Samþykkt: Stefna um Pírataspjallið

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál:Stefna um Pírataspjallið

Útgáfur

# Staða Höfundur Lýsing
1 Samþykkt bjornlevi

Samþykkt á félagsfundi Pírata
Staðsetning: Fjölsmiðjan, Furuvellir 13, Akureyri
Dagsetning 21.5.2016

2 Tillaga Ninny

Athugasemd:

Á Facebook eru reknir hinir ýmsu hópar. Píratar-dýravelferð til dæmis. Nokkrar konur stjórna þeim hóp, flestar standa sig mjög vel, en ein þeirra hefur verið áberandi dónaleg. Á það sérstaklega við þegar umræður eru um kjötframleiðslu, en hún er hlynnt henni. Það er allt gott og blessað, en mér finnst mikilvægt að þeir sem stjórni hópum sé fólk sem er meðvitað að það er þarna í nafni Pírata. Framkoman í þessum hóp olli mér áhyggjum á tímabili.
Annar hópur, Píratar-kvenfrelsi er þekktur undir nafninu Hatrið af femínistum. Það er heldur ekki mjög góð mynd af Pírötum. Ég var inni í þeim hópi en fór mjög fljótlega út. Því miður skildi sú viðvera mín líka eftir vonda tilfinningu gagnvart Pírötum. Ég mun kjósa Pírata vegna þess að ég vil nýja stjórnarskrá, en ég er pínkulítið óttaslegin að ég sé að fara að kjósa flokk þar sem kvenfyrirlitning verður ofan á og dýravelferð verður ekki tekin nógu langt. Líklega ástæðulaus ótti, en bara svona sem dæmi um hve mikilvægt er að stjórna svona hópum af vandvirkni, og kannski að hafa fólk sem hefur þekkingu í málefninu og hvetur til umræðna.