Samþykkt: Almenn heilbrigðisstefna
Með tilvísun í Grunnstefnu pírata
1.-7.gr. stefnu pírata um málefni spítalanna og heilbrigðiskerfisins
2. gr. Fíkni- og vímuefnastefnu pírata
9. gr. Velferðar- og félagsmálastefnu pírata.
Með hliðsjón af
76 gr. Stjórnarskrár Íslands.
Álykta Píratar eftirfarandi
1. Langtíma heilbrigðisáætlun
1.1 Löggjafavaldið skal samþykkja langtíma heilbrigðisáætlun, sem stóreykur hlutdeild forvarna.
1.2 Hafa skal velferð sjúklinga og annarra þjónustuþega að meginmarkmiði.
1.3 Heilbrigðisáætlunin skal vera í takt við aðrar langtímaáætlanir ríkisins.
1.4 Í heilbrigðisáætlun skal leggja línur um rekstrarform heilbrigðisþjónustu.
1.5 Auka á þjónustu við landsbyggðina, sjálfstæði rekstrareininga og gagnsæi í málefnum tengdum heilbrigðisþjónustunni.
1.6 Huga skal að auknu álagi vegna fjölda ferðafólks um landið.
1.7 Meðferðarúrræði skulu teljast hluti af heilbrigðisþjónustu, svo sem sjúkraendurhæfing, meðferðir við fíkn og öldrunarþjónusta.
1.8 Heilbrigðisáætlun skal ná til stoðaðila við heilbrigðisþjónustu, svo sem sjúkraflutninga, slökkviliðs, björgunarsveita, neyðarlínu og þyrluþjónustu.
2. Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta
2.1 Píratar stefna að því að þjónusta heilbrigðisstofnana á fjárlögum og/eða heilbrigðisþjónusta greidd með samningum við sjúkratryggingar Ísland vera gjaldfrjáls fyrir alla landsmenn.
2.2 Sjúkratryggingar Íslands skulu gera samninga við allar löggiltar heilbrigðistéttir.
2.3 Allur lyfjakostnaður vegna langvinnra sjúkdóma eða raskana verði sjúklingum að kostnaðarlausu.
3. Starfsfólk heilbrigðisþjónustu
3.1 Heilbrigðisþjónusta skal byggja á mannvirðingu, trúnaði og vísindalegri þekkingu.
3.2 Leggja skal metnað í að veita starfsfólki og stofnunum heilbrigðisþjónustunnar svigrúm til vísindalegra vinnubragða eða innleiðingar á bestu fáanlegu þekkingu.
3.3 Aðgangur að endurmenntun heilbrigðisstarfsfólks skal vera með besta móti, m.a. með því markmiði að byggja upp lýðheilsu og forvarnarstarf á öllum sviðum mannlífs.
3.4 Mannúðlegt viðmót og nærgætni eiga ætíð vera í fyrirrúmi gagnvart hverjum og einum sem starfsfólk heilbrigðiskerfisins á samskipti við.
4. Þjónustuþegar og persónuvernd
4.1 Leggja skal áherslu á að þjónustuþegi heilbrigðisþjónustunnar sé þátttakandi í sinni meðferð.
4.2 Sjúklingur á rétt á að eiga óheftan aðgang að upplýsingum um greiningar, meðferðarúrræði og meðferðir er hann varðar.
4.3 Sjúklingar nýtur ávallt valfrelsis um meðferðarúrræði og réttar að leita álits annars sérfræðings.
4.4 Sjúkraskrár skulu varðveittar ótímabundið.
4.5 Sjúklingar eiga rétt á að vita hver hafi aðgang að sjúkraskrám um sig, hvort verið sé að nota gögnin í rannsóknir og ef svo er hvort gögnin séu rekjanleg.
4.6 Ef sjúklingur fellur frá getur maki eða nánasti ættingi fengið aðgang að sjúkraskrá hans.
Greinargerð
Heilbrigðiskerfið er til vegna þess að fólk getur veikst og slasast, dáið eða fæðst. Hlutverk þess er að vera öryggisnet þegar heilsan brestur vegna sjúkdóma eða slysa. Miðað skal við að heilbrigðisstofnun sé staðsett í innan við klukkustundar akstursfjarlægð frá flestum íbúum landsins.
