Samþykkt: Gjaldeyrismál
Með tilvísun til
greinar 4.5 í grunnstefnu Pírata um forsendur ábyrgðar,
greinar 6.1 í grunnstefnu Pírata um sjálfsákvörðunarrétt
og greina 1, 2 og 4 í stefnu Pírata um gerð hagkerfisins
og með hliðsjón af
erlendri reynslu af hringrásargjaldmiðlum
og tillögum hópsins Betra Peningakerfi
álykta Píratar eftirfarandi:
Breyta skal eða fella niður 154. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þannig að útgáfa hliðargjaldmiðla verði heimil.
Greiða ber fyrir því að slíkir hliðargjaldmiðlar nýtist til greiðslumiðlunar.
Kanna skal kosti og framkvæmanleika þess að breyta útgáfufyrirkomulagi íslensku krónunnar í heildarforðakerfi.
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál: | Gjaldeyrismál |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | odin |