Tillaga: Menntamál
Með tilvísun í
Grunnstefnu Pírata:
> 1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
> 1.4 Réttur einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir skal aldrei skertur.
> 2.4 Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
> 4.2 Píratar telja gegnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku.
> 4.3 Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi.
> 4.4 Upplýsingar skulu vera aðgengilegar á opnum gagnasniðum, á því formi sem er hentugast upp á notagildi upplýsinganna.
> 4.5 Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir.
> 4.6 Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.
Tillögur stjórnlagaráðs (24. gr. Menntun):
> Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
> Öllum þeim, sem skólaskylda nær til, skal standa til boða menntun án endurgjalds.
> Menntun skal miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýninni hugsun og vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur.
26. gr. Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna:
Allir eiga rétt til menntunar. Skal hún veitt ókeypis, að minnsta kosti á grunnskóla- og undirstöðustigum. Grunnskólamenntun skal vera skylda. Starfsmenntun og sérmenntun skal standa öllum til boða og háskólamenntun vera öllum jafnfrjáls á hæfnisgrundvelli.
Menntun skal beina í þá átt að þroska persónuleika einstaklinganna og auka virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarhópa og að styrkja starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðar.
Foreldrar skulu öðrum fremur ráða hverrar menntunar börn þeirra skuli njóta."
Skýrslu National Advisory Committee on Creative and Cultural Education - All Our Futures: Creativity, Culture and Education
http://www.sirkenrobinson.com/skr/pdf/allourfutures.pdf
Álykta Píratar:
- Að menntakerfi Íslendinga stuðli að frekari jafnvægis á milli bók-, list- og verkgreina. Dæmi um kerfi sem þykir ná þessu jafnvægi er <a href="http://en.wikipedia.org/wiki/EducationinFinland">menntakerfi Finna</a>.
Fjölbreyttara námsmat
Minni áhersla á heimanám (undantekningartilvik í sérverkefnum)
- Innleiðing vendikennslu (flipped-classroom) í skólakerfið.
Smærri bekkir
Virðing gagnvart starfi kennara
Endurskoðun á notkun staðlaðra prófa.
Að meiri samvinna eigi að vera á milli menntakerfisins og samfélagins í bæði þeim verkefnum sem nemendur vinna og því sem þeir læra.
Kennsluaðferðir skulu byggjast á rannsóknum og raungögnum.
Nýjar námsgreinar, svo sem:
Lýðræðisfræðsla
Borgararéttindi
Rekstur samfélags
Internet og samfélagið.
Forritun.
- Fjármálalæsi.
Fræðsla um þau störf sem eru unnin í samfélaginu.
Aukin þátttaka foreldra og nemenda í náminu.
Gæðastjórnun skal vera í höndum kennara, nemenda og foreldra.
Nota skal frjálsan hugbúnað sé hann í boði.
Öll námsgögn sem eru búin til af námsgagnastofnun og kennurum skulu vera gefin út undir frjálsu höfundaleyfi (t.d. Creative commons), í almenningi (e. public domain) og ekki læst með DRM.
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | stefanvignir | |
2 | Tillaga | stefanolafs | |
3 | Tillaga | Kristinelfa | |
4 | Tillaga | b | Tók út tvírætt orðið "heimavinna". |
5 | Tillaga | bjornlevi | tók út tilvísun í spjaldtölvur og gerði skólamáltíðir fríar (annað úr finnsku stefnunni) |
6 | Tillaga | Kristinelfa | Tók inn og breytti samkvæmt fyrri breytingatillögum og athugasemdum, bætti einnig inn um ráðgjöf og handleiðslu, starfsþróun og nokkra fleiri þætti. |
7 | Tillaga | Stefan-Orvar-Sigmundsson | Fjarlægði gæsalöpp sem var ranglega staðsett. |