Samþykkt: 5 Samkeppni á lyfjamarkaði

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál:Samkeppni á lyfjamarkaði

Útgáfur

# Staða Höfundur Lýsing
1 Samþykkt mordur

GREINARGERÐ

Mikilvægt er að opna fyrir nýskráningu lyfja án þess að gera kröfu um umfangsmikið umskráningarferli á Íslandi. Þannig næst sparnaður með því að viðurkenna lyfjaeftirlit- og skráningar frá norðurlöndunum, frekar en að láta falla til kostnað á Íslandi við sömu vinnu og þegar hefur verið unnin þar. Fákeppni er ríkjandi á lyfjamarkaði og leita verður leiða til að breyta því. Ef Ísland ákveður að viðurkenna markaðsleyfin sem veitt eru t.d. í Danmörku sparast um 10% í kostnaði, en það eru um 1.5- 2 milljarðar árlega þvi kostnaður ríkissjóðs er 15-20 milljarðar á ári vegna lyfjakaupa skv. skýrslu Ríkisendurskoðunar. Sjá heimild. Fastur kostnaður við skráningu lyfja er viðskiptahindrun sem er óþörf. Þetta mun auka úrval og samkeppni með lyf ásamt því að lækka verð. Markaðurinn opnast og fjölbreytni eykst.

"Að mati Ríkisendurskoðunar verða stjórnvöld að leita allra leiða til að fá aðgang að stærri mörkuðum og leitast við að fjölga lyfjum á markaði hér í því skyni að lækka lyfjaverðog auka fjölbreytni."
"Ríkisendurskoðun beinir því til velferðarráðuneytis að vinna að því, í samvinnu við yfirvöld annarra landa, að bæta aðgengi Íslendinga að stærri lyfjamörkuðum. Með því gætu skapast skilyrði til að draga enn frekar úr lyfjakostnaði hérlendis." "Sem fyrr segir (sjá kafla 2.3) getur mikill kostnaður við að útvega markaðsleyfi valdið því að lyfjaframleiðandi álíti það ekki svara kostnaði að bjóða lyf á litlum markaði. Hins vegar getur framleiðandi sem sækir um markaðsleyfi í einu ríki jafnframt óskað eftir því að yfirvöld í öðru ríki eða ríkjum viðurkenni leyfið. Þannig verður kostnaður framleiðandans af því að markaðssetja viðkomandi lyf minni en ella. Þessi aðferð ætti því m.a. að geta komið smærri ríkjum tilgóða." http://www.rikisendurskodun.is/fileadmin/media/skyrslur/throun_lyfjakostnadar.pdf

Ýmsar heimildir:
12 febrúar 2016 DV: Viðvarandi skortur á lyfjum hérlendis. „Tvö fyrirtæki eru með tögl og hagldir varðandi dreifingu ályfjum hérlendis . Annars vegar er það fyrirtækið Distica,sem hefur um 70% markaðshlutdeild hérlendis, og hins vegar Parlogis. Þessi fyrirtæki flytja sjálf inn lyf en dreifa einnig fyrir önnur fyrirtæki, til dæmis dreifir Distica fyrir Actavis. Hægt er að nálgast biðlista fyrirtækjanna á heimasíðum þeirra. "
http://www.dv.is/frettir/2016/2/12/vidvarandi-skortur-lyfjum-herlendis/

Fákeppni veldur lyfjaskorti: 11. júní 2015 af Akureyri Vikublað „Markaðurinn er lítill hér á landi og því fylgja vandkvæði,“ segir Gauti. „Á Íslandi er kannski bara markaðssett eitt lyf gegn ákveðnum kvilla, segjum sem dæmi lyf semActavis framleiðir. Þeir láta framleiða lyfið fyrir sig en svo verður kannski hráefnisskortur í verksmiðju og þá er enginn annar lyfjavalkostur fyrir hendi.“
Svo horft sé til samanburðar við t.d. Danmörku selja nokkrir heildsalar þar sama lyfið í stað eins hér og keppa innbyrðis umverð sem skilar sér í bættum hag neytenda. Vandinn stafi því af fákeppni, nánast einokun á hinum dvergvaxna íslenska markaði.
Tveir heildsalar sjá aðallega um dreifingu lyfja til Íslendinga en Lyfjastofnun ber ábyrgð á málaflokknum. Á biðlista Lyfjastofnunar má sjá að vinsæl lyf eins og ibufen 400 mg hefur vantað um langt skeið. Einnig eru algeng flogaveikilyf á biðlista. Læknar hafa lýst óánægju að Lyfjastofnun beitir ekki viðurlögum þótt heildsalar eigi ekki lyf á lager sem þeim er þó skylt til að tryggja öryggi landsmanna. Heimild:http://www.akureyri.net/frettir/2015/06/11/fakeppni-veldur-lyfjaskorti/

