Breytingartillaga á gr. 7.12 í lögum Pírata
Við gr. 7.12 bætist eftirfarandi málsgrein:
“Sé innan við ár eftir af kjörtímabili sætis sem kosið er í á aukaaðalfundi telst sá tími ekki með þegar samfleytt seta í framkvæmdaráði er talin skv. gr. 7.5”
Tilheyrandi mál: | Breytingartillaga á gr. 7.12 í lögum Pírata |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Hafnað | Bergthor | Greinargerð: Þegar kosið er um laus sæti í framkvæmdaráði á aukaaðalfundi sitja nýkjörnir fulltrúar ráðsins út það kjörtímabil sem fyrri fulltrúi átti að sitja. Ef tiltölulega stutt er til þess aðalfundar þar sem kjörið er í það sæti er ekki sanngjarnt gagnvart hinum nýja fulltrúa að sá tími telji með þegar hámarks lengd samfleyttar setu í framkvæmdaráði er talin. Hér er því lagt til að ef innan við ár er til þess reglulega aðalfundar félagsins þar sem kosið er að nýju um stöðuna þá telji sá tími ekki með þegar samfleytt seta í ráðinu er talin. Ef það er meira en ár fram að næsta reglulega aðalfundi þar sem kosið er um þá stöðu þá telur það sem eitt kjörtímabil. Núgildandi gr. 7.12 er orðuð svona: |