Samþykkt: Lagabreyting: Umhverfishugsun við samþykkt reikninga
Lagabreyting
um umhverfishugsun við samþykkt reikninga
Á eftir grein 12.3 kemur ný grein, 12.4, sem orðast svo: „Innkaup, aðgerðir og verkefni skulu framkvæmd með það í huga að þau skilji eftir eins lítil umhverfis og náttúruspjöll og kostur er, skal það haft í huga við samþykkt reikninga.“
Númer annara lagagreina breytast til samræmis.
Greinargerð
Almennt eru augu fólks að opnast fyrir því að það þarf að taka sig verulega á í allri umgengni um náttúrunnar. Framkvæmdir og áhrif okkar hér á jörð valda miklum neikvæðum áhrifum og þessu þarf að snúa við ef þessi hnöttur á að vera byggilegur fyrir afkomendur okkar um ókomna tíð. Ábyrgðin er ekki síst hjá okkur hverju og einu og allt sem hægt er að gera hversu smávægilegt sem það er telur.
Í framtíðinni munu vafalaust verða sér kafla í lögum félaga og fyrirtækja um sjálfbærni og umhverfisvernd og sést vísir að því sumstaðar.
Vonandi verður það rætt nánar og settur sér kafli í lögin síðar. Hér er hins vegar lagt til að fyrsta stigið í þessa átt verði samþykkt. Talið er rétt að tengja þetta fjárútlátum. Með því ætti að þróast sú hugsun hjá flokknum að áður en hlutir eru framkvæmdir þurfi að huga að hvort að fjármunir verði samþykktir fyrir framkvæmdinni og þá ætti umhverfisjónarmiðið að telja sem eitt af meginatriðunum.
Tilheyrandi mál: | Lagabreyting: Umhverfishugsun við samþykkt reikninga |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | Jassi |