Tillaga: Ríkissjóður og skattheimta
Með tilvísun til
greina 4.3 og 4.4 í grunnstefnu Pírata um aðgengi að upplýsingum,
- kafla grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt
og 3. greinar í stefnu Pírata um gerð hagkerfisins;
og með hliðsjón af
takmörkuðu aðgengi að vandlega sundurgreinanlegum upplýsingum um tekjur og útgjöld ríkissjóðs
og nær algjörum skorti á aðkomu almennings að fjárlagagerð
álykta Píratar eftirfarandi:
Bókhald ríkissjóðs og ríkisstofnana skal gert aðgengilegt á tölvutæku formi að því marki sem sjónarmið persónuverndar leyfa.
Mögulegt verður að vera að sundurgreina tekjur ríkissjóðs og útgjöld eftir sveitarfélögum.
Stefnt skal að því að tekjur ríkissjóðs og útgjöld hans séu í samræmi í hverjum landsfjórðungi.
Skylda skal fjármálaráðuneyti til að útbúa sérstakan og skýran farveg fyrir athugasemdir frá almenningi varðandi fjárlög sem skal vera virkur á öllum stigum málsins.
Við alla álagningu skatta skal áhersla lögð á að skatturinn sé sýnilegur og skiljanlegur greiðanda.