Uppbygging Landsspítala við Hringbraut
Með vísun í Grunnstefnu Pírata:
- 1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
- 1.3 Fyrri ákvarðanir Pírata þurfa alltaf að geta sætt endurskoðun.
- 1.4 Réttur einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir skal aldrei skertur.
- 4.6 Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.
- 6.1 Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
Álykta Píratar að:
- Styðja uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut í samræmi við núverandi aðgerðaráætlun stjórnvalda.
- Fela skal málefnafélagi Pírata um sjúkrastofnanir og heilsugæslu umboð til þess að afla gagna, hafa samráð við sérfræðinga og hagsmunaaðila um málefni nýs Landspítala til þess að tryggja að flokksmeðlimir verði upplýstir um gang mála.
- Komi fram upplýsingar sem benda til þess að almannahagsmunir krefjist nauðsynlega endurskoðunar á staðsetningu spítalans þegar litið er til heildarsamhengis, er æskilegt að efnt verði til félagsfundar þar sem afstaða flokksins verður endurskoðuð.
Tilheyrandi mál: | Uppbygging Landsspítala við Hringbraut |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Hafnað | odin | Ítarlegar rannsóknir fagaðila hafa leitt í ljós að hagkvæmast og fýsilegast er að reisa nýjan Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Píratar ættu að lýsa yfir stuðningi sínum við fyrirhugaða staðsetningu spítalans í ljósi þess vandaða ferlis sem farið var í við val á staðsetningu. Nauðsynlegur undirbúningur fyrir framkvæmdinni við Hringbraut er hafinn á vegum opinbera hlutafélagsins Nýr Landspítali ohf. sem stofnað var í kjölfar lagasetningar Alþingis þann 1. júlí 2010. Núverandi aðstaða Landspítala Íslands er óásættanleg með öllu og mikið liggur við að uppbygging nýs spítala hefjist sem fyrst. Komi ekki fram upplýsingar um ófyrirséðan forsendubrest eða aðrar mjög veigamiklar ástæður til þess breyta ákvörðun um staðsetningu nýs Landspítala er mikilvægt að fyrirhuguð staðsetning spítalans við Hringbraut njóti stuðnings Pírata. Leiða má sterkar líkur að því að val á nýrri staðsetningu myndi valda óviðunandi töfum á framkvæmdinni ásamt því að fela í sér stóraukin kostnað fyrir þjóðarbúið. Ítarefni: Upplýsingar af vef Nýs Landspítala ohf.: ? kostnaður við útfærsluna minnstur, m.a. vegna bygginganna sem fyrir eru á lóðinni og nýta má til starfseminnar, Í kjölfar þess að haustið 2008 sköpuðust nýjar og áður óþekktar aðstæður í þjóðfélaginu þótti ástæða til að endurskoða niðurstöðu frumathugunar og endurmeta forsendur verkefnisins. Sérfræðingar norsku hönnunarog ráðgjafarfyrirtækjanna Momentum Arkitektar AS og Hospitalitet AS voru fengnir til verksins og skiluðu þeir niðurstöðu sinni í apríl 2009. Megin niðurstöður þeirra voru þessar; Í niðurstöðu endurskoðunarinnar er einnig gert ráð fyrir að hagkvæmast sé að byggja nýbyggingar á lóð Landspítala við Hringbraut sem tengist núverandi byggingum og verði þær jafnframt fyrsti áfangi frekari uppbyggingar á lóðinni. Þannig sé hægt að nýta þann húsakost sem fyrir er með sem hagkvæmustum hætti. Sjá forsögu uppbyggingar nýs Landspítala við Hringbraut:
https://www.velferdarraduneyti.is/media/Frettamyndir2009/Viljayfirlysingumadkomulifeyrissjoda.pdf Uppbygging Landspítala við Hringbraut í Reykjavík Elsa B. Friðfinnsdóttir Lokaverkefni til MPAgráðu í opinberri stjórnsýslu |