Samþykkt: Opnun fjármála stjórnmálaflokka
Með tilvísun í grunnstefnu Pírata
14 gr. grunnstefnu Pírata: Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni.
15 gr. grunnstefnu Pírata: Píratar telja gegnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku.
23 gr. grunnstefnu Pírata: Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu.
Með hliðsjón af
Álykta Píratar að
- Lögum um fjármál stjórnmálasamtaka skal breytt og þar bætt við ákvæðum um að skylt sé að upplýsa um öll lán sem á þeim hvíla. Þar skal að lágmarki koma fram upphæð láns, upplýsingar um lánveitenda og um lánakjör.
- Setja skal sambærileg lög varðandi frambjóðendur til opinberrar stjórnsýslu og skulu þeir upplýsa um öll lán sem á þeim hvíla. Þar skal að lágmarki koma fram upphæð láns, upplýsingar um lánveitenda og um lánakjör.
Greinargerð
Vitað er til þess að stjórnmálaflokkar hafi á ýmsum tímum og í ýmsum löndum fengið stór lán með óskilgreindum endurgreiðsluskilyrðum, eða svokölluð "víkjandi lán" þar sem endurgreiðslukrafa fellur niður undir vissum kringumstæðum, í þeim tilgangi að komast hjá takmörkunum í lögum varðandi fjárframlög til stjórnmálasamtaka. Þetta myndi stemma stigu við því.
Tilheyrandi mál: | Opnun fjármála stjórnmálaflokka |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | bjornlevi | Í samræmi við eftirfarandi fundargerð félagsfundar http://pad.piratar.is/p/almennurfundur20.5.2016 |