Samþykkt: Samkeppnismál
Með tilvísun til
greinar 2.4 í grunnstefnu Pírata um jöfn réttindi,
greinar 6.1 í grunnstefnu Pírata um ákvarðanatökurétt hvers og eins,
greinar 6.3 í grunnstefnu Pírata um að dregið skuli úr miðstýringu
og greinar 4 í stefnu Pírata um gerð hagkerfisins
og með hliðsjón af
þeirri skerðingu sem verður á möguleikum einstaklinga til að taka ákvarðanir á samþjöppuðum markaði
og vissri sérstöðu dreifingar og þjónustustarfsemi
álykta Píratar eftirfarandi:
Gera skal ráðstafanir til að draga úr samþjöppun á markaði sem er líkleg til að skerða möguleika kaupenda á að velja milli vörutegunda eða þjónustuveitenda.
Gera skal ráðstafanir til að tryggja getu nýrra aðila til að taka þátt í markaði.
Sérstaklega skal tryggt að ekki sé unnt að nýta tryggingar eða niðurgreiðslur frá ríkinu til að skapa sér hagstæða markaðsaðstöðu á sviði sem ekki tengist umræddri tryggingu eða greiðslum beint.
Tilheyrandi mál: | Samkeppnismál |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | odin |