Vísir 11. JÚNÍ 2014 Lyfjaskortur getur tafið meðferð
„Engar skýringar fengust á því hvers vegna ógleðilyfið hefur verið ófáanlegt. „
http://www.visir.is/lyfjaskortur-getur-tafid-medferd/article/2014706119943

Ríkisendurskoðun. Nóvember 2011. Skýrsla til Alþingis:
http://rikisendurskodun.is/wp-content/uploads/2016/01/throun_lyfjakostnadar.pdf

Heilbrigðisráðuneytið, 17. janúar 2008: Opnun lyfjamarkaðar „Að mati Samkeppniseftirlitsins ríkir einokun og fákeppni á lyfjamarkaðnum bæði í heildsölu og smásölu sem auðveldar ekki aðgengi nýrra aðila og nýrra lyfja að markaðnum.“ https://www.velferdarraduneyti.is/hbr/radherra/raedur-og-greinarGTT/nr/31682

Áætlaðar árlegur sparnaður ríkissjóðs af þessu fyrirkomulagi er a.m.k. 2 milljarðar.

#
#

Með tilvísun í grunnstefnu Pírata

1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.

Og með hliðsjón af

Stefnu Pírata um Ríkissjóð og skattheimtu, gr. 5.: Við alla álagningu skatta skal áhersla lögð á að skatturinn sé sýnilegur og skiljanlegur greiðanda.

Píratar álykta að til að eftifarandi sé stefna Pírata:

Ríkissjóður eigi Landsbankann og taki arð af þeim rekstri í samræmi við rekstrarafkomu hans.

GREINARGERÐ

Stefnt skal að óbreyttu eignarhaldi ríkisins á Landsbankanum. Eignarhaldið verði endurskoðað reglulega í ljósi samkeppnisstöðu á markaði. Það er í sjálfu sér ekki markmið að ríkissjóður eigi banka en miðað við sögu einkavæðingar hér á landi er hreinlega um varkárnissjónarmið að ræða. Öflug og fagleg stjórn og framkvæmdastjórn verði yfir bankanum. Bankinn skal vera tilfyrirmyndar varðandi gagnsæi í starfsemi. Gera má ráð fyrir 7-10 milljörðum árlega í arð til ríkissjóðs úr starfseminni.

Áætlaðar árlegar tekjur ríkissjóðs af þessu fyrirkomulagi eru 10 milljarðar.

#
#

Með tilvísun í grunnstefnu Pírata

1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.

Og með hliðsjón af

Stefnu Pírata um Ríkissjóð og skattheimtu, gr. 5.: Við alla álagningu skatta skal áhersla lögð á að skatturinn sé sýnilegur og skiljanlegur greiðanda.

Píratar álykta að til að eftifarandi sé stefna Pírata:

Rekstur Íbúðalánasjóðs verði felldur undir Landsbankann.

GREINARGERÐ

Með sameiningu Íbúðalánasjóðs og Landsbanka næst fram áhættudreifing og hagræðing sem felst í dreifðu eignasafni. Úr skýrslu Alþingis um Íbúðalánasjóðs: „Frá stofnun 1999 til ársloka 2012 hefur bókfært tap verið eftirfarandi (á verðlagi 2012): Vegna útlána og fullnustueigna, 57 milljarðar. Vegna lausafjárstýringar, 17 milljarðar. Vegna uppgreiðslna og fl. 27 milljarðar. Samtals 100 milljarðar. Þar af 80 milljarðar frá árinu 2008“. Ekki er verið að taka afstöðu til félagslegs hlutverks Íbúðarlánasjóðs hér. Ekkert er því til fyrirstöðu að Landsbanki taki að sér það hlutverk með rekstri sjóðsins. Meðfylgjandi er skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð.

Hagsjá Landsbanka 6/01/2016: Íbúðalánasjóður – hvað svo?
"Meirihluti fjárlaganefndar hefur ítrekað varað við því að verði ekkert að gert varðandi Íbúðalánasjóð muni framlög til hans halda áfram að aukast um árabil. Í fjárlögum ársins 2016 er þannig gert ráð fyrir 1,3 ma. kr. framlagi til sjóðsins í ár." https://www.landsbankinn.is/markadir/efnahagsmal/2016/01/06/Hagsja-Ibudalanasjodur-hvad-svo/?page=14

http://www.rna.is/media/skjol/RNAib_kynning.pdf
http://www.rna.is/ibudalanasjodur/skyrsla-nefndarinnar/

Hér má búast við að fjáraustur ríkissjóðs til ÍLS hætti við þessa aðgerð. Hefur kostað 100 milljarða hingað til.

