Samþykkt: Heimild framkvæmdaráðs til að boða auka-aðalfund
Gr. 4.5 orðist svo:
> Á félagsfundi samkvæmt 5. kafla er hægt að leggja fram tillögu um að boða til auka-aðalfundar. Slík tillaga skal koma fram í fundarboði.
> Sé hún samþykkt á félagsfundinum skal hún sett í kosningu í kosningakerfi Pírata til samþykktar eða synjunar. Sé hún samþykkt með að minnsta kosti 2/3 atkvæða í kosningakerfi Pírata er framkvæmdaráði skylt að boða auka-aðalfund eins fljótt og mögulegt er.
> Framkvæmdaráð hefur einnig sjálfstæða heimild til að boða til auka-aðalfundar.
>
> Á auka-aðalfundi er ekki skylt að taka á dagskrá alla þá liði sem lög þessi segja fyrir um á aðalfundi.
> Hafi tillaga um boðun auka-aðalfundar innifalið skilyrði um dagskrá fundarins skal ráðið þó fylgja þeim.
Athugasemdir
Þessari breytingu er ætlað að gera það að raunhæfum möguleika að boða auka-aðalfund á félaginu. Samkvæmt núverandi orðalagi á greininni hafa eingöngu félagsmenn heimild til að óska eftir auka-aðalfundi þar sem 1/3 hluti félagsmanna þurfa að gera það með skriflegum hætti. Þar sem félagatalið er lokað þá er nær ómögulegt fyrir félagsmenn að uppfylla þessi skilyrði.
Þessi breyting felur í sér breytt verklag á þessari heimild félagsmanna, verklag sem gerir félagsmönnum raunverulega kleift að krefjast auka-aðalfundar.
Hér er framkvæmdaráði líka veitt skýr heimild til að boða auka-aðalfund sjálft ef ráðið telur þess þörf.
Tilheyrandi mál: | Heimild framkvæmdaráðs til að boða auka-aðalfund |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | odin |