Tillaga: Dýravernd og innflutningur á lifandi dýrum
Með hliðsjón af
Grunnstefna Pírata: 1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir og 2.3 Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.
Umsögn Blindrafélagsins vegna 134. þingmáls á 140. löggjafarþingi: „Nokkurra vikna einangrun hefur það slæm áhrif á fullþjálfaðan leiðsögu- og hjálparhund að engum dettur í hug að leggja slíkt á hundinn sinn, nema engin leið sé að komast hjá því. Langan tíma getur síðan tekið fyrir hundinn að verða jafngóðan aftur eftir slíka einangrun.“
Góðs árangurs í útrýmingu á dýrasjúkdómum á borð við sníkjudýr og hundaæði víða um heim; sér í lagi í ríkjum sem eiga í miklum flugsamgöngum við Ísland og teljast vera laus við hundaæði. (Heimild frá WHO: http://www.who.int/rabies/AbsencePresenceRabies07large.jpg)
Þeirrar staðreynd að leyfilegt er að flytja til ríkja Evrópu hunda, ketti og merði frá ESB-ríkjum, auk Íslands og Noregs.
Þeirri staðreynd að notkun örflögumerkinga og tilheyrandi gæludýravegabréfa hefur tíðkast víða um heim með góðum árangri í áratugi í stað einangrunar t.d. í Kanada, Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu.
Álykta Píratar hér með
Einangrun dýra sem ekki eru ætluð til nytja af heilbrigðisástæðum ætti eingöngu að vera notuð í undantekningartilfellum.
Píratar vilja að tekin séu upp gæludýravegabréf af erlendri fyrirmynd þannig að dýr á borð við hunda og ketti sem koma inn í og úr landinu; sér í lagi blindrahunda og önnur dýr sem ætluð eru til aðstoðar við fatlaða séu heilbrigðisskoðuð fyrir komu eða brottför í stað þess að vera einangruð til langs tíma.
Einnig er nauðsynlegt að endurskoða þarf þann tíma sem fer í einangrun dýra sem fyrst.
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Úrelt | stefanvignir | |
2 | Tillaga | arnaosp | Veit að ekki er hægt að kjósa um breytingartillögur inn hér. Set þó eina slíka hér til að vekja athygli á því að hluti tillögunnar er ekki rökstuddur. Legg til að eftirfarandi málsgreinar verði teknar út og ræddar frekar í málefnahópi:
|
3 | Tillaga | lsth | Eg hef athugasemd vid eftirfarandi malsgrein, sem eg klippti ut i heild fyrir breytingatillogu: "Píratar vilja auka frelsi þegar kemur að innflutningi á dýrum sem öruggt er að lifi ekki af íslenskt veðurfar. Innflutningur dýra sem eiga sér ekki sögu í íslenskri náttúru en gætu lifað af í henni eiga þó að vera undir ströngu eftirliti. Með því móti væri hægt að auka eftirlit með dýrum af þessum tegundum sem eru í landinu nú þegar t.d. ýmsum skriðdýrum. Ljóst er að slík dýr lifa ekki af í íslenskri náttúru og því er um litla áhættu að ræða." Mer skilst ad astædan fyrir strongum skilyrdum um innflutning ymissa dyra herna sem oruggt er ad lifi ekki af se su ad thau geta borid med ser ymsa sjukdoma sem geta verid vistkerfinu skadleg. Eg veit thetta er gomul tillaga og samthykkt, en eg vil endilega hvetja folk til ad lata dyralækni/a koma med umsogn adur en thetta er lagt til. |
4 | Samþykkt | AlbertSvan |