Áætlaður árlegur sparnaður rikissjóðs af þessari aðgerð: 1,3 milljarðar

#
#

Með tilvísun í grunnstefnu Pírata

1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.

Og með hliðsjón af

Stefnu Pírata um Ríkissjóð og skattheimtu, gr. 5.: Við alla álagningu skatta skal áhersla lögð á að skatturinn sé sýnilegur og skiljanlegur greiðanda.

Píratar álykta að til að eftifarandi sé stefna Pírata:

Íslandsbanki verði seldur erlendum banka og söluandvirðið notað til að fjármagna lífeyriskerfi opinberra starfsmanna sem er í raun gjaldþrota.

GREINARGERÐ

Með sölu Íslandsbanka er tekist á við hinn gríðarlega halla á lífeyriskerfi LSR og mögulega sveitarfélaga en sú tala er í heild tæpir 600 milljarðar. Skynsamlegt væri að fjárfesta fjármuni LSR alla erlendis sem og að selja Íslandsbanka erlendum banka. Þetta eykur áhættudreifingu LSR og Íslands, dregur úr ofhitnun í litlu hagkerfi og eykur samkeppni á bankamarkaði. http://www.fme.is/media/frettir/Lifeyrissjodir-2013---kynning.pdf . Þegar þetta er skrifað bendir allt til að lífeyrissjóðir muni kaupa Arion Banka.

Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2016 "8.1.:Beinar skuldbindingar ríkissjóðs. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hækkuðu úr 407,7 mia.kr. í 435,6mia.kr. á árinu 2014 eða um 27,9 mia.kr. Þær hækkuðu lítillega sem hlutfall af vergri landsframleiðslu(VLF) úr 21,7% í 21,9%. Af lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs eru 366,0mia.kr. vegna B–deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og 45,2 mia.kr. vegnaLífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga. Í ársskýrslu A–deildar LSR fyrir árið 2014 kemur fram aðtryggingafræðileg heildarstaða hafi þá verið neikvæð um 9,6% eða sem svarar til 55,6mia.kr. en áfallin staða verið jákvæð um 4,8 mia.kr. Til lengri tíma litið er ljóst að bæta þarfheildarstöðu A–deildar sjóðsins með hækkun iðgjalda eða öðrum aðgerðum." https://www.althingi.is/altext/pdf/145/s/0001.pdf

Hér má búast við að möguleiki verði á að standa við lífeyrisskuldbindingar sem ríkissjóður hefur gert og koma í veg fyrir frekari skerðingar á réttindum sjóðsfélaga. Þar sem Lífeyrissjóður Rikisstarfsmanna er undir rikjandi kringumstæðum í raun gegnumstreymissjóður mun þetta lækka raunframlög ríkissjóðs til sjóðsins auk þessa að laga tryggingafræðilega stöðu verulega.

Fréttatilkynning LSR 2015: Hvað B-deild LSR varðar þarf ríkissjóður að standa að fullu undir greiðslu lífeyris úr sjóðnum frá og með árinu 2030. Samkvæmt sjóðsstreymisgreiningu verða greiðslur ríkissjóðs vegna bakábyrgðar að meðaltali 10,6 milljarðar kr. á ári næstu 5 árin eftir að sjóðurinn tæmist, miðað við verðlag í árslok 2014, en fara svo lækkandi. Á sama tíma munu tekjur B-deildar LSR vegna hlutdeildar launagreiðenda í lífeyrisgreiðslum nema tæpum 13,1 milljarði kr. að meðaltali en stærstur hluti þeirrar fjárhæðar kemur úr ríkissjóði.http://www.lsr.is/um-lsr/utgafa/frettir/nr/479
http://www.visir.is/tharf-ad-setja-skuldbindingar-lsr-inn-i-fjarlog/article/2013707189963
Heimild,Fjármálaeftirlitið:http://www.fme.is/media/frettir/Lifeyrissjodir-2013---kynning.pdf

Áfallin tryggingafræðileg staða 2013 Samtals: -596 milljarðar verður að miklu leyti löguð með þessari aðgerð
Áætlaður árlegur sparnaður rikissjóðs vegna þessa: 20 milljarðar