Tillaga: Landbúnaður
Með hliðsjón af:
Grunnstefnu Pírata gr. 2.4: Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
Grunnstefnu Pírata gr. 6.3: „Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast.“
Þeirri staðreynd að endurnýjun í landbúnaði á Íslandi er lítil og fáliðun mikil (Heimild: Hagstofa Íslands, Laun, tekjur og vinnumarkaður 1991-2012)
Álykta Píratar hér með:
Stefnt verði á að gefa alla framleiðslu landbúnaðarafurða frjálsa, en samt bundna við beitarþol lands ef um grasbíta er að ræða sem og samræmi við dýraverndarlög.
Lögum verði breytt til að auðvelda sölu beint frá býli og sölu afurða á minni mörkuðum.
Komið verði á fót opnum rafrænum markaði fyrir landbúnaðarvörur og skal upprunamerkja allar vörur sem og landsmerkja það sem færi til útflutnings
Farið verði yfir lög og reglugerðir um sölu landbúnaðarafurða til að tryggja eðlilega samkeppnisstöðu og jafnræði framleiðenda
Samkeppnislög nái einnig yfir framleiðslu og sölu mjólkurafurða.
Endurskoðuð sé tilvist sauðfjárveikivarnagirðinga og sjúkdómsvarnir húsdýra með tilliti til nýjustu rannsókna og þekkingar á því sviði, jafnframt verði leyfð slátrun í færanlegum sláturstöðvum.
Lítil nýliðun er í landbúnaði á Íslandi. Píratar vilja auðvelda bændum að komast inn í greinina t.d. með hagstæðum lánum til jarðarkaupa og til stækkunar búa
Bændur með framleiðslu borgi sama verð fyrir raforku og aðrir stórnotendur, þá verði hætt að niðurgreiða skógrækt bænda úr ríkissjóð en komið á fót orkusjóð sem veiti hagstæða lánafyrirgreiðslu til uppsetningar á varmaskiptum ásamt vind og sólarorkuvinnslu á köldum svæðum til sveita.
Styrkjakerfi landbúnaðarins verður að endurskoða frá grunni og greiða styrki beint til bænda, en ekki framleiðenda eða samtaka bænda. Draga þarf úr framleiðslustyrkjum, sér í lagi til stórra iðnaðarbýla og einbeita sér frekar að verkefnatengdum styrkjum til framþróunar og frumkvöðlastarfsemi til sveita og í hinum dreifðu byggðum landsins.
Vernda skal sér íslenska búfjárstofna; s.s. forystufé, landnámshænur og sér í lagi íslensku geitina t.d. með því að veita styrk af ákveðinni upphæð fyrir hverja skepnu upp að vissu marki.
Hvatt skal til rannsókna, söfnunar og varðveislu erfðaefna til að koma í veg fyrir skyldleikaræktun og erfðaefna taps í bæði villtum stofnum sem og húsdýrum.
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | smari | |
2 | Tillaga | smari | |
3 | Tillaga | smari | |
4 | Tillaga | jack | Þarna finnst mér að mætti bæta við að styðja við bakið á lífrænum búskap hvort heldur það er í hefðbundnum búskap, alifuglarækt, svínarækt eða grænmetisræktun. |
5 | Tillaga | alla | Ég mæli með orðalagsbreytingu af því mér finnst 'einbeita sér' eiga við eitthvað sem einstaklingur gerir. Í staðinn mætti segja "og leggja áherslu rfekar áherslu á skattaafslætti og verkefnatengda styrki..." |
6 | Tillaga | Katla | Ég er sammála Jack.daniels, framleiðsluræktun dýra er eitthvað sem Píratar mættu taka sterka afstöðu gegn. Að styrkja lífrænan búskap væri mjög flott að sjá í stefnunni. |
7 | Tillaga | valli57 | Íslenskur landbúnaður hefur í áratugi verið gísl hafta og reglugerða sem hafa drepið niður allt frumkvæði og framþróun, með því að gefa bændum kost á að framleiða til samræmis við getu og opna á sama tíma opinn uppboðsmarkað fyrir vörur þeirra mun verða til eðlileg verðmyndun sem og myndast jafnvægi í framleiðslu og eftirspurn. |
8 | Hafnað | bjornlevi | Samþykkt á félagsfundi 11.05.2016 |