Samþykkt: Umboðsmaður sjúklinga
Umboðsmaður sjúklinga
MEÐ TILVÍSUN Í GRUNNSTEFNU PÍRATA
1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
2.2 Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda.
4.2 Píratar telja gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku.
4.3 Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi.
4.5 Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir.
6.1 Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
OG MEÐ HLIÐSJÓN AF:
Almennri heilbrigðisstefnu Pírata
Velferðar- og félagsmálastefnu Pírata.
ÁLYKTA PÍRATAR AÐ:
1. Umboðsmaður sjúklinga skal vera upplýsingamiðlari og þjónustuaðili fyrir sjúklinga, ásamt því að vera til aðstoðar og leiðbeiningar varðandi réttindi þeirra.
2. Umboðsmaður sjúklinga aðstoðar notendur heilbrigðisþjónustu og aðstandendur þeirra endurgjaldslaust með símaþjónustu, vefþjónustu og bréfleiðis, þar sem sjúklingar geta fengið faglegar ábendingar og leiðbeiningar um hvert það á að snúa sér í heilbrigðis- og tryggingakerfum, ásamt því að leiðbeina sjúklingum sem ekki eru færir sjálfir um að leita réttar síns sökum veikinda.
3. Markviss útgáfa verður á fræðandi og leiðbeinandi efni, bæði fyrir þá sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda og aðstandendur þeirra. Einnig verða birt forvarnar- og varnarorð varðandi heilsurækt til almennra borgara í gegnum fjölmiðla, ljósvakamiðla og vefmiðla.
4. Umboðsmaður sjúklinga skal annast eftirlitshlutverk gagnvart heilbrigðisþjónustu og Landslækni, m.a. með söfnun á markvissri tölfræði og miðlun hennar.
5. Þar sem því er komið við skal þjónusta embættis umboðsmanns sjúklinga gerast með rafrænum hætti og án tafar.
6. Umboðsmaður sjúklinga skal móta stefnu sína með jafnræði og sanngirni að leiðarljósi og í viðeigandi tilfellum með hagsmunasamtökum sjúklinga.
7. Umboðsmaður sjúklinga skal taka við kvörtunum/kærum sem berast vegna heilbrigðisþjónustu og vinna úr þeim á eins skömmum tíma og mögulegt er, en þó eigi síðar en 90 dögum eftir að kvörtun/kæra er lögð fram.
8. Ef hagsmunaárekstar myndast vegna kærumála eða kvartana skal embætti umboðsmanns fá óháðan aðila til að skera úr um kæru eða kvörtun innan 120 daga.
Tilheyrandi mál: | Umboðsmaður sjúklinga |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | AlbertSvan |