Samþykkt: Heilsuspillandi raka- og myglumál í húsum
Með tilvísun í Grunnstefnu Pírata
Gr. 1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
Gr. 2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
Gr. 2.2 Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda.
Gr. 4.5 Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir.
Gr. 6.1 Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
Álykta Píratar að
- Leiðrétta skal lög og reglur um byggingamál þannig að heilsutjón einstaklinga af völdum raka- og mygluvandamála inni í byggingum séu fyrirbyggð.
- Tryggja þarf tjónaþolum viðeigandi aðstoð vegna fjármagnstjóns og heilsutjóns þannig að íbúar og þolendur sem verða fyrir mygluvandamálum njóti vafans.
- Efla þarf ábyrgðarákvæði í lögum og reglugerðum þannig að fjárhagstjón af völdum raka- og mygluvandamála greiðist af þeim aðila sem rekja má tjónið til.
- Gera skal leiðbeinandi aðgerða- og viðbragðsáætlun vegna myglu í leiguhúsnæði og á vinnustöðum.
- Landlæknir skal koma upp teymi sem hugar að endurmenntun lækna og hjúkrunarfólks og útbýr gátlista til að meta áhrif húsnæðis á heilsufar sjúklinga.
- Heilbrigðiseftirlit, Landlæknir og Vinnueftirlit skulu hafa skýrar valdheimildir til að loka strax húsnæði þar sem mygluvandamál geta valdið heilsutjóni.
- Efla skal rannsóknir á byggingum og bygginaraðferðum með þeim tilgangi að koma í veg fyrir heilsufarsvandamál.
- Halda skal skrá yfir tjónasögu húseigna og viðgerðir tengdum þeim sem m.a. fasteignasalar hafa aðgang að og ber að kynna fyrir væntanlegum kaupendum.
Greinargerð
Inniloft getur verið margfalt mengaðra en útiloft í menguðum borgum. Gró eru allstaðar, en myglusveppir ekki endilega. Þó er alltaf hægt að finna myglu í einhverjum mæli í öllum húsum, en mygla vex aðeins þar sem er raki.
Á Íslandi á að tryggja aðgang að heilsusamlegu húsnæði fyrir alla landsbúa. Á síðustu árum hefur aukist mjög umræða um heilsutjón vegna raka- og mygluvandamála í íbúðarhúsum og á vinnustöðum. Ekki er vitað hversu mikið þarf að anda inn til að heilsa skerðist þess vegna er nauðsynlegt að íbúar og þolendur njóti vafans og að komið sé markvisst til móts við fólk í þessum aðstæðum því falinn kostnaður vegna vanheilsu, minni afkasta starfsmanna, kostnað samfélagsins ofl. hefur ekki verið metið.
Byggingalöggjöfin er sögð vera ágæt því þar segir að bannað sé að byggja og hanna hús sem geta myglað. Framfylgni laganna er hinsvegar ábótavant. Úr þessu má bæta með því að gera húseigendur, hönnuði og verktaka fjárhagslega ábyrga fyrir fjárhags- og heilsutjóni sem hlýst af því að framfylgja ekki löggjöfinni hvað varðar fyrirbyggjandi frágang og eftirfylgni.
Leggja aukna áherslu á undirbúningsfasann en framkvæmdafasann. Hönnuðum skal gert að útbúa greinargerð og hann á að bera ábyrgð á hönnuninni. Verktakar þurfa að bera ábyrgð á að hönnunarforsendum sé fylgt. Byggingarfulltrúar ættu að yfirfara hönnunarforsendur. Húseigendum ber að laga og viðhalda húseignum og þurfa að hafa leiðbeiningar til að vinna eftir. Allir Iðnaðarmenn ættu að geta endurmenntað sig vinnu við votrými og ýtt þannig undir samskipti við hönnuði, verktaka og eftirlitsaðila ef þeir uppgötva rakavandamál eða sjá fyrir að slík vandamál geti komið upp.
Skrá þarf tjónasögu íbúða og vinnustaða til að tryggja gagnsæi og rekjanleika ef upp koma fjármagnstjón og heilsutjón. Í eldri byggingum skal koma á matskerfi þannig að ef leyndur galli húseignar fer yfir 10% af brunabótamati, sé seljandi eða tryggingarfélag hans skaðabótaskylt sem nemur kostnaði viðgerðar.
