Samþykkt: Stefna: Aukið vægi eftlirlits með framkvæmdavaldinu
Málaflokkur: Gagnsæi / Framkvæmdarvald
Stefna um: Aukið vægi eftirlits með framkvæmdarvaldinu.
Með vísan til grunnstefnu Pírata:
1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
4.1. Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni.
4.2. Píratar telja að gagnsæi eigi mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar
af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvarðanatöku.
Með hliðsjón af:
• Grunnstefnu Pírata, með vísun í lög nr. 37/1993. Stjórnsýslulög, lög nr.
85/1997 um Umboðsmann Alþingis.
Álykta Píratar á Vesturlandi að:
· Settar verði reglur er segja til um aukið vægi eftirlitsheimilda Umboðsmanns Alþingis
með framkvæmdavaldinu.
· Lyktir mála umboðsmanns Alþingis taki enda með þeim hætti að stjórnvöldum sé
skylt samkvæmt ákvæðum laga að fara eftir tilmælum umboðsmanns Alþingis.
Greinargerð.
Eftirlit með framkvæmdarvaldinu og löggjafanum:
Háttsemi og aðgerðir stjórnvalda hafa ítrekað undirstrikað mikilvægi þess að sett sé
upp aukið eftirlit með störfum þess. Mikilvægt er að stjórnvöld geti ekki skorast
undan ábyrgð.
Umboðsmaður Alþingis er löglærður aðili og er hlutverk hans að hafa
eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.
Rökstuðningur:
Með setningu aukins eftirlits á störfum framkvæmdarvaldsins er mun líklegra að slíkt
eftirlit skili betri og lýðræðislegri starfsháttum.
Margir fræðimenn lögfræðinnar hafa
lagt fram, að með því að herða reglur á aðilum stjórnsýslunnar verði menn mun
tregari til að taka ákvarðanir, og muni því mun færri mál skila sér frá þessum aðilum.
Hér er vert að leggja fram tvær spurningar:
Hvort viljum við:
Fá færri ákvarðanir sem eru í samræmi við lög, tryggja rétt borgaranna gagnvart
stjórnvöldum landsins og tryggja vandaða stjórnsýsluhætti?
Eða viljum við fá fleiri illa unnar, vanhugsaðar og rangar ákvarðanir sem margar
hverjar skerða réttindi borgaranna?
Ákvarðanir sem jafnframt fara gegn ákvæðum
laga sem rekja má til slæmra vinnubragða sem á endanum kosta bæði ríkið og almenning, tíma og fjármagn til að fá þessar röngu ákvarðanir leiðréttar.
Athugasemd:
Samkvæmt 2. gr. laga um umboðsmanns Alþingis nr. 85/1997 starfar umboðsmaður Alþingis í umboði Alþingis nafninu samkvæmt.
Þessu ákvæði gæti þurft að breyta og mætti skipun hans fara fram á álíkan hátt og skipun dómara.
Þó er möguleiki að þess þurfi ekki þar sem hann er í störfum sínum óháður fyrirmælum frá öðrum aðilum, þar
með talið frá Alþingi. Fara þyrfti mögulega í breytingar á 10. gr. laga um
umboðsmanns alþingis nr. 85/1997
Lyktir máls.
Ákvæði laganna og ítrekaðir úrskurðir umboðsmanns Alþingis sýna fram á þá staðreynd að aðilar stjórnsýslunnar virðast hafa það í hendi sér hvort farið sé eftir úrskurði umboðsmanns Alþingis sbr.
10. gr. laga um umboðsmanns Alþingis nr.
85/1997
Ef virkt eftirlit með störfum framkvæmdarvaldinu á að virka,verður umboðsmaður Alþingis að hafa heimild í ákvæðum laga til að sjá til þess að málum
ljúki með einhverjum afleiðingum og að réttindi borgaranna séu tryggð.
Út frá eðli þeirra starfa sem framkvæmdavaldið fer með yrði að stíga afar varlega til jarðar. En grundvöllurinn yrði að vera sá að lyktir máls umboðsmanns Alþingis tækju
ekki enda með tilmælum sem aðilar stjórnsýslunnar hefðu í hendi sér hvort þeir fari eftir eða ekki.
Lyktir mála Umboðsmanns Alþingis yrðu að taka enda með þeim hætti
að stjórnvöldum væri skylt samkvæmt ákvæðum laga að fara eftir tilmælum umboðsmanns og þar með yrði ekki eingöngu um ræða leiðbeiningarvald gagnvart stjórnvöldum.
Jafnt hér sem og í öðrum breytingum hvað varðar setningu eftirlits með
framkvæmdavaldinu, yrði að skoða mjög ítarlega ákvæði allra laga sem snúa að þessum aðila.
Með því yrði tryggt að ekki kæmi til árekstra á milli ákvarðana og ákvæða laga. Einnig yrði tryggt að ekki væri í lögum falin undantekning sem losunaraðila stjórnsýslunnar undan þeirri skyldu að farið sé eftir tilmælum eftirlitsaðila.
Stefna þessi vísar til skyldu umboðsmanns Alþingis að fara með hlutverk eftirlitsaðila með störfum framkvæmdavaldsins og lyktir úrskurða hans væru bindandi.
Komist Umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hafi farið gegn lögum og
eða reglugerðum, sé þeim með úrskurði umboðsmanns skylt að taka málið upp aftur
og vinna það í samræmi við þá lagalegu niðurstöðu sem Umboðsmaður Alþingis hefur rakið í sínum úrskurðum.
Fltm. Hafsteinn Sverrisson. Gunnar Jökull Karlsson. Hinrik Konráðsson
Samþykkt einróma á félagsfundi Pírata á vesturlandi þann 14.júlí 2016.
Tilheyrandi mál: | Stefna: Aukið vægi eftlirlits með framkvæmdavaldinu |
---|