Samþykkt: Efnahagsstefna: 'Netvænt Land'
Með tilvísan í:
- §1. í grunnstefnu Pírata um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu. 
- §4. í grunnstefnu Pírata um gegnsæi og ábyrgð. 
og með hliðsjón af:
- Skýslu aðþjóðlegu ráðgjafastofnunarinnar McKinsey Global Institute, ‘Internet matters: The Net’s sweeping impact on growth, jobs and prosperity’ maí 2011. Þar sem kemur fram að 21% af hagvexti síðustu fimm ára í þróuðum hagkerfum hafi verið vegna internetsins og 75% af þeim vexti varð í hefðbundnum iðnaði og gætti mest hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. 
- Skýrslu Viðskiptaráðs Íslands 'Hugsum Smátt - Lítil og meðalstór fyrirtæki' júní 2009. Þar kemur fram að 2/3 allra starfsmanna á innlendum vinnumarkaði starfi hjá litlum, meðalstórum og örfyrirtækjum, og hlutur þeirra í heildarverðmætasköpun megi álykta að sé í kringum 60%. 
- Skýrslu IMMI, alþjóðastofnunar um upplýsinga- og tjáningafrelsi, ‘Islands of Resilience Comparative Model for Energy, Connectivity and Jurisdiction Realizing European ICT possibilities through a case study of Iceland’. Þar kemur fram að horft er til þriggja þátta þegar staðsetning gagnavera er ákveðin. Verð á orku, nettenging og lagalegar varnir hýsingaraðila. 
- Þingsályktun nr. 23/138 á þingskjali nr. 1392 í máli 383, afgerandi lagaleg sérstaða Íslands varðandi tjáningar- og upplýsingafrelsi. Uppfylling ályktunarinnar skapar á Íslandi lagaumhverfi sem er hagstætt fyrir rekstur gagnaver og netþjónustu almennt. Birgitta Jónsdóttir Pírati var frumfluttningsmaður tillögunnar á Alþingi. 
- IMMI, alþjóðastofnun um upplýsinga- og tjáningafrelsi, er starfandi á Íslandi til að hreyfa áfram til fullnustu þingsályktun nr. 23/138. Þrír Píratar, Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Mörður Ingólfsson, eru stjórnarmenn IMMI og framkvæmdastjóri stofnunarinnar, Smári McCarthy, er það einnig. 
- Skýrslu ICC (International Chamber of Commerce) ‘The Digital Economy - ICTs’ and the Internet’s impact on job creation and economic growth’ júlí 2012. 
- Skýrslu The Boston Consulting Group ‘The Connencted World, The $4.2 Trillion Opportunity, The Internet Economy in the G-20’ mars 2012. 
álykta Píratar hér með:
- Internetið er grunnþáttur hagvaxtar sem þarf að virkja markvist til að auka fjárfestingu, styrkja fyrirtæki og skapa störf. 
- Píratar skulu leggja fram þingsályktun um að Ísland skapi sér afgerandi sérstöðu sem ‘Netvænt Land’ svo þegar fyrirtæki og fólk um allan heim tekur ákvarðannir í netmálum þá leiti það af þjónustu á Íslandi. 
- Píratar skulu vinna að sérstöðu Íslands sem ‘Netvænt Land’ með víðtæku samstarfi við fólk, fyrirtæki og félagasamtök til að skapa skilyrði fyrir verðmætasköpun samhliða öryggi á internetinu. Leita skal eftir þverpólitískri samstöðu á Alþingi. 
| Tilheyrandi mál: | Efnahagsstefna: 'Netvænt Land' | 
|---|
Útgáfur
| # | Staða | Höfundur | Lýsing | 
|---|---|---|---|
| 1 | Samþykkt | jonthorgal | Uppfært | 
| 2 | Tillaga | smari | Ég tel ekki nauðsynlegt að taka þetta fram. | 
| 3 | Tillaga | Kjarrval | Leiðrétti villur í stafsetningu og málfari sem ég tók eftir. | 
| 4 | Tillaga | tharfagreinir |