Samþykkt: Aukaaðalfundur Pírata
Á félagsfundir þann 22.október voru lagðar til nokkrar tillögur um framhald á starfi framkvæmdaráðs. Úr fundinum var kosið um nokkrar tillögur sem sjá má í fundargerð að neðan. Samþykktar tillögur voru teknar saman og settar til kosninga í kosningakerfið. Tillögurnar eru í tveimur liðum:
Tillögur
4.Ráðið starfi áfram um sinn og boði til aukaaðalfundar í febrúar.
5.Framkvæmdaráð skal sjá til þess að fram fari innan félagsins endurskoðun á strúktúr og leiðum til samtals innan flokksins.
Greinargerð:
Á fundi framkvæmdaráðs þann 17.október sl. var kosið í stöður innan framkvæmdaráðs eftir samtal við fundargesti. Fundargerð er meðfylgjandi. Samkvæmt lögum Pírata 7.4.1. segir sem svo: 7.4.1. Hafi framkvæmdaráð ekki komið sér saman um formann eftir tvo löglega framkvæmdaráðsfundi skal fara fram kosning meðal allra félagsmanna um formannsembættið í rafrænu kosningakerfi félagsins. Með vísan í meðfylgjandi fundargerð kaus framkvæmdaráð í hlutverk sem svo:
Pétur Óli Þorvaldsson var kosinn formaður
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir var kosin ritari
Unnar Þór Sæmundsson var kosinn gjaldkeri
Valgerður Árnadóttir var kosin alþjóðafulltrúi
Framkvæmdaráð náði því að skipa í hlutverk á öðrum formlegum fundi framkvæmdaráðs. Vegna aðstæðna vildi framkvæmdaráð eiga samtal við félagsfólk um framhaldið og var því
þann 22.október 2018 haldinn félagsfundur í Tortuga, félagsheimili Pírata.
Tilgangur fundarins var að framkvæmdaráð vildi eiga samtal við félagsmenn vegna þeirrar stöðu að sex aðilar sitja í framkvæmdaráði of fjórir aðilar sögðu sig frá því en fullmannað framkvæmdaráð skipar tíu aðilum.
Samkvæmt lögum 7.12. er framkvæmdaráð enn fullgilt en þar segir svo: Nú fer einhver varanlega úr framkvæmdaráði skal ráðið engu að síður teljast löglegt á meðan að minnsta kosti sex meðlimir sitja áfram í því.
Fari fjöldi meðlima framkvæmdaráðs niður fyrir þá tölu skal boða aukaaðalfund. Efni þess fundar skal vera kosning í laus sæti í ráðinu. Fulltrúar kjörnir á þeim fundi sitja út kjörtímabila þeirra sem þeir koma í staðinn fyrir. Skal beita hlutkesti til að ákvarða hvoru kjörtímabilinu nýkjörinn fulltrúi tilheyrir gerist þess þörf.
Samkvæmt lögum Pírata 4.5. er hægt að leggja fram tillögu um að boða til auka-aðalfundar. Slík tillaga skal koma fram í fundarboði. Fundarboð þess efni var sent á félagsfólk þann 15.október síðastliðinn. Þar segir einni að sé hún samþykkt á félagsfundinum skal hún sett í kosningu í kosningakerfi Pírata til samþykktar eða synjunar.
Markmið fundarins var að fundargestir myndu kjósa um niðurstöðu hans. Á fundinum voru eftirfarandi tillögur lagðar fyrir:
1. Framkvæmdaráðið heldur áfram fram að næsta aðalfundi
2. Kosið verður í ráðið á aukaaðalfundi
3. Öll í ráðinu segja af sér og kosið verði aftur á aukaaðalfundi
4. Ráðið starfi áfram um sinn og boði til aðalfundar eftir örlítinn tíma t.d. tvo mánuð en vinni á meðan tillögur að og leiðum til samtals innan flokksins um það verkefni.
Gerðar voru breytingartillögur og orðalagi og efnislegu innihaldi tillagnanna og eftir stöðu tvær tillögur sem greint er frá hér að ofan og kaus fundurinn um að yrði vísað til kosninga í kosningakerfinu.
Meðfylgjandi eru fundargerðir félagsfundarins þann 22.október og fundur framkvæmdaráðs þann 17.október sl.
Fundargerð 17.október :
https://docs.google.com/document/d/1m3HsXB1PbsFoOxtmH87x1azuJWu4kqfGYvNczhGbaEE/edit?usp=sharing
Fundargerð 22.október:
https://docs.google.com/document/d/1m3HsXB1PbsFoOxtmH87x1azuJWu4kqfGYvNczhGbaEE/edit?usp=sharing
Tilheyrandi mál: | Aukaaðalfundur Pírata |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | elinyr |