Samþykkt: Lagabreytingartillaga um Úrskurðarnefnd
Grein 8. Hljómar nú:
8.1. Ágreining um framkvæmd, túlkun og brot á lögum þessum skal vísa til úrskurðarnefndar sem úrskurðar í málinu.
Hljómi eftir breytingu:
8.1. Ágreining um framkvæmd, túlkun og brot á lögum þessum, lögum aðildarfélaga Pírata, reglum starfshópa, verklagsreglum og öðrum formlegum ferlum skal vísa til úrskurðarnefndar sem úrskurðar í málinu.
og
Greinin hljómar nú:
8.4. Úrskurðarnefnd tekur ákvarðanir aðeins í samræmi við lög félagsins og landslög.
Hljómi eftir breytingu:
8.4. Úrskurðarnefnd tekur ákvarðanir aðeins í samræmi við lög félagsins og landslög og leitar álits sérfræðinga á hverju sviði þegar þess gerist þörf.
Tilheyrandi mál: | Lagabreytingartillaga um Úrskurðarnefnd |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | thorlaug | Í starfi flokksins gerist stundum að upp kemur ágreningur um fleira en lög flokksins s.s. reglur kjördæmisráða og aðildarfélagsstjórna og þá höfum við engan "default" úrskurðaraðila sem er hægt að beina málum til eins og með lög félagsins. |