Samþykkt: Um staðsetningarval nýs Landsspítala

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál:Um staðsetningarval nýs Landsspítala

Útgáfur

# Staða Höfundur Lýsing
1 Samþykkt odin

Gamla staðarvalið við Hringbraut hefur helst verið stutt þeim rökum að þannig megi nýta eldri spítalabyggingar auk þess sem staðurinn
sé nálægt miðborg Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Reykjavíkurflugvelli.
Borið hefur á æ meiri gagnrýni á staðarvalið. M.a. hefur verið bent á að Hringbraut sé talsvert vestan þungamiðju byggðar á
höfuðborgarsvæðinu. Meðal ferðatími að spítalanum verður því lengri en ef spítalinn ris austar á höfuðborgarsvæðinu enda eru í vesturhluta
Reykjavíkur þrír stæstu vinnustaðir landsins en meirihluti fólks býr austar og sunnar á höfuðborgarsvæðinu og sú þróun mun halda áfram.
Stækkaður Landspítali við Hringbratu mun auka enn á þegar þunga umferðar til og frá svæðinu að morgni til og síðdegis. Með auknum
ferðamannastraumi hefur þörf fyrir hótel og gistirými á miðbæjarsvæðinu vaxið jafnt og þétt og eignaverð á svæðinu hækkað.
Færð hafa verið sterk rök fyrir því að mun ódýrara er að reisa nýjan spítala í heilu lagi á aðgengilegu svæði austar á höfuðborgarsvæðinu,
þegar á allt er litið, svo sem söluverðmæti eigna sem losna á gamla staðnum, minni kostnað við ný umferðarmannvirki og minni ferðakostnað notenda.
Nýr spítali við Hringbraut kallar á óheppilegan „bútasaum“ nýrra og gamalla spítalabygginga, sem eru að mörgu leyti úreltar og þarfnast
kostnaðarsamra endurbóta. Byggt yrði við þröngar aðstæður og nálægð við Reykjavíkurflugvöll takmarkaði hæð bygginga. Þá myndu framkvæmdir
við Hringbraut óhjákvæmilega raska verulega núverandi starfsemi þar í mörg ár. Hætt er við að kostnaður við endurgerð sé verulega vanmetinn eins
og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur bent á.

Nefndir hafa verið aðrir staðir fyrir nýjan spítala sem kunni að vera betri en Hringbraut, svo sem Vogabyggð og Vífilstaðir. Þar verður aðgengi
sjúkraflutninga og þyrlusjúkraflugs til spítalans mun betra en getur orðið við Hringbraut. Áætlað er að eftir sameiningu komi 100 til 200
skjúkrabílar á sólarhring að nýja spítalanum. Sjúkraflug eru hins vegar 1-2 á sólarhring.

Þótt upphafi byggingarframkvæmda seinki um fáein misseri, ef byggt verður á nýjum stað, kemur á móti aukinn byggingarhraði á opnu svæði
og ávinningi af því að nýr spítali, sem væntanlega mun þjóna landsmönnum um komandi áratugi, rísi á sem áskjósanlegustum stað.

Hugmyndir um staðsetningu frá 2001 gerðu ráð fyrir miklum samgöngubótum. Gert var ráð fyrir að göngum undir Öskjuhlíð, að Miklabraut verði
sett í stokk og mislægum gatnamótum við Snorrabraut/Bústaðaveg. Ljóst er að mikla fjármuni vantar í vegakerfið og eru þessar framkvæmdir ekki
á áæltunum. Telja flutningsmenn mikilvægt að skoða möguleika á að byggja spítla á besta stað í ljósi þess að ekki verður ráðist í þau
samgöngumannvirki samhliða uppbyggingu á Landspítalanum. Ljóst er að það myndi létta gríðarlega á vegakerfinu í miðbæ Reykjavíkur ef þær
18.000 ferðir, sem áætlaðar eru á sólarhring, til og frá sameinuðum Landspítala, verða hentugri stað en í þegar umferðaþungum miðbæ Reykjavíkur.

Ef spítalanum verðu valinn annar stað en Hringbraut, þarf að breyta áætlunum um uppbyggingu miðað við það.
Í 1. mgr. 1. gr. laga um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík, nr. 64/2010, er ráðgert að nýr Landspítali rísi við Hringbraut í Reykjavík.
Verði þessi tillaga samþykkt þarf að breyta þessum lögum með eftirfarandi hætti:
1. Í stað orðanna „við Hringbraut í Reykjavík“ í 1. mgr. 1. mgr. komi: á sem ákjósanlegustum stað á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til byggingar-
og rekstrarkostnaðar, starfsemi spítalans, aðgengis og umferðar, samfellu við nærliggjandi byggð og annarra þátta sem máli skipta.

  1. Heiti laganna verði: Lög um byggingu nýs Landspítala.