Samþykkt: Endurhæfingar- og örorkulífeyrir
Með tilvísun í grunnstefnu Pírata…
- 1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
- 2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
- 2.2 Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda.
- 4.5 Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir.
- 6.1 Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
Með hliðsjón af…
- Lög nr. 100/2007 um almannatryggingar, ásamt tengdum reglugerðum og síðari breytingum.
- Myndbandi frá Öryrkjabandalagi Íslands sem sjá má á: https://youtu.be/BMRWuenshmk
Álykta Píratar að…
- Örorku- og endurhæfingarlífeyrir skal standa til boða öllum landsmönnum frá 16 ára aldri til eftirlaunaaldurs. Vanti viðkomandi árafjölda, þegar um örorku er að ræða, skal útreikningur á fullum réttindum framreiknaður.
- Afnema skal öll önnur skilyrði til uppbóta lífeyris (t.a.m fyrirkomulag búsetuforms, hjúskaparstöðu, tekjuskerðingu, tekjutengingar og tímamörk lífeyrisbóta) og þess í stað sett viðmiðunarfjárhæð sem telst nægjanleg til framfærslu og mannsæmandi búsetu.
- Heimila skal tekjur meðfram bótum án þess að bætur skerðist.
- Ríkið skal greiða kostnað við mat á örorku og/eða endurhæfingu.
- Einfalda skal umsóknarferli og auka gagnsæi í meðferð umsókna. Ákvörðunarréttur verður færður nær einstaklingnum.
- Eignir lífeyrisþega skulu ekki valda skerðingum á greiðslu örorkulífeyris.
- Lífeyrisgreiðslur skerða ekki rétt á félagslegri þjónustu og heilbrigðisþjónustu.
Tilheyrandi mál: | Endurhæfingar- og örorkulífeyrir |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Úrelt | odin | Örorkulífeyri á ekki að skerða möguleika örorkulífeyrisþega til annara tekna. Öryrkjar eru líklegri að sækja á vinnumarkað sé þessi skerðing ekki til staðar. Núverandi tekjuskerðing, skerðir hæfni örorkulífeyrisþega til atvinnumöguleika og vinnuhæfni.Þannig vilja Píratar afnema búsetuskilyrði, tekjuskerðingu og tímamörk lífeyrisbóta af öllu tagi. Óæskilegir fylgikvillar tekjuskerðingar eru félagsleg einangrun og atvinnuhæfni. Fjarlægja þarf öll ákvæði laga og tengdra reglugerða er heimila skerðingu lífeyrisbóta. Endurhæfingarlífeyrir skal ekki takmarkast við 18. mánuði og skal vera ótímabundinn. Tryggingastofnun ákveður, samkvæmd þeim gögnum sem þau hafa, hvort, og hvenar endurhæfingarlífeyrisþegi færist yfir á almenna örorku. Umsóknir vegna endurhæfingalífeyris skal ekki taka meira en 2 vikur. Í núverandi kerfi, er einnig lagðar miklar skyldur og kvaðir á bótaþega um upplýsingar og skýrslugerðir, sem veikir einstaklingar sem eru að hefja endurhæfingu eiga erfitt með að gera, án aðstoðar. Einfalda þarf umsóknarferlið svo að læknir geti sent inn rafræna umsókn um endurhæfingu án þess að sjúklingur þurfi að standa í því sjálfur. Einnig má skoða betur orðalag almannatrygginga í samskiptum við umsækjendur og þjónustuþega, þar sem neikvætt orðalag er ríkjandi í samskiptum við bótaþega. Í raunheimum, eru öll kerfi samtengd. Tryggingastofnun Ríkisins veit, innan við sólahring, hvenær bótaþegi flytur lögheimili sitt eða fær launað starf (í gegnum kerfi Ríkisskattstjóra og Þjóðskrá) og því eru möguleikar á að gera brottför af endurhæfingu sjálfvirka að mestu leyti. |
2 | Samþykkt | odin | Örorkulífeyrir á ekki að skerða möguleika örorkulífeyrisþega til öflunar annarra tekna. Öryrkjar eru líklegri að sækja á vinnumarkað sé þessi skerðing ekki til staðar. Núverandi tekjuskerðing, skerðir hæfni örorkulífeyrisþega til atvinnumöguleika og vinnuhæfni. Þannig vilja Píratar afnema búsetuskilyrði, tekjuskerðingu og tímamörk lífeyrisbóta af öllu tagi. Óæskilegir fylgikvillar tekjuskerðingar eru félagsleg einangrun og atvinnuhæfni. Fjarlægja þarf öll ákvæði laga og tengdra reglugerða er heimila skerðingu lífeyrisbóta. Endurhæfingarlífeyrir skal ekki takmarkast við 18. mánuði og skal vera ótímabundinn. Tryggingastofnun ákveður, samkvæmt þeim gögnum sem hún hefur hvort og hvenær endurhæfingarlífeyrisþegi færist yfir á almenna örorku. Aðra leið, til sparnaðar fyrir samfélagið og skattgreiðendur væri að færa þetta ákvörðunarvald til heimilislækna fyrir endurhæfingarlífeyrir og viðkomandi sérfræðings eða teymis fyrir varanlegt örorkumat. Í núverandi kerfi eru einnig lagðar miklar skyldur og kvaðir á bótaþega um upplýsingar og skýrslugerðir en slíkt eiga veikir einstaklingar sem eru að hefja endurhæfingu erfitt með að gera án aðstoðar. Einfalda þarf umsóknarferlið svo að læknir geti sent inn rafræna umsókn um endurhæfingu og örorku án þess að sjúklingur þurfi að standa í því sjálfur. Einnig má skoða betur orðalag almannatrygginga í samskiptum við umsækjendur og þjónustuþega þar sem neikvætt orðalag er ríkjandi í samskiptum við bótaþega. Í raunheimum eru öll kerfi samtengd. Tryggingastofnun Ríkisins veit, innan við sólahrings, hvenær bótaþegi flytur lögheimili sitt eða fær launað starf (í gegnum kerfi Ríkisskattstjóra og Þjóðskrá) og því eru möguleikar á að gera brottför af endurhæfingu sjálfvirka að mestu leyti. |