Afnám verðtryggðra neytendalána og möguleg lækkun fjármagnskostnaðar neytenda
Með tilvísun í grunnstefnu Pírata
1.1. gr. grunnstefnu Pírata um áherslu á upplýsta ákvarðanatöku.
2.1. gr. grunnstefnu Pírata um eflingu og verndun borgararéttinda.
4.5. gr. grunnstefnu Pírata um ábyrgð og getu einstaklinga til ákvarðanatöku.
6.1 gr. grunnstefnu Pírata um sjálfsákvörðunarrétt.
Með hliðsjón af
- Samþykktri efnahagsstefnu Pírata
- Samþykktri stefnu Pírata um gerð hagkerfisins
- Samþykktri stefnu Pírata um Aðskilnað fjárfestinga- og viðskiptabanka
- Samþykktri stefnu Pírata um skuldamál heimila og fyrirtækja
- Samþykktri stefnu Pírata um leigumál
Álykta Píratar að
- Verðtryggingu neytendasamninga skal afnema.
- Setja þarf hámark á vexti húsnæðislána til neytenda.
- Fella skal niður allan kostnað við breytingu verðtryggðra lána yfir í óverðtryggð.
- Stofnkostnaður vegna nýrra lána skal miðast við raunverulegan fastan kostnað lánveitanda vegna skjalagerðar, samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá sem lá fyrir við gerð lánasamnings. .
- Leita skal allra leiða til að lækka fjármagnskostnað neytenda enn frekar.
- Samræma skal þessar aðgerðir við aðrar stefnur Pírata í efnahagsmálum.
Greinargerð:
Markmið með stefnunni er að tryggja hag neytenda gagnvart lánastofnunum og öðrum samningsaðilum sem bjóða upp á verðtryggða lánasamninga sem og aðra lánasamninga.
Píratar vilja því afnema verðtryggingu af öllum nýjum neytendasamningum, sem hér vísar til dæmis til verðtryggða húsnæðislána, verðtryggða húsaleigusamninga, verðtryggða bílasamninga og annarra verðtryggðra fjárskuldbindinga neytenda. Afnámið er þýðingamikil framkvæmd og alveg nauðsynleg til þess að koma á eðlilegum kjörum í neytendasamningum. Með afnámi verðtryggingar á neytendalánum yrðu slík lán í raun aftengd frá hinni séríslensku vísitölu neysluverðs þar sem húsnæðiskostnaður er innifalinn.
Til að koma í veg fyrir að lánveitendur hækki útlánsvexti húsnæðislána í kjölfar afnáms verðtryggingar, er nauðsynlegt að löggjafarvaldið setji vaxtaþak á öll húsnæðislán, enda eru fordæmi fyrir slíkum aðgerðum bæði hér á Íslandi og í öðrum vestrænum ríkjum. (Sjá t.d. minnihlutasérálit Vilhjálms Birgissonar fulltrúa í sérfræðingahópi forsætisráðherra um afnám verðtryggingar, sbr. heimildalista.)
Til að bæta hag neytenda og tryggja árangur í afnámi verðtryggðra samninga er nauðsynlegt að fella niður öll helstu gjöld sem hamlað geta því að fólk endurfjármagni eða umbreyti verðtryggðum lánum í óverðtryggð, kjósi fólk að gera slíkt. Þetta gæti t.d. verið tímabundin aðgerð á meðan skipt er yfir í óverðtryggt kerfi. Slíkur skiptikostnaður er ein helsta aðgangshindrunin á íslenskum bankamarkaði sem viðheldur fákeppni á kostnað neytenda, og slíkum hindrunum er því brýnt að ryðja í burtu. (Sjá m.a. skýrslu Samkeppniseftirlitsins, „Fjármálaþjónusta á krossgötum“, kafla 11 a, sbr. heimildalista.)
