Samþykkt: Landbúnaður

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál:Landbúnaðarmál

Útgáfur

# Staða Höfundur Lýsing
1 Samþykkt smari

2 Tillaga smari

3 Tillaga smari

4 Tillaga jack

Þarna finnst mér að mætti bæta við að styðja við bakið á lífrænum búskap hvort heldur það er í hefðbundnum búskap, alifuglarækt, svínarækt eða grænmetisræktun.
Æ fleiri erlend ríki eru farin að leggja mikla áherzlu á þessi mál og við megum ekki dragast aftur úr í þeim efnum enda neytendur farnir að gera mun meiri kröfur til lífrænt ræktaðra matvæla og kjósa þau frekar ef þau eru í boði.

5 Tillaga alla

Ég mæli með orðalagsbreytingu af því mér finnst 'einbeita sér' eiga við eitthvað sem einstaklingur gerir. Í staðinn mætti segja "og leggja áherslu rfekar áherslu á skattaafslætti og verkefnatengda styrki..."

6 Tillaga Katla

Ég er sammála Jack.daniels, framleiðsluræktun dýra er eitthvað sem Píratar mættu taka sterka afstöðu gegn. Að styrkja lífrænan búskap væri mjög flott að sjá í stefnunni.

7 Tillaga valli57

Íslenskur landbúnaður hefur í áratugi verið gísl hafta og reglugerða sem hafa drepið niður allt frumkvæði og framþróun, með því að gefa bændum kost á að framleiða til samræmis við getu og opna á sama tíma opinn uppboðsmarkað fyrir vörur þeirra mun verða til eðlileg verðmyndun sem og myndast jafnvægi í framleiðslu og eftirspurn.
Forræðishyggja hefur í áratugi eyðilagt Íslenskan landbúnað og allskonar kvaðir dregið allan mátt úr duglegum og framtakssömum bændum, með því að endurskoða þá áþján sem margar þessar reglur og kvaðir leggja á landbúnað mætti hugsanlega vekja þá stóriðju sem Íslenskur landbúnaður getur orðið og umbylta honum í gjaldeyrisskapandi útflutningsiðnað í stað styrkja bagga á ríkissjóð.
Jafnframt verður að gæta þess að Íslenskur landbúnaður verði aldrei þannig að velferð dýra líði fyrir sem og að iðnaðarbú yfirtaki ekki heilu landsfjórðungana án þess þó að koma í veg fyrir oflugan og heilbrigðan rekstur býla.

8 Hafnað bjornlevi

Samþykkt á félagsfundi 11.05.2016