Samþykkt: Leyfa fléttulista
Við 12.5 bætist ný málsgrein, sem orðast svo:
> Þrátt fyrir fyrstu málsgrein skal ábyrgðaraðilum tveggja eða fleiri kjördæma heimilt að halda sameiginlega framboðslistakosningu fyrir kjördæmi sín.
> Skal þá raðað á framboðslista kjördæmanna þannig að frambjóðendum sameiginlegu kosningarinnar sé dreift á framboðslistana í sem mestu samræmi við úrslit þeirra.
Athugasemdir
Þessi breyting felur í sér heimild ábyrgðaraðila til að sameinast um eina sameiginlega framboðslistakosningu fyrir tvö eða fleiri kjördæmi.
Þá sé raðað á tilsvarandi lista í eins miklu samræmi við niðurstöðu kosningar skv. Schulze-aðferð, eins og er áskilið í fyrstu málsgrein greinarinnar.
Til dæmis má taka tvö kjördæmi, þar sem fyrsta sætið á heildarlistanum faru í fyrsta sæti á fyrri listanum, annað sætið í fyrsta sæti á hinum listanum, þriðja sætið í annað sætið á fyrri listanum, fjórða sætið færi í annað sætið á hinum listanum og svo koll af kolli.
Þó er það skilið eftir svolítið opið hvernig nákvæmlega eigi að raða niður í sameiginlegri kosningu til að gefa þeim ábyrgðaraðilum sem að kosningunni kæmu svigrúm til að komast að samkomulagi.
Ein kosning á kjördæmi, þar sem raðað er alfarið samkvæmt Schulze, verður áfram meginreglan.
Tilheyrandi mál: | Leyfa fléttulista |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | odin |