Tillaga: Sértæk skólastefna, leikskólar
Sértæk skólastefna, leikskólar
MEÐ TILVÍSUN Í GRUNNSTEFNU PÍRATA
1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
1.4 Réttur einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir skal aldrei skertur.
2.4 Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
4.2 Píratar telja gegnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku.
4.4 Upplýsingar skulu vera aðgengilegar á opnum gagnasniðum, á því formi sem er hentugast upp á notagildi upplýsinganna.
4.5 Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir._
OG MEÐ HLIÐSJÓN AF:
Almennri menntastefnu Pírata
26. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna
76. gr. Stjórnarskrár Íslands
4. gr. Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna til ársins 2030.
ÁLYKTA PÍRATAR:
1. Hlutverk leikskóla er umönnun, félagsleg þjálfun og menntun sem fer fram í leik.
2. Leikskólar þurfa að hafa á að skipa kennurum sem eru færir um að leiðbeina börnum í námi af því tagi sem hentar þessu skólastigi.
3. Tryggja skal að leikskólar séu vel mannaðir svo hægt sé að halda uppi faglegu leikskólastarfi þrátt fyrir mögulega manneklu starfsfólks t.d. vegna veikinda.
4. Skapa skal aðstæður fyrir snemmtæka íhlutun hjá börnum.
5. Tryggja skal að nánasta námsumhverfi barna sé á íslensku og aðgangur að íslenskri menningarlegri arfleifð.
GREINARGERÐ:
Taka verður þessa grein út vegna misskilnings á hvað felst í Námsmati barna á leikskólaaldri. Námsmat þjónar mikilvægum tilgangi í þroskamati á börnum, þegar þau færast á milli skólastiga og við undirbúning barna fyrir grunnskólastigið. Hæfniviðmið eru lögð til grundvallar mati á námi barnanna líkt og kemur fram í kafla námskrárinnar um námssviðin og um mat á námi og velferð barna. Þar má sjá að mat felst ekki í stöðluðum einkunum né í prófum heldur getur birst í ólíkum formum eins og ferilmöppu barnsins eða persónumöppu þar sem sjá má þroska framfarir barnsins og núverandi stöðu. Þetta er skilgreint sem námsmat. Þessi, eða sambærileg skráning yfir stöðu barnsins er upplýsingaskráning sem er miðlað á milli.
Einnig er námsmat notað til þroskamats, t.a.m með Hljóm-2 prófi, EFI-2, TRAS. En kjarni þeirra felst í samanburðar skoðun við önnur börn út frá ákveðnum stöðlum. Í raun gengur þetta gegn grunnstefnu Pírata 1.1 um vel upplýsta ákvörðunartöku.Í lögum 87/2008 um ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla segir að minnst 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skuli skipuð menntuðum leikskólakennurum. Því fer víðs fjarri að þessu marki sé náð, til dæmis í Reykjavík, þótt það sé afar misjafnt eftir sveitarfélögum. Því þurfa stjórnvöld að beita sér fyrir því að þessu sé kippt í liðinn.
Komið hefur fram í starfsmannakönnunum hjá Reykjavíkurborg að aðal óánægjuþáttur starfsfólks skóla- og frístundasviðs sé of mikið álag í starfi. Þetta kemur gjarnan upp þegar starfsfólk veikist og ekki er gert ráð fyrir auka starfsfólki til þess að leysa starfsfólk af. Mikilvægt er að koma á afleysingaþjónustu eins og er t.d. algengt í Danmörku fyrir leikskóla landsins sem gæti stuðlað að aukinni þátttöku ungs fólks í leikskólastarfi og dregið úr álagi starfsfólks.
Snemmtæk íhlutun felst í því að brugðist er við um leið og rökstuddur grunur vaknar um málþroskafrávik hjá ungum börnum. Leitast er við að draga úr erfiðleikum sem barnið kann að lenda í síðar meir. T.a.m þegar kemur að greiningu og úrvinnslu með börnum á einhverfurófinu eða þegar læsisvandamál koma upp.
Flýta fyrir greiningarferli og stytta tíma frá greiningu til upphaf meðferðar.Það hefur verið vandamál að einungis erlent starfsfólk er á deildum hjá börnum. Þetta veldur vanlíðan, vanskilning, takmörkuðum skilning í samskiptum foreldra og leikskóla, meiri hættu á að vandamál, t.d málþroski greinist síðar.
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | AlbertSvan | |
2 | Tillaga | Arnaldur |