Samþykkt: Stefnumál um lögbundna kynfræðslu
Assumptions
- §1.1 grunnstefnu Pírata um að leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
- §1.4 Réttur einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir skal aldrei skertur.
- gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
- Aðildarríki skulu virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar þau réttindi sem kveðið er á um í samningi þessum, án mismununar af nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annarra aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðamanns.
- gr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Aðildarríki viðurkenna mikilvægi fjölmiðla, og skulu þau sjá um að barn eigi aðgang að upplýsingum og efni af ýmsum uppruna frá eigin landi og erlendis frá, einkum því sem ætlað er að stuðla að félagslegri, andlegri og siðferðislegri velferð þess, og líkamlegu og geðrænu heilbrigði. Aðildarríki skulu í þessu skyni:
e) Stuðla að því að mótaðar verði viðeigandi leiðbeiningareglur um vernd barns fyrir upplýsingum og efni sem skaðað getur velferð þess, með ákvæði 13. og 18. gr. í huga.
- gr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
- gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
- Aðildarríki skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félags- og menntunarmála til að vernda barn gegn hvers kyns líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðingum, misnotkun, vanrækslu, skeytingarleysi, illri meðferð eða notkun, þar á meðal kynferðislegri misnotkun, meðan það er í umsjá annars eða beggja foreldra, lögráðamanns eða lögráðamanna, eða nokkurs annars sem hefur það í umsjá sinni.
Declarations
- Kynfræðsla skuli lögbundin sem sérstök námsgrein í grunnskóla, og samið verði efni við hæfi mismunandi aldurshópa.
Kennsluefni skal taka mið af hagsmunum kynferðislegra minnihlutahópa svo sem en ekki takmarkað við samkynhneigðra og transfólks.
Sérstaklega verði fjallað í kynfræðslu um klám og eðli þess sem afþreyingarefnis en ekki fræðsluefnis og að það gefi því takmarkaða innsýn inn í kynhegðun fólks.
Sérstaklega verði fjallað um ábyrga internetnotkun, börnum bent á hættuna af því að setja of miklar upplýsingar á internetið, myndefni þar með talið.
Stefna skuli að því hafa sérmenntaða kynfræðslukennarar eins og kostur er.
Áhersla verði lögð á gagnkvæma virðingu, samskipti og upplýst samþykki.
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál: | Lögbundin kynfræðsla |
---|