Tillaga: Skuldamál heimila og fyrirtækja
Með tilvísan í:<br /><br />Grunnstefnu Pírata númer:<br />- 2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.<br />- 2.3 Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.<br />- 2.4 Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.<br /><br />Með hliðsjón af:<br /><br />I. Dómi Hæstaréttar frá 16. september 2010 (mál nr. 471/2010) sem segir gengistryggð lán ólögleg.<br /><br />II. Lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga 1936 nr. 7, sem segja að lántakandinn skuli njóta vafans.<br /><br />Álykta Píratar:<br /><br />1. Framfylgja skal dómum og lögum sem tryggja hagsmuni lántakenda. Píratar munu styðja lántakendur í að sækja rétt sinn.<br />2. Lyklalög skulu heimila lántakendum að gera upp húsnæðislán með því að afsala sér fasteigninni til bankans. Slík leið skal vera opin fyrir lántakendur sem kjósa að fá forsendubrest hrunsins leiðréttan hratt og örugglega.<br />3. Málsóknir eru réttlát leið fyrir lántakendur sem vilja fá lán sín lækkuð lögum samkvæmt og skulu vera öllum opin óháð efnahag.<br />4. Venjulegt fólk skal ekki gert gjaldþrota vegna bankahruns sem lánveitandi þeirra orsakaði.<br />
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | odin | |
2 | Tillaga | gpk | Laga formatting ... |
3 | Tillaga | jonas |
|
4 | Tillaga | Skizzo | Er sammála Jonas í varðandi lið 2.4 (sem á í raun að vera 2.3) |
5 | Tillaga | peturgk | Ég er einnig sammála Jónasi, að öðru leiti finnst mér þetta einföld og góð lausn. |
6 | Tillaga | siggae | sammála jonasi með lið 2.4. annars ánægð með þetta |
7 | Tillaga | jonarnarr | Er ekki einfaldast að fella niður orðið"Venjulegt"? Þannig verður liður 4. Fólk skal ekki gert gjaldþrota vegna bankahruns sem lánveitandi þeirra orsakaði. |