Tillaga: Efnahagsstefna: 'Netvænt Land'
Með tilvísan í:
§1. í grunnstefnu Pírata um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu.
§4. í grunnstefnu Pírata um gegnsæi og ábyrgð.
og með hliðsjón af:
Skýslu aðþjóðlegu ráðgjafastofnunarinnar McKinsey Global Institute, ‚Internet matters: The Net’s sweeping impact on growth, jobs and prosperity’ maí 2011. Þar sem kemur fram að 21% af hagvexti síðustu fimm ára í þróuðum hagkerfum hafi verið vegna internetsins og 75% af þeim vexti varð í hefðbundnum iðnaði og gætti mest hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum.
Skýrslu Viðskiptaráðs Íslands ‚Hugsum Smátt - Lítil og meðalstór fyrirtæki‘ júní 2009. Þar kemur fram að 2/3 allra starfsmanna á innlendum vinnumarkaði starfi hjá litlum, meðalstórum og örfyrirtækjum, og hlutur þeirra í heildarverðmætasköpun megi álykta að sé í kringum 60%.
Skýrslu IMMI, alþjóðastofnunar um upplýsinga- og tjáningafrelsi, ‚Islands of Resilience Comparative Model for Energy, Connectivity and Jurisdiction Realizing European ICT possibilities through a case study of Iceland‘. Þar kemur fram að horft er til þriggja þátta þegar staðsetning gagnavera er ákveðin. Verð á orku, nettenging og lagalegar varnir hýsingaraðila.
Þingsályktun nr. 23/138 á þingskjali nr. 1392 í máli 383, afgerandi lagaleg sérstaða Íslands varðandi tjáningar- og upplýsingafrelsi. Uppfylling ályktunarinnar skapar á Íslandi lagaumhverfi sem er hagstætt fyrir rekstur gagnaver og netþjónustu almennt. Birgitta Jónsdóttir, pírati, var frumflutningsmaður tillögunnar á Alþingi.
IMMI, alþjóðastofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, er starfandi á Íslandi til að hreyfa áfram til fullnustu þingsályktun nr. 23/138.
Skýrslu ICC (International Chamber of Commerce) ‚The Digital Economy - ICTs’ and the Internet’s impact on job creation and economic growth’ júlí 2012.
Skýrslu The Boston Consulting Group ‚The Connencted World, The $4.2 Trillion Opportunity, The Internet Economy in the G-20’ mars 2012.
álykta Píratar hér með:
Internetið er grunnþáttur hagvaxtar sem þarf að virkja markvisst til að auka fjárfestingu, styrkja fyrirtæki og skapa störf.
Píratar skulu leggja fram þingsályktun um að Ísland skapi sér afgerandi sérstöðu sem ‚Netvænt Land‘ svo þegar fyrirtæki og fólk um allan heim tekur ákvarðanir í netmálum þá leiti það að þjónustu á Íslandi.
Píratar skulu vinna að sérstöðu Íslands sem ‚Netvænt Land’ með víðtæku samstarfi við fólk, fyrirtæki og félagasamtök til að skapa skilyrði fyrir verðmætasköpun samhliða öryggi á internetinu. Leita skal eftir þverpólitískri samstöðu á Alþingi.
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | jonthorgal | Uppfært |
2 | Tillaga | smari | Ég tel ekki nauðsynlegt að taka þetta fram. |
3 | Tillaga | Kjarrval | Leiðrétti villur í stafsetningu og málfari sem ég tók eftir. |
4 | Tillaga | tharfagreinir |