Heilbrigðisþjónusta er stigskipt. Því hærra stig, því sérhæfðari er þjónustan og um leið dýrari fyrir þá tiltölulega fáu sjúklinga sem þurfa á henni að halda, eins og reynt er að sýna á meðfylgjandi mynd.
Frumstig: Undir frumstig falla forvarnir og lýðheilsa til að mynda í menntastofnunum, félagslegu þjónustukerfi, aðstaða til líkamsræktar, heilsusamlegt mataræði, heilnæmt umhverfi, o.fl. sem einstaklingar geta sótt í til að viðhalda líkamlegu atgerfi og geðheilsu, Til þessa má telja: fræðslu, hollustuhætti, meðferðir, samtöl, sáluhjálp eða aðrar uppbyggilegar einstaklingsbundnar úrlausnir sem aðgengilegar eru í heimabyggð fólks.
Fyrsta stig: Á heilsugæslustöðvum er nr. 1, 2 og 3 sinnt forvörnum og lýðheilsu. Má þar nefna mjög öflugt mæðra- og ungbarnaeftirlit sem skila sér í lágri tiðni ungabarnadauða á Íslandi. Einnig er sinnt skólahjúkrun, ung- og smábarnarvernd, hjúkrunarþjónusta; (þar sem víða er verið að sinna forvörnum s.s. sér móttökur fyrir unglinga, offitu vandmál, ferðamannabólusetningar og margt margt fleira. Heima hjúkrun eldri borgara og almenn heimahjúkrun. Allt fellur þetta undir heilsugæsluna.
Annað stig: Sérfræðingar og sérgreinalæknar, þ.m.t. heilsugæslulækningar og störf sjúkrahúsa og hátæknisjúkrahúsa.
Píratar hafa sýn í heilbrigðismálum sem öll stefnumið eiga að leiða að, sú sýn sem einnig má kalla markmið er að hámarka heilbrigðisþjónustu í hag landsmanna, þannig að allir hafi beinan og óheftan aðgang að persónulegri heilbrigðisþjónustu og félagslegri þjónustu. Fræðsla um heilbrigðismál og upplýsingar um viðeignandi einstaklingsþjónustu skulu vera aðgengileg. Fjármögnun heilbrigðismála skal vera tryggð og viðvarandi og í samræmi við langtímaáætlanir yfirvalda þannig að skammtímasjónarmið og skyndihugdettur trufli ekki leiðina að markmiðunum. Þá skal heilbrigðisþjónusta og starfsfólk heilbrigðisþjónustu á Íslandi vera á við það besta sem gerist erlendis.
Stefna skal að því að öll heilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls, þó má athuga kosti þess að sjúklingar greiði fast lágt komugjald á heilbrigðis- og meðferðarstofnanir. Þetta skal ná yfir forvarnir, heilsugæslu, sjúkrahús, meðferðarúrræði og uppáskrifuð lyf, á að vera verði aðgengileg öllum landsbúum.
Langtímaáætlun í heilbrigðismálum er nauðsynleg til að tryggja tekjustofna til heilbrigðisþjónustunnar og sú áætlun þarf að samrýmast að fullu öðrum langtímaáætlunum hins opinbera í fjármálum, félagsmálum, menntamálum, samgöngumálum og á vettvangi tækni og vísinda. Langtímaáætlanir til 15-20 ára eru til þess fallnar að hægt sé að byggja markvisst upp heilbrigðisþjónustu um allt land. Langtímaáætlanir í bland við skemmri tíma áætlanir til 3-5 ára ætti að byggja upp þannig að allir fyrirsjáanlegir þættir heilbrigðisþjónustunnar séu skipulagðir hver um sig en með innbyrðis samræmi þó. Þannig skulu allir liðir áætlunarinnar vera mælanlegir svo mögulegt verði að fylgjast með árangri og birta tölfræði og upplýsingar um þróunina.
Píratar skilja að hugsanlega þarf að koma þessum markmiðum á í áföngum og vera má að ólík rekstarform á heilbrigðisþjónustu (ríkisrekstur, rekstur sveitarfélaga eða einkarekstur) henti við sumar aðstæður á tilteknum tímabilum, þó þarf ætíð að tryggja jafnan aðgang almennings óháð aldri, búsetu, efnahag, félagslegri stöðu eða öðrum einstaklingsbundnum þáttum að heilbrigðisþjónustu og skal vinna strax að áðurnefndum kostnaðarþátttökuleiðum fyrir sjúklinga sem koma fram í lið 2.
