Samþykkt: Almenn stefna um útlendinga
Með tilvísun í grunnstefnu Pírata:
Grein §1.1 í grunnstefnu Pírata leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
2.Grein §2.4 Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.Grein § 2.1 í grunnstefnu Pírata að beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
og með hliðsjón af því að...
Frelsi frá mismunun vegna uppruna, þjóðernis, kynþáttar, trúar eða fæðingarstaðar, eru grundvallarréttindi, staðfest í stjórnarskrá Íslands, sem og mannréttindasáttmálum eins og Mannréttindayfirlýsingu SÞ, Mannréttindasáttmála Evrópu og Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem ríkisstjórn Íslands hefur fullgilt.
Álykta Píratar að
1.Landamæri þjóða eru manngerð fyrirbæri sem koma oft í veg fyrir sjálfræði fólks og jafnræði á milli fólks af ólíkum uppruna.
2.Auka beri ferðafrelsi eftir fremsta megni, sérstaklega á milli þjóðríkja. Þetta markmið birtist og er útfært frekar í öðrum stefnumálum, bæði hvað varðar innlend og erlend málefni.
3.Samræma skuli íslenska innflytjendastefnu með það að markmiði að jafnræðis sé gætt gagnvart öllum erlendum ríkisborgurum, hvort sem þeir sækja um hæli eða dvöl, óháð uppruna þeirra.
4.Stefnt sé að sem jöfnustum réttindum, aðgengi og tækifærum alls fólks sem á búsetu á Íslandi.
5.Leitað sé eftir þátttöku og aðild innflytjenda, flóttamanna, hælisleitenda og ríkisfangslausra við ákvarðanatöku, sérstaklega í málefnum sem varða þá.
Greinargerð
Markmið
Þessi stefna setur ramma fyrir aðrar og sérhæfðari stefnur Pírata um útlendinga, sérstaklega þá sem búsettir eru á Íslandi. Hún skýrir jafnfram stefnu flokksins gagnvart alþjóðlegum landamærum og ferðafrelsi. Orðalagið er af ásetningi haft innblásið/huglægt, þar sem um almenna stefnu er að ræða. Sértækari stefna á afmarkaðri sviðum krefst tíma og vinnu sérfræðinga, þar sem fjalla þarf um alþjóðlega samninga og skuldbindingar í því lagaumhverfi sem er til staðar.
Bakgrunnur og tillögur
Íslenska þjóðin er hluti alþjóðlegs samfélags þar sem mörk tungumáls og menningar eru að brotna niður með ýmsum afleiðingum, bæði jákvæðum og neikvæðum. Píratar eru upprunnir úr einni af mest sláandi og jákvæðustu birtingu þess: Internetinu. Internetið sameinar alla þátttakendur og notendur þess í samfélagi án landamæra, annarra en þeirra þar sem staðbundin ritskoðun ríkir.
Áður fyrr heyrði það til undantekninga að fólk flyttist frá því samfélagi sem það fæddist í og enn sjaldgæfara að það flyttist á milli þjóðríkja. Fjöldaflutningar áttu sér helst stað í tengslum við nýlendustefnu, þrælahald eða fólk að leita sér pólitísks hælis. Í sögu Íslands má finna dæmi um pólitíska flóttamenn, þrælahald og fólksflótta sökum náttúruhamfara. Um skamma hríð í sögu mannkyns, frá lokum fyrri heimstyrjaldarinnar, hefur verið komið á ströngum takmörkunum á flutningum fólks og settar staðlaðar reglur sem mismuna aðfluttum miðað við heimamenn. Hins vegar eru vísbendingar um að þessar hömlur fari minnkandi á ný. Ferðafrelsi innan landa er orðið vel staðfestur hluti Mannréttindayfirlýsingar SÞ. Bandalög eins og Schengen-svæðið og Norðurlandaráð hafa sýnt fram á hagkvæmni slíkra samninga þjóða á milli, þar sem samþykki og gagnkvæmur skilningur er lykillinn að velgengni þeirra.
Í dag kjósa margir Íslendingar að yfirgefa landið, rétt eins og margir sem fæddir eru annars staðar kjósa að gera Ísland að heimili sínu. Einnig sækjast margir sem flýja ofsóknir eftir því að búa hér, rétt eins og Íslendingar hafa orðið að flýja til annarra landa í fortíðinni, t.d. vegna náttúruhamfara. Þetta aðkomufólk leggur sitt af mörkum til íslenska samfélags í heild og til nærsamfélaga sinna, rétt eins og íslenskir innflytjendur leggja til samfélaga sinna í öðrum löndum. Hins vegar er þetta aðkomufólk oft arðrænt og því mismunað. Á þessu hagnast þeir fáu sem eru tilbúnir til að arðræna aðra, flestum Íslendingum og innflytjendum til skaða.
Því teljum við að koma eigi eins fram við alla íbúa og ekki sé gert upp á milli fólks eftir uppruna, eftir því sem hægt er. Reynslan hefur kennt okkur að veiting dvalarleyfis ætti að vera samkvæmt ferli sem felur í sér samráð við þá sem búa á staðnum.
Þótt við teljum að takmarkanir á ferðafrelsi fólks séu tímabundið fyrirbæri í alþjóðasamfélaginu, og að við ættum að berjast fyrir því að draga úr þeim, viðurkennum við að stefna í innflytjenda- og landamæramálum ætti að vera ákveðin í lýðræðislegu ferli. Við trúum að innflytjendur hafi margt fram að færa í stjórnmálum en að mikil hætta sé á að þeir einangrist frá þátttöku í þeim. Því leggjum við til að gert verði átak í að veita þeim aðild að allri ákvarðanatöku, sérstaklega þeirri sem varðar þá sjálfa, sem hluti víðtækrar samlögunar við íslenskt samfélag.
