Stefna um stjórnskipunarlög
Með tilvísun til
greinar 2.1 í grunnstefnu Pírata um eflingu borgararéttinda
greinar 2.3 í grunnstefnu Pírata um vörn þeirra réttinda sem þegar eru til staðar
og með hliðsjón af
lögum nr. 33/1944, stjórnarskrá lýðveldisins Íslands,
frumvarpi Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá,
þeirri staðreynd að æskilegt sé að texti laganna endurspegli raunverulega framkvæmd þeirra
og sögu tilrauna til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins, sem upphaflega var samþykkt til bráðabirgða
álykta Píratar eftirfarandi:
- Samþykkja skal frumvarp til stjórnskipunarlaga sem er samhljóða frumvarpi Stjórnlagaráðs í öllum efnisatriðum.
Tilheyrandi mál: | Stjórnskipunarlög |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Úrelt | odin | |
2 | Samþykkt | odin | Í þessari breytingartillögu felst engin efnisleg breyting. Tilgangur hennar er eingöngu að samræma orðalag stefnunnar við ályktun aðalfundar Pírata 2015 og orðalagið í fyrstu spurningu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. okt. 2012. Með samræmdu orðalagi eru minni líkur á að stefnan sé mistúlkuð eða misskilin. |