Samþykkt: Stéttarfélög og vinnudeilur
Með tilvísun til
greinar 2.1 um eflingu borgararéttinda í grunnstefnu Pírata,
greina 4.5 og 6.1 um ákvarðanatökurétt hvers og eins í grunnstefnu Pírata
og greinar 6.3 um minnkun miðstýringar
og með hliðsjón af
lögum 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur,
- greinar laga 33/1944, stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands,
- greinar þingskjals 510 á 141. löggjafarþingi, frumvarps til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands
álykta Píratar eftirfarandi:
Breyta skal 1. og 2. grein laga 80/1938 þannig að heimilt verði að stofna verkalýðsfélög á öðrum grundvelli en starfsstéttar og á óbundnu starfssvæði.
Breyta skal II. kafla laga 80/1938 þannig að vinnustöðvanir séu heimilar í öðrum tilgangi en þeim einum sem viðkemur hreinum kjaradeilum.
Afnema skal sérstaka stöðu Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í lögum.
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál: | Stéttarfélög og vinnudeilur |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | odin |