Breytingartillaga á gr. 7.12 í lögum Pírata

Tillögu þessari hefur verið hafnað með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál:Breytingartillaga á gr. 7.12 í lögum Pírata

Útgáfur

# Staða Höfundur Lýsing
1 Hafnað Bergthor

Greinargerð:

Þegar kosið er um laus sæti í framkvæmdaráði á aukaaðalfundi sitja nýkjörnir fulltrúar ráðsins út það kjörtímabil sem fyrri fulltrúi átti að sitja. Ef tiltölulega stutt er til þess aðalfundar þar sem kjörið er í það sæti er ekki sanngjarnt gagnvart hinum nýja fulltrúa að sá tími telji með þegar hámarks lengd samfleyttar setu í framkvæmdaráði er talin.
Það er líka letjandi fyrir fólk að bjóða sig fram í framkvæmdaráð undir þessum aðstæðum ef sá tími er talinn með. Einhvers staðar þurfa þó að vera mörk á hvað teljist stuttur tími.

Hér er því lagt til að ef innan við ár er til þess reglulega aðalfundar félagsins þar sem kosið er að nýju um stöðuna þá telji sá tími ekki með þegar samfleytt seta í ráðinu er talin. Ef það er meira en ár fram að næsta reglulega aðalfundi þar sem kosið er um þá stöðu þá telur það sem eitt kjörtímabil.

Núgildandi gr. 7.12 er orðuð svona:
7.12. Nú fer einhver varanlega úr framkvæmdaráði skal ráðið engu að síður teljast löglegt á meðan að minnsta kosti sex meðlimir sitja áfram í því. Fari fjöldi meðlima framkvæmdaráðs niður fyrir þá tölu skal boða aukaaðalfund. Efni þess fundar skal vera kosning í laus sæti í ráðinu. Fulltrúar kjörnir á þeim fundi sitja út kjörtímabila þeirra sem þeir koma í staðinn fyrir. Skal beita hlutkesti til að ákvarða hvoru kjörtímabilinu nýkjörinn fulltrúi tilheyrir gerist þess þörf.