Tillaga: Stefnumál um mál flóttamanna
Með tilliti til
- §2.1 í grunnstefnu Pírata um eflingu og verndun borgararéttinda.
- gr. Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna
Launuð atvinna. - Aðildarríkin skulu veita flóttamönnum, sem löglega dvelja í löndum þeirra, beztu aðstöðu sem þau veita þegnum annars ríkis við sömu aðstæður, að því er varðar réttinn til að stunda launaða atvinnu.
- gr. Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna
- gr. Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna
Almenn menntun.
Aðildarríkin skulu veita flóttamönnum sömu aðstöðu og veitt er ríkisborgurum, að því er tekur til barnafræðslu.
Aðildarríkin skulu veita flóttamönnum eins góða aðstöðu og mögulegt er og aldrei lakari en veitt er útlendingum almennt við sömu aðstæður, að því er snertir menntun aðra en barnafræðslu, einkum að því er varðar aðgang að námi, viðurkenningu vottorða og prófskírteina frá erlendum skólum, eftirgjöf á skólagjöldum og kostnaði og veitingu námsstyrkja,
- gr.
Opinber aðstoð
Aðildarríki skulu veita flóttamönnum, sem löglega dvelja í löndum þeirra, sama rétt til opinberrar aðstoðar og hjálpar og veittur er ríkisborgurum þeirra.
Álykta Píratar:
- Veita beri þeim flóttamönnum atvinnuleyfi sem geta stundað atvinnu, í samræmi við Flóttamannsamning SÞ.
- Endurskoða skuli reglur um læknishjálp, í samræmi við reglur Flóttamannsamnings SÞ um opinbera aðstoð. Eins og er, er eingöngu veitt neyðarþjónusta þegar líf er í bráðri hættu.
- Vinna skal með bæjarfélögum að því að gera flóttamönnum kleift að stunda nám og/eða vinnu, þar sem mestur möguleiki er fyrir þá að stunda slíkt.
- Setja skal upp áætlun sem felur í sér að hætta að misnota Dyflinarreglugerðina til að senda hælisleitendur úr landi, a.m.k. þar til Ísland hefur nálgast önnur lönd sem eru aðilar að reglugerðinni í fjölda flótttamanna miðað við höfðatölu.
- Endurskoða vinnulag og reglur Útlendingastofnunar og færa nær alþjóðlegum samþykktum. Þ.e.: hætt skuli að brjóta á réttindum flóttamanna, sem fest eru í alþjóðleg og íslensk lög; Útlendingastofnun skal ekki senda flóttamenn úr landi meðan mál þeirra er rekið á Íslandi.
Enn er þetta einungis tillaga sem hefur ekki verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.