2 Uppboð aflaheimilda
2 UPPBOÐ AFLAHEIMILDA
Með tilvísun í grunnstefnu Pírata
1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
Og með hliðsjón af Stefnu Pírata um Ríkissjóð og skattheimtu, gr. 5.:
Við alla álagningu skatta skal áhersla lögð á að skatturinn sé sýnilegur og skiljanlegur greiðanda.
Píratar álykta að til að eftifarandi sé stefna Pírata:
Aflaheimildir verði boðnar upp í samræmi við sjávarútvegsstefnu Pírata. Gert er ráð fyrir að þriðjungur uppboðstekna renni til sveitarfélaga i gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga eða sambærilegan sjóð.
Tillögu þessari hefur verið hafnað með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál: | Uppboð aflaheimilda |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Hafnað | mordur | GREINARGERÐ Miðað er við að uppboð á aflaheimildum skili um 85% af auðlindarentunni, eða röskum 39 milljörðum, til eiganda auðlindarinar, íslensku þjóðarinnar, sem er sennilega nálægt lagi ef vel verður að uppboðshaldi staðið. Nú fær ríkissjóður um 8-9 milljarða árlega af sölu afla. Áætlað er að því með þessari stefnu að við það bætist um um 30 milljarðar árlega sem skiptast svo: Áætlaðar árlegar viðtbótartekjur ríkissjóðs af þessari aðgerð eru 20 milljarðar. |