10 Alþjóðlega viðurkenndur gjaldmiðill á Íslandi

Tillögu þessari hefur verið hafnað með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál:Alþjóðlega viðurkenndur gjaldmiðill á Íslandi

Útgáfur

# Staða Höfundur Lýsing
1 Hafnað mordur

GREINARGERÐ

Til að auka hagsæld og auka samkeppnishæfi landsins, til að ná fram almennri vaxtalækkun fyrir alla landsmenn og ríkissjóð. Verðtrygging verður þá ekki umræðuefni lengur. Samkvæmt skýrslu Seðlabanka um gjaldeyrismál virðist að skynsamlegast fyrir Ísland að taka upp mynt þess svæðis sem landið á mest viðskipti við, sem er Evrópa, en Píratar taka ekki afstöðu til þess fyrr en þjóðin hefur tjáð sig um afdrif umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu sbr. ályktun aðalfundar Pírata 2015. Hins vegar er ljóst að með upptöku alþjóðlega nothæfs, stöðugs gjaldmiðils væru komnar forsendur fyrir verulegri vaxtalækkun á Íslandi. Ríkissjóður, fyrirtæki og landsmenn allir spara stórfé.
Áætlaður kostnaður við að halda í krónuna er um 150-200 milljarðar á ári í hagkerfi með um 2000 milljarða verga landsframleiðslu (GDP). Það er því ávinningur sem nemur allt að 10% af vergri landsframleiðslu í því að losa íslenskt samfélag við krónuna. Það er ein mesta og mikilvægasta kjarabótsem hægt væri að veita þjóðinni á skömmum tíma.

Ríkissjóður
Lækkun vaxtakostnaðar ríkissjóðs sem því að taka upp nothæfan gjaldmiðil. Mun spara ríkissjóð 30-40 milljarða á ári vegna lægri vaxta. Vextir munu getað lækkað það mikið. Kostnaður Íslands er um 150-200 milljarðar á ári. Alþýðan landsins borgar þetta fé útlendingum og þeim 10% íslendinga sem eiga þrjá fjórðu eigna í landinu. Þetta er því án nokkurs vafa einhver einfaldasta og stærsta kjarabót fyrir alla landsmenn sem hægt er að ná fram.

Ýmsarheimildir:
http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafMArgeirsson/veiking-kronunnar-og-skuldir
http://www.hringbraut.is/frettir/kronan-kostar-heimilin-milljon-a-ari
http://www.sedlabanki.is/library/Skraarsafn/EMU-sk%C3%BDrsla/Valkostir%20%C3%8Dslands%20%C3%AD%20gjaldmi%C3%B0ils-%20og%20gengism%C3%A1lum.pdf

Árlegur sparnaður ríkissjóðs við þessa aðgerð: 35 milljarðar.