Til þess að lækka fjármagnskostnað neytenda er rétt að krefjast þess að heildarkostnaður vegna nýrra lánasamninga miðist við raunkostnað lánveitanda vegna skjalagerðar skv. fyrirliggjandi gjaldskrá. Slíkt væri mikil búbót fyrir neytendur, enda gjaldtaka lánastofnana oft óhófleg og óréttlát fyrir einstaklinga sem lánþega. Þannig yrði m.a. prósentutengdum lántökugjöldum útrýmt, sem þekkjast varla á öðrum Norðurlöndum og eru beinlínis bönnuð í Svíþjóð, samkvæmt athugun fjármála og efnahagsráðuneytisins í mars 2016. Þetta má athuga sérstaklega í tengslum við lagalegan aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka.
Rétt er að ítreka að það eru fleiri skref sem stíga má til að vernda neytendur gagnvart fjármagnskostnaði, s.s. að aðstaða Íbúðalánasjóðs til útlána verði ekki lakari en annarra lánveitenda, að íhuga vaxtalaus lán Seðlabanka til Íbúðalánasjóðs, Seðlabanka verði heimilt að lána til opinberra aðila, að aðskilja starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka, aukna bindiskyldu útlánastofnana og þar með viðskiptaöryggi viðskiptavina ásamt því að kveða á um að eingöngu viðskiptaskiptabankar njóti innstæðutryggingar sem byggist á lögveði í eignum þeirra.
Heimildir
- Valið efni um verðtryggingu úr Fjármálatíðindum Seðlabanka Íslands, 1957-1995.](https://www.scribd.com/doc/251178320/Fjarmalatiðindi-Verðtrygging)
- Valið efni um verðtryggingu úr ritinu Economic Statistics Quarterly, 1982-1995](https://www.scribd.com/doc/251176008/Economic-Statistics-Quarterly-Indexation)
- Sérrit Seðlabanka Íslands nr. 3: Verðtrygging lánsfjármagns og vaxtastefna á Íslandi, 1998
- Álit nefndar viðskiptaráðuneytis um endurskoðun á verðtryggingarstefnu stjórnvalda, 1998
- Skýrsla starfshóps undir stjórn Jóns Sigurðssonar um ábyrga hagstjórn, vorið 2007
- Skýrsla starfshóps um heimildir fjármálafyrirtækja til gjaldtöku o.fl., desember 2007
- Skýrsla Félagsvísindastofnunar um stöðu neytendamála á Íslandi, 2008
- Skýrsla nefndar á vegum viðskiptaráðherra um fjármálalæsi á Íslandi, febrúar 2009
- Niðurstöður viðhorfskönnunar Capacent í september 2009 um afnám verðtryggingar](http://www.scribd.com/doc/232016479/2009-09-Capacent-Viðhorfskonnun-HH)
- Skýrsla Askar Capital um kosti og galla verðtryggingar á Íslandi, mars 2010
- Sérrit Seðlabanka Íslands nr. 4: Peningastefnan eftir höft, desember 2010.
- Fjármálastöðugleiki 2011/1, einkum kafla 2.2 um stöðu heimilanna sem lántakenda.
