Samþykkt: Ferðamálastefna
Með tilvísun í grunnstefnu Pírata:
- 6.1 Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
- 6.2 Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu
gegnsærrar stjórnsýslu. - 6.3 Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast.
Og með hliðsjón af:
- Almennri umhverfisstefnu Pírata
Álykta Píratar að:
Gerð verði langtímaáætlun um skipulag og uppbyggingu ferðaþjónustu á
Íslandi. Sú langtímaáætlun innihaldi m.a. að:- Stutt verði við sjálfsákvörðunarrétt nærsamfélagsins
(sveitarfélaganna). - Hvatt verði til samráðs ólíkra aðila sem koma að málefninu til að
stuðla að góðri upplifun ferðamanna. - Tryggt verði að fjárhagslegur ávinningur af ferðaþjónustu
dreifist til nærsamfélaga og nýtist við náttúruvernd og til viðhalds
grunnstoða samfélagsins sem tengjast ferðamennsku. - Tryggt verði að ferðamálafræðingum, leiðsögumönnum og landvörðum
bjóðist fjölbreytt og fullnægjandi menntun. - Langtímaáætlanir verði endurskoðaðar reglulega.
- Stutt verði við sjálfsákvörðunarrétt nærsamfélagsins
Gistináttagjald sé ákjósanleg leið til tekjuöflunar vegna
uppbyggingar í ferðaþjónustu.- Skal gistináttagjald renna beint til þeirra sveitarfélaga sem
hótel og gistiheimili eru staðsett í. - Gistináttagjald verði ekki föst upphæð, heldur prósentuhlutfall
af verði gistingar.
- Skal gistináttagjald renna beint til þeirra sveitarfélaga sem
Gert verði átak í frágangi ferðamannastaða til að bæta úr skaða sem
hefur orðið vegna ágangs ferðamanna, auk þess að byggja upp staðina enn
frekar:- Gætt verði að hönnun mannvirkja taki mið af og falli að
náttúrulegu umhverfi. - Tryggja skal öryggi ferðamanna eftir því sem hægt er með öruggum
frágangi stíga og góðum merkingum. - Að framkvæmdir, svo sem vegna aðgengis og öryggis, á og við
náttúruperlur, séu afturkræfar.
- Gætt verði að hönnun mannvirkja taki mið af og falli að
Efld verði kynning á minna þekktum náttúruperlum í því skyni að
dreifa vaxandi fjölda ferðamanna víðar um landið en tryggt um leið að
innviðirnir muni bera þann fjölda.Björgunarsveitir fái auknar fjárveitingar frá ríkinu til að geta
sinnt vaxandi þörf fyrir þjónustu þeirra.Ríkið stefni að auknu eignarhaldi á ferðamannastöðum þegar tækifæri
býðst til slíks.Með lögum skal tryggja rétt ferðamanna, sem og alls almennings, til
að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og
umhverfi.Tryggðar verði viðunandi almenningssamgöngur til allra þéttbýlisstaða
á landinu.
Tilheyrandi mál: | Ferðamálastefna |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | Bergthor | Undanfarin ár hefur orðið mikil aukning á fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim, þróun sem ekki sér fyrir endann á. Efnahagslegur ábati þessa er mikill fyrir þjóðarbúið, en um leið hefur skapast þörf fyrir ýmsar aðgerðir til að mæta þörfum greinarinnar, en jafnframt að tryggja að aukinn ágangur skaði ekki viðkvæma náttúru landsins. Ekki er gott að spá fyrir um þróunina, en ljóst að þörf er á áætlun í ferðamálum, bæði til lengri tíma og svo þarf að bregðast strax við brýnustu vandamálunum sem nú þegar blasa við. Vegna ófyrirsjáanleika vaxtarins í greininni er ljóst að endurskoða þarf langtímaáætlunina mjög reglulega. |
2 | Tillaga | Zolgrab | Breytti aðeins um gistináttagjald, þar sem helstu ferðamannastaðir eru ekki þar sem hótel og gistiheimili eru. Svo er spurning með prósent af gistingu, verður þá ekki bara gistingin ódýrari en ofan á koma gjöld fyrir sængurver, rafmagn ofl.? |