Íbúar eiga að njóta vafans ef upp koma vandamál sem rekja má til raka- og mygluvandamála. Landlæknir þarf að huga að endurmenntun lækna og hjúkrunarfólks og útbúa gátlista til að meta áhrif húsnæðis á heilsu fólks sem leitar sér læknisaðstoðar vegna óútskýrðs heilsubrests. Þar sem heilsubrest fólks má rekja til raka- og mygluvandamála skulu þeir sem eru ábyrgir fyrir hönnun, uppbyggingu og viðhaldi húsnæðis bera fjárhagslega skaðabótaskyldu gagnvart þolendum. Hið opinbera á að hafa skilyrðislausa tekjutryggingu fyrir fólk sem verður óvinnufært vegna heilsubrests sem rekja má til raka- og mygluvandamála.
Stefnunni til stuðnings er hér upptaka af málefnafundi sem fór fram í Tortuga 15.3.2016](https://www.youtube.com/watch?v=De3OwqARFcM)
Aðgerðapunktar sem stjórnvöld þurfa að hafa í huga
- Styrkja þarf enn frekar ábyrgðarákvæði í lögum og reglugerðum til að fyrirbyggja heilsutjón einstaklinga af völdum raka og mygluvandamála inni í byggingum.
- Húshönnuðir skulu bera fulla ábyrgð á hönnun bygginga, þ.m.t. áhrif á heilsufar íbúa og dvalargesta.
- Tryggingar óheilnæms húsnæðis skulu vera í boði fyrir íbúa, húseigendur, verktaka og hönnuði.
- Byggingafulltrúar eiga að yfirfara teikningar með tilliti til loftunar og rakavandamála áður en þær eru samþykktar.
- Framkvæmdaaðilar og iðnaðarmenn skulu vera ábyrgir ef hönnunarforsendum er ekki fylgt.
- Íbúar og þolendur sem verða fyrir mygluvandamálum skulu ætíð njóta vafans. Íbúar bera þó ábyrgð ef skemmdir verða vegna rangrar notkunar eða slæmrar meðferðar húsnæðis.
- Húseigendur og leigufélög bera ábyrgð á heilnæmi húseigna sem eru í notkun og skulu sinna lagfæringum mygluvandamála án tafar.
- Endurgreiða skal VSK af framkvæmdum þar sem sýnt er að mygluvandi er til staðar.
- Gera skal leiðbeinandi aðgerða- og viðbragðsáætlun vegna myglu á vinnustöðum á vegum lögaðila.
- Ríki og sveitarfélög skulu fylgja bindandi aðgerða- og viðbragðsáætlunum vegna myglu í húsnæði á vegum hins opinbera.
- Mennta skal arkítekta, iðnaðarmenn og húseigendur sérstaklega í meðferð raka og votrýma. Iðnaðarmenn með slíka menntun geta starfað sem óháðir matsmenn.
- Landlæknir skal koma upp teymi sem hugar að endurmenntun lækna og hjúkrunarfólks og útbýr gátlista til að meta áhrif húsnæðis á heilsu.
- Byggingafulltrúi og Landlæknir skulu hafa valdheimildir til að loka húsnæði þar sem mygluvandamál geta valdið heilsutjóni.
- Byggingafulltrúi skal halda skrá yfir tjónasögu húseigna og viðgerðir tengdum þeim.
- Húseigendum, trygginarfélögum og verktökum er skylt að skrá tjón á húseignum hjá Byggingafulltrúa.
- Efla skal rannsóknir á byggingum og bygginaraðferðum sem fyrirbyggja þekkt heilsufarsvandamál.
- Tryggja skal hóflegt gjald vegna rannsókna á myglusveppum innanhúss og framhaldsrannsóknir á öðrum sýklum, örverum og óheilnæmum efnum í byggingum.
- Tryggja þarf meðferðarúrræði ásamt tekjutryggingu fyrir fólk sem hefur misst heilsu vegna nándar við rakavandamál og myglusveppi.
- Fasteignasölur hafa aðgang að tjónasögu húseigna og ber að kynna fyrir kaupendum.
- Ef leyndur galli húseignar fer yfir 10% af kaupverði hérna myndi ég vilja sjá fasteignamat eða brunabótamat. Ekki kaupverð.er seljandi eða tryggingarfélag hans skaðabótaskylt sem nemur kostnaði viðgerðar. En alltaf skaðabótaskilt ef td tjón hefur verið greitt út ,þá skiptir % ekki máli
Tilheyrandi mál: | Heilsuspillandi raka- og myglumál í húsum |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | bjornlevi |