- Umræðuskjal Samkeppniseftirlitsins um samkeppni á bankamarkaði, apríl 2011
- Skýrsla verðtryggingarnefndar efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, maí 2011
- Skýrsla svokallaðrar „Vickers-nefndar“ breska þingsins um bankamarkaðinn, september 2011](http://webarchive.nationalarchives.gov.uk/20131003105424/https:/hmt-sanctions.s3.amazonaws.com/ICB%20final%20report/ICB%2520Final%2520Report%5B1%5D.pdf)
- Niðurstöður viðhorfskönnunar Capacent í nóvember 2011 um afnám verðtryggingar](http://www.scribd.com/doc/232019386/2011-11-Capacent-Viðhorfskonnun-HH)
- Greinaröð Ólafs Margeirssonar hagfræðings um verðtryggingu á Íslandi, nóvember 2011
- Rannsóknarritgerð Seðlabanka Íslands nr. 59 um stöðu heimilanna í fjármálahruninu, 2012
- Skýrsla um bætta heildarumgjörð laga og reglna um íslenskt fjármálakerfi, febrúar 2012
- Skýrsla efnahags- og viðskiptaráðherra um framtíðarskipan fjármálakerfisins, mars 2012
- Skýrsla McKinsey & Company: Charting a Growth Path for Iceland, haustið 2012
- Greinargerð með frumvarpi til laga um neytendalán nr. 33/2013, október 2012
- Erindi Ásgeir Jónssonar á Þjóðarspegli Háskóla Íslands, í október 2012](http://hdl.handle.net/1946/13329)
- Úttekt Dr. Ásgeirs Jónssonar um þaksetningu vaxta og verðbóta, desember 2012
- Arev - Hugleiðingar um T-afleiðuna sem samofin er verðtryggðu láni, desember 2012
- Skýrsla Samkeppniseftirlitsins, Fjármálaþjónusta á krossgötum, febrúar 2013
- Rannsóknarskýrsla Jacky Mallett um áhrif verðtryggingar á fjármálakerfið, 2013](http://arxiv.org/abs/1302.4112)
- Skýrsla nefndar um neytendavernd á fjármálamarkaði, apríl 2013
- Skýrsla sérfræðingahóps um höfuðstólslækkun húsnæðislána, nóvember 2013
- Niðurstöður sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar, 2014
og sérálit minnihluta sama sérfræðingahóps, 2014 - Rannsóknarskýrsla evrópsku háskólastofnunarinnar um yfirskuldsetningu neytenda, 2014
- Grein Dr. Elviru Mendez um lánskostnað á Íslandi í Europarättslig tidskrift nr 2 2014
- Grein Dr. Elviru Mendez í International Journal Finance and Banking Studies, 2014](http://www.ssbfnet.com/ojs/index.php/ijfbs/article/view/191)
- Grein Dr. Elviru Mendez um verðtryggingu í Journal of Consumer Policy, 2014](http://link.springer.com/article/10.1007/s10603-014-9277-x)
- Grein Dr. Elviru Mendez í European Journal of Risk Regulation, 2014
- Neytendastofa - Almennar upplýsingar og dæmi um þróun höfuðstóls og greiðslubyrði lána
- Minnisblað fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna frumvarps til laga um fasteignalán, 2016
- Gagnasafn Hagsmunasamtaka heimilanna um verðtryggingu](https://www.scribd.com/collections/4414415/Verðtrygging)
- Gagnasafn Hagsmunasamtaka heimilanna um verðtryggingu
- Hagsmunasamtök heimilanna - frumvarp um afnám verðtryggingar neytendasamninga, 2016](https://www.scribd.com/doc/299082794/2016-Frumvarp-Afnam-Verðtryggingar-Neytendasamninga)
- Umfjöllun á Wikipedia um verðtryggingu](https://is.wikipedia.org/wiki/Verðtrygging)
- Hagstofa Íslands: vísitala neysluverðs
- Umfjöllun á ensku Wikipedia um vaxtaþak](https://en.wikipedia.org/wiki/Adjustable-ratemortgage#Loancaps)
- Umfjöllun bandarísku fjármálaneytendastofnunarinnar um vaxtaþak húsnæðislána.](http://www.consumerfinance.gov/askcfpb/1951/with-an-adjustable-rate-mortgage-arm-what-are-rate-caps-and-how-do-they-work.html)
- [Handbók bandaríska seðlabankans um húsnæðislán með breytilegum vöxtum.](http://www.federalreserve.gov/pubs/arms/arms_english.htm]
- Hagtölur Seðlabanka Íslands (þ. á m. tölur um útlán til heimila)
Tilheyrandi mál: | Afnám verðtryggðra neytendalána og möguleg lækkun fjármagnskostnaðar neytenda |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Hafnað | bjornlevi |