Tillaga: Innflutningur á matvælum
Með hliðsjón af:
Grunnstefnu Pírata: 1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir, 6.1 Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá og 6.3: Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast.
Grein eftir Jóhannes Gunnarsson, formann Neytendasamtakanna „Um innflutning á hráu kjöti“ (http://www.ns.is/ns/ns/frettir/?catid=79755&ew0aid=398623)
Fréttar á vef Ríkisútvarpsins, „Innflutningsbann á kjöti ólöglegt“: http://www.ruv.is/frett/innflutningsbann-a-kjoti-ologlegt
Álykta Píratar að:
Séu íslenskar landbúnaðarafurðir af þeim gæðaflokki sem haldið er fram skulu þær standa jöfnum fæti við þær erlendu.
Sú stefna sem ríkir í þessum málum í dag; verndartollar og bann við innflutningi á ýmsum matvælum séu ekki til hagsbóta fyrir neytendur, framleiðendur og bændur á Íslandi. Því beri að snúa af þeirri braut.
Brugðist skuli við þeim úrskurði Eftirlitsstofnunar EFTA að hún telji bann Íslands við innflutningi á hráu kjöti brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins með því að afnema gildandi bann.
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Hafnað | stefanvignir | |
2 | Tillaga | tharfagreinir | Nokkuð stór breyting en vonandi ekki of stór. |