samkeppni og atvinnufrelsi. Telji einhver að almannahagsmunir krefjist slíkra takmarkana skal færa haldgóð rök fyrir þeim.
- Leyfa skal akstur leigubifreiðar sem hlutastarf. Seinni efnisgrein 7. gr. reglugerðar um leigubifreiðar skal falla brott.
- Afnema skal skyldu leigubílstjóra til að vera á skrá hjá bifreiðastöð með starfsleyfi. Síðasta mgr. 5. gr. reglugerðar um leigubifreiðar skal falla brott.
- Afnema skal lágmarksfjölda atvinnuleyfishafa hjá bifreiðastöð. B-liður og C-liður 23. gr. reglugerðar um leigubifreiðar skulu falla brott.
- Að vera eigandi skráðrar leigubifreiðar skal ekki vera skilyrði fyrir því að fá leyfi til aksturs leigubifreiða.
- Til að eiga skráða leigubifreið er ekki nauðsynlegt að hafa leyfi til að aka henni.
- Viðskiptavinur skal upplýstur um þjónustuna og gjald sem henni fylgir áður en ákvörðun er tekin um að nýta hana.
- Ekki skal leggja kvaðir á leigubílstjóra nema til þess að tryggja öryggi farþega. Séu slíkar kvaðir lagðar fram skal fylgja óyggjandi rök þess efnis að án þeirra sé farþegum stefnt í hættu.
- Ofangreindar breytingar skulu koma til framkvæmda á 2-4 árum.
Tillögu þessari hefur verið hafnað með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál: | Leigubifreiðar |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Hafnað | b | Greinargerð á http://pad.piratar.is/p/Stefna_Leigubifreidar |