Stefna um þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi orkumálastefnu ESB
Með tilvísun í:
Greinar §1 í grunnstefnu Pírata um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu
Greinar §4 í grunnstefnu Pírata um að Píratar telji að gagnsæi og upplýsingaaðgengilegi
Greinar §6 í grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt.
Og með hliðsjón af:
Tillögu til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 149. löggjafarþing, þingskjal 1237 – 777. Mál https://www.althingi.is/altext/pdf/149/s/1237.pdf
Tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn) https://www.althingi.is/altext/149/s/1356.html
Álykta Píratar að:
Setja skuli í þjóðaratkvæðagreiðslu öll lög er tengjast innleiðingu á orkumálastefnu Evrópubandalagsins og þingmönnum beri að fylgja þeirri afstöðu sem þjóðin tekur í slíkri kosningu.
Þriðji orkupakkinn skv. þingskjali 1237-777, skuli lagður í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar áreiðanlegrar upplýsingagjafar skv. upplýsingaskyldu stjórnvalda, þar sem:
i) staðreyndir og álitamál eru reifuð með hlutlausum hætti og
ii) allar lagabreytingar sem þarf til innleiðingar orkupakkans skýrðar.
Þingmönnum beri að fylgja þeirri afstöðu sem þjóðin tekur í þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann.
Greinargerð
Þriðji orkupakkinn hefur verið til umræðu á Alþingi Íslendinga síðan 1. apríl 2019. Gerðar hafa verið ítrekaðar skoðanakannanir á þessu tímabili um vilja þjóðarinnar í málinu sem hafa gefið til kynna að meirihluti þeirra sem taka afstöðu eru á móti því að samþykkja orkupakkann. Á sama tíma er ljóst að gögn og upplýsingar í almennri umræðu eru nokkuð misvísandi og tilfinningarík. Þar sem þingheimur hefur lýst því yfir að hann ætli sér að kjósa með orkupakkanum er ómögulegt annað en að senda þetta umdeilda mál í þjóðaratkvæðagreiðslu sem þingi ber í kjölfarið að fylgja.
Málið varðar orkuauðlindir þjóðarinnar og þjóðin hafi óskoraðan rétt til að sýsla um eigin auðlindir. Í ljósi þess að ný stjórnarskrá með sterku auðlindaákvæði hefur ekki tekið gildi, þrátt fyrir skýran vilja þjóðarinnar þar um, sbr. niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu frá 2012, þá er eðlilegt að þjóðin fái síðasta orðið.
Píratar hafa ekki samþykkta stefnu í málinu sem kjörnir fulltrúar geta stuðst við. Krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu um orkumálastefnu Evrópu er í fullu samræmi við grunnstefnu Pírata og rúmar ólíkar skoðanir félagsfólks á málinu sjálfu.
Tilheyrandi mál: | Stefna um þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi orkumálastefnu ESB |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Hafnað | AlbertSvan |