Samþykkt: Stytting vinnutíma
Með tilvísun til
- greinar stefnu Pírata varðandi gerð hagkerfisins;
og með hliðsjón af
lögum 88/1971 um 40 stunda vinnuviku
og tillögum Lýðræðisfélagsins Öldu um styttingu vinnuvikunnar
álykta Píratar eftirfarandi:
Breyta skal lögbundinni vinnuviku úr 40 tímum í 35 tíma með breytingu á lögum 88/1971.
Ekki skal heimilt að lækka mánaðarkaup á móti þessari breytingu.
Fylgst verði með áhrifum þessarar breytingar á hagkerfið, og ákvörðun tekin um frekari styttingu vinnuvikunnar að tveimur árum liðnum.
Að öðru leyti ber að endurskoða löggjöf þannig að sveigjanlegur vinnutími sé ekki óheppilegri kostur fyrir starfsmenn en fastur vinnutími, hvorki hvað varðar kjör né réttindi.
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál: | Stytting vinnutíma |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | odin |