Það eru margar hindranir á leið til réttlátara viðhorfs til útlendinga. Alþjóðlegir samningar takmarka sjálfstæði okkar til að setja okkur eigin innflytjendastefnu, okkur er gert að mismuna fólki eftir þjóðerni, hvað varðar aðgang að landinu. Til að yfirstíga þessar hömlur þurfum við e.t.v. að semja upp á nýtt um alþjóðlegar skuldbindingar eða breyta lögum. Í því tilfelli þarf að vanda vel til ferlisins, sem þarf að vera í sátt og með fullri vitund um afleiðingarnar.
Fram til þessa hafa Píratar komið fram sem sá íslenski stjórnmálaflokkur sem leggur mesta áherslu á grundvallarfrelsi, lýðræði og valdeflingu þeirra sem minnst mega sín í íslensku samfélagi. Þessi stefna er nauðsynlegur þáttur þess verkefnis og í samræmi við þær áherslur.
General Policy on Foreigners
With reference to the Pirate Party basic policy
1.Grunnstefna § 1.1 Pirates emphasize critical thinking
and well-informed decisions.
2.Grunnstefna § 2.4 Pirates believe that civil rights
belong to individuals and that the rights of every person
is equally strong.
3.Grunnstefna § 2.1 Pirates exert themselves for the
enhancement and protection of civil rights.
...and considering
Freedom from discrimination based on origin, nationality, race, religion or place of birth is an absolute right, confirmed in statute human rights law such as the Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms codified by Icelandic law, the Universal Declaration of Human Rights and the International Covenant of Civil and Political Rights, ratified by the government of Iceland.
The Pirate Party of Iceland moves
1.That national borders are artificial constructs that often prevent the realisation of personal self-determination and equality between people of different places of origin.
2.That freedom of movement should be increased as much as possible, specifically between nation-states. This aim is reflected and further defined in its domestic and foreign policies.
3.To seek to unify Icelandic immigration policy such that all non-Icelandic citizens applying for residence or asylum are treated equally, irrespective of origin.
4.To aim for the realisation of equal rights and opportunities for all people residing in Iceland.
5.To seek the participation and inclusion of immigrants, refugees, asylum seekers and stateless persons in decision-making, especially in matter concerning them.
Purpose
This policy provides a framework and direction for other policies of the Pirate Party relating to foreigners, particularly those resident in Iceland. It also clarifies the position of the Party on international borders and freedom of movement. The language is intentionally aspirational – changes in specific policy will require time, expert work and social consensus, and there are a number of barriers that must be overcome such as international treaties and obligations in existing legal frameworks.
Background and Proposals
The nation of Iceland is part of a global human community where divisions of language and culture are being broken down, with many positive and negative effects. The Pirate Party has its origins in one of the most striking and positive manifestations: the Internet. The Internet joins all its contributors and users in a community where there are no borders other than those imposed by local censorship. In the past, humans rarely moved from the communities in which they were born, and even more rarely between nation states. Even then, mass migration was most often associated with colonisation, slavery, or seeking refuge. Iceland’s history is a good example, being one of frontier colonisation, the seeking of political asylum, and the import of slaves, and also in latter days, the seeking of environmental refuge in other countries. For a brief period of human history – largely since the First World War – there have been strict controls on human movement and a standardisation of policies to treat immigrants differently from those born in a country. However, there are signs that these restrictions are beginning to diminish again. Freedom to move within a country has become a mostly well-observed part of the Universal Declaration of Human Rights. Also, unions such as the Schengen Area and the Nordic Council have demonstrated the viability of this principle between nations in the modern era, both situations succeeding in large part due to consent and mutual understanding between those residing there.
Today, many people born in Iceland choose to leave it, just as many people born elsewhere choose to make their homes here. There are also some fleeing persecution that wish to live here, just as Icelanders have had to flee to other countries in the past, e.g. due to natural disasters. These newcomers contribute to Icelandic society and the communities they live in, just as our emigrants contribute to society in other places. However, these newcomers are often exploited and treated less well than Icelanders. This benefits those few people willing and able to exploit others, to the detriment of most Icelandic citizens and immigrants alike.
Therefore we think that residents of Iceland should be treated as equally as possible and no distinction should be made according to their origin. Experience has clearly taught us that the granting of residency should be a consensual process involving those already living in a place; whilst we propose that we should not consider restrictions to human movement a permanent feature of our global community, and that we should strive to reduce them, we also believe that immigration and border policy should be democratically decided. We also believe that immigrants have much to contribute in the politics of our common nation and yet are more likely to be disconnected from it. We therefore propose that we make special effort to include them in all decision making, particularly that which affects them, as part of a wider inclusion into Icelandic society.
We also recognise that there are many barriers to the implementation of a more just attitude to foreigners. Existing international treaties surrender our sovereignty over immigration policy, for example that we allow unlimited access to some foreigners, whilst being forced to discriminate against others. Our existing law uses citizenship rather than residency as a principle to divide people in many matters. Overcoming these barriers may require renegotiation of international agreements or changes to the law. If so, this process must be well-considered, consensual and take full account of consequences.
?Thus far, the Pirate Party has shown itself to be the Icelandic political party with the strongest commitment to fundamental freedoms, democratic engagement and the empowerment of those with the least voice in Icelandic society. This policy is a necessary and coherent part of that project.
Tilheyrandi mál: | Almenn stefna um útlendinga |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | elinyr |