Draga skal úr miðstýringu á þann hátt að ekki þurfi að sækja miðlæga þjónustu nema í sértækum tilfellum þar sem þörf er á heilbrigðisþjónustu á háu stigi og/eða aðkomu sérgreinalækna með sérmenntun sem ekki er til staðar í héraði né aðgengileg með fjartækni. Passa þarf að ákvarðanir um slíkt séu teknar í samráði við heimilislækni heima í héraði, ef slíkt á við.
Gagnsæi í uppbyggingu og þróun heilbrigðiskerfisins þarf að tryggja, m.a. með markvissri og viðamikilli opinberri tölfræði um öll svið heilbrigðisþjónustunnar, framfarir og framgang í þeim.
Vísindaleg rökhyggja skal liggja að baki ákvarðana í heilbrigðiskerfinu sem og ákvarðana og greininga er varða tiltekna sjúklinga eða aðra þjónustuþega. Um leið þarf að tryggja mannúðlega framkomu og viðhorf starfsfólks í heilbrigðisþjónustu gagnvart sjúklingum.
Félagsfræðingar, sálfræðingar og sáluhjálparaðilar úr þess til bærum sjálfboðaliðahópum þurfa að vera samtvinnaðir við vísindalega uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, til að tryggja persónulega þjónustu, góða framkomu við þjónustuþega og þeir þurfa einnig að vera tiltækir fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar.
Aðgengi einstaklinga að eigin sjúkraskrám skal vera tryggt í lögum. Öll sjúkrasaga og tilheyrandi skjöl skulu varðveitt. Sjúklingar hafi beinan aðgang að sjúkraskrám og sjúkrasögu sinni. Einnig eiga sjúklingar og eftir atvikum aðstandendur að geta fengið að vita hvort sjúkragögn þeirra séu aðgengileg öðrum aðilum, í hvaða tilgangi annar aðgangur er heimilaður og hvort persónuverndarákvæði séu uppfyllt.
Sem hluta af forvörnum og aukinni lýðheilsu má einnig telja til samvinnu við menntastofnanir, félagsleg þjónustukerfi, aðstöðu til líkamsræktar og tómstunda, aukið úrval heilsusamlegs matar, gott aðgengi að náttúru og heilbrigðu umhverfi sem einstaklingar geta sótt í til að viðhalda líkama og sál. Þannig skulu allir landsmenn sem slíkt velja hafa aðgang að skipulagðri fræðslu, fyrirbyggjandi meðferðum, ráðleggingum um hollustu, samtölum við sérfræðinga, sáluhjálp, ásamt öðrum uppbyggilegum samfélagslegum úrlausnum sem eru aðgengilegar í heimabyggð.
Í heilbrigðisáætlun þarf að gera ráðstafanir til að styrkja og viðhalda neyðarlínu, lögreglu, björgunsveitum, ásamt hálendisvaktinni, slökkviliðum og sjúkraflutningum. Allir þessir aðilar eru ómissandi þáttur af heildarmyndinni sem heilbrigðiskerfið byggir á. Píratar vilja einnig skoða hvernig efla má kerfið í heild vegna aukins álags vegna fjölgunar erlendra ferðamanna.
Þar með skal tryggt að ekki séu fleiri en 150 km í næsta tiltæka sjúkrabíl og starfa skulu sjúkraflutningsmenn á bílunum með tilskilin leyfi. Stuðla skal að því að ávallt sé þyrluþjónusta til staðar fyrir allt landið. Starftækar séu að minnsta kosti tvær þyrlur og áhafnir í kallfæri á hverjum tíma sólahrings.
Öll umönnun sem snýr að björgun mannslífa úr háska eða slysi og öll umönnun sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma ætti að vera borguð af ríkinu. Allir sjúkdómar og andleg eða líkamleg vandamál sem skerða og breyta lífsvenjum og heilsu sjúklings til langs tíma falla undir þá skilgreiningu að vera lífsógnandi. Ef við taka lyfjagjafir eða aðar meðferðir sem ekki er hægt að komast hjá og eru ávísaðar af lækni eða öðrum til þess bærum heilbrigðisstarfsmanni greiðir ríkið fyrir þær að fullu. Einnig skal öll framtíðarlyfjagjöf sem fylgir í kjölfarið greiðast af ríkinu. Ávallt telst það lífsógnandi sjúkdómur ef fjarlæga þarf líffæri úr manneskju, að hluta eða heilu lagi.
