Um byggingar nýs Landsspítala
Tillaga um byggingar nýs Landsspítala
Með tilvísun í grunnstefnu Pírata um að leggja áherslu á gagnrýna hugsun, vel upplýstar ákvarðanir og að upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi er lögð neðangreind tillaga. Píratar og reyndar öll þjóðin þyrfti helst að koma að þessu máli sem varðar alla landsmenn. Vísast þar með til greina 1.1, 4.3, 6.1 og annarra atriða í grunnstefnunni.
Það þarf líka að horfa til þess að málefni má helst ekki vera átakamál milli flokka og snýst ekki bara um pólitík.
Eftirfarandi tillaga er því lögð fram til ályktunar og/eða Samþykktar:
Lagt er til að unnið verði áfram að hönnun á landsspítalabyggingum við Hringbraut og því verkefni sé hraðað eins og kostur er. Samkvæmt áætlun gætu verklegar framkvæmdir hafist árið 2018. Þrátt fyrir þetta er mikilvægt að horfa til þetta athugasemda sem komið hafa fram um staðarvalið. Nota ætti tímann samhliða og skoða annað staðarval og hönnun á nýrri spítalabyggingu, sem ekki þyrfti endilega að vera háskólasjúkrahús, en mundi þjónar heilbrigðiskerfinu eftir nokkra áratugi. Sú vinna tefur þá ekki núverandi byggingaráform ef þau verða áfram talin skynsamleg. Leiða má líkur að því að endingartími sjúkrahúsbygginga sé ekki endilega meiri en hálf öld enda kostnaður við húsnæði tiltölulega lítill hluti af heildarkostnaði heilbrigðiskerfisins. Þá gæti jafnvel komið í ljós að eitthvað af þeim gömlu byggingum sem áformað er að endurnýja við Hringbraut verði ekki nýttar og frekari stækkun ekki skynsamleg við Hringbraut.
Með þessu er ekki stöðvuð sú vinna sem er í gangi varðandi nýjan Landspítala (meðferðarkjarna) og rannsóknarhús ásamt heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands sem væri tilbúið til notkunar á árunum 2022-2023. Stefnt væri síðan að því að önnur sjúkrahúsbygging risi á öðrum stað nokkrum áratugum síðar sem auk spítalans við Hringbraut þjónar Íslendingum, ferðamönnum og öðrum sem leita lækninga hér á landi. Íbúafjöldi færi þá að nálgast hálfa milljón og öldruðum fjölgar verulega.
Það er öryggisatriði og skynsemi í því að vera ekki með eina sjúkrahúsbyggingu á Íslandi. Reksturinn mætti jafnvel vera aðskilinn þannig að ekki sé um sams konar þjónustu að ræða og ekki sömu stjórnendur. Til yrði valkostur í heilbrigðisþjónustu fyrir starfsfólk og sjúklinga í stað þess að allt sé rekið undir einni stjórn og heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar hafi bara í eitt hús að venda.
Varðandi spítalabyggingu í Fossvogi þá er nauðsynlegt að horfa til þess hvað yrði um hana. Ekki er líklegt að hún nýtist undir eitthvað annað en heilbrigðistengda starfsemi og óskynsamlegt að gera ráð fyrir að öllum byggingum sé breytt í hótel. Margvísleg aðstaða er í byggingunni sem gæti nýst og hugsanlega mætti reka húsnæðið sem heilsugæslustöð, öldrunarstofnun eða öldrunar-heimili. Æskilegt er að horfa til þess hvernig nýta má þessa aðstöðu til næstu áratuga m.a. í samstarfi við Reykjavíkurborg og ríkisvaldið.
Varðandi samgöngumál er mikilvægt að Reykjavíkurborg í samstarfi við ríkisvaldið huga að bættum samgöngum á Vatnsmýrarsvæðinu hvort sem Landspítali verður áfram við Hringbraut að hluta eða öllu leyti eða þangað flytji einhver önnur starfsemi í framtíðinni svo sem íbúabyggð. Það tengist þeirri umræðu sem þegar er hafin í Reykjavík um að taka Miklubraut í stokk eða halda áfram áformum um Öskjuhlíðargöng.
Þorkell Sigurðsson
Tilheyrandi mál: | Um byggingar nýs Landsspítala |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Hafnað | odin |