Í heilbrigðisáætlun skal skilgreina heilbrigðisþjónustu; skilgreina mismunandi þjónustustig, hvað á að vera til staðar hvar og hvaða þjónusta á að vera í boði. Tryggja þarf að rekstrareiningar séu í stærðarhlutföllum sem eru miðaðar við fagrannsóknir, hagkvæmnar í rekstri og veiti góða nærþjónustu. Efla skal heilsugæslurnar og vísa sjúklingum sem koma á bráðamóttöku og fá minniháttar greiningu aftur til heilsugæslunnar. Öll umönnum barna, aldraða og öryrkja í heilbrigðiskerfinu er frí. Læknavakt á að vera til staðar fyrir alla allan sólahringinn.
Skilgreina þarf nákvæmlega hvaða skyldur Landsspítalinn á að uppfylla og hversu stórar rekstrareiningar hans eiga að vera sem og draga fram alla sérhagsmuni og gæta þess að ekki séu til staðar hagsmunaárekstrar.
Stofna ætti embætti umboðsmanns sjúklinga og hlúa að heilbrigðisstéttum og aðstoða þær með svipuðu móti og því sem Píratar hafa hugsað með utanaðkomandi eftirliti með lögreglunni.
Ítarefni
Frétt 2016: Frítt heilbrigðiskerfi kostar 6,5 milljarða
Sonja Stelly Gústafsdóttir, ofl. 2015: Heilbrigðisþjónusta Fjallabyggðar: Viðhorf íbúa í kjölfar mikilla samfélagsbreytinga
WHO - Global Reference List of 100 Core Health Indicators, 2015](http://www.who.int/healthinfo/indicators/2015/en/)
Global Health Observatory (GHO) - ICELAND 2015](http://www.who.int/gho/countries/isl/country_profiles/en/)
Greiðsluþátttaka almennings í heilbrigðiskerfinu 2013
Tillaga til þingsályktunar um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020
Velferðarráðuneytið - Drög að heilbrigðisáætlun til ársins 2020
Heilbrigðisráðuneytið - Heilsustefna 2008
Heilbrigðisáætlun til ársins 2010
Grein eftir Rúnar Vilhjálmsson í Rannsóknir í félagsvísindum VIII. Reykjavík, 2007](https://www.researchgate.net/profile/RunarVilhjalmsson/publication/259176711slenskaheilbrigiskerfikrossgtumTheIcelandichealthcaresystematthe_crossroads/links/00b4952a20a8c53c7d000000.pdf)
Grein eftir Rúnar Vilhjálmsson í Social Science & Medicine 2005: Failure to seek needed medical care: Results from a national health survey of Icelanders. doi:10.1016/j.socscimed.2005.01.024
Erindi sem Göran Dahlgren hélt á vegum BSRB 2005: Opinber eða einkarekin heilbrigðisþjónusta? - könnun byggð á fenginni reynslu
Grein eftir Rúnar Vilhjálmsson og Guðrúnu V Sigurðardóttir 2003: Hið ófullkomna jöfnunartæki : afsláttarkort og komugjöld í íslenska heilbrigðiskerfinu](http://hdl.handle.net/2336/13226)
Ása Þórhildur Þórðardóttir 1985: Skipulag heilbrigðisþjónustu á Íslandi
http://hdl.handle.net/1946/4972
(læst verkefni, en mjög áhugavert, hafa þarf samband við höfund)
Berglind Björk Guðnadóttir 1982: Er hjúkrunarstýrð heilbrigðisþjónusta framtíðarverkefni á Íslandi? - hversu hagkvæm er hún og hvaða gildi hefur innleiðing hennar fyrir hjúkrun?
Sigurbjörg Bergsdóttir 1976: Miðlægur lyfjagagnagrunnur í íslensku heilbrigðiskerfi](http://hdl.handle.net/1946/16122)
Kolbrún Gísladóttir 1966: Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri: Tækifæri og áskoranir fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu](http://hdl.handle.net/1946/16424)
Tilheyrandi mál: | Almenn heilbrigðisstefna |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | bjornlevi |