Kannabis, sveppir og tóbak í ÁTVR
Álykta Píratar:
- Eingöngu ÁTVR má selja kannabis, hugvíkkandi sveppi (trjónupeðlur) og tóbak. Eingöngu ÁTVR og veitinga- og skemmtistaðir mega selja áfengi með styrkleika yfir 2,25% að rúmmáli.
- Vímuefnin verða seld með háum sköttum og gjöldum, til þess að hækka þröskuldinn að notkun þeirra, auka lýðheilsu og til að styðja við heilbrigðiskerfið, sem verður fyrir afleiðingum notkunar vímuefna.
- Ekki má selja einstaklingum undir tvítugt þessi vímuefni.
- Allar umbúðir á vímuefnum í ÁTVR, þar með talið áfengi, skulu hafa innihaldslýsingar, heilsuviðvaranir líkt og er fyrir tóbak og skulu hafa skaðaminnkandi leiðbeiningar, að ráðgjöf sérfræðinga.
- Ríkið skal stjórna hver styrkleiki vímuefnanna er, innihaldi og formi þeirra, að ráðgjöf sérfræðinga.
- Ekki má selja fleiri en eina tegund vímuefna við hverja afgreiðslu, sökum þess að skaðlegra og áhættusamara er að nota tvö eða fleiri vímuefni samtímis.
- Óheimilt er að auglýsa vímuefni sem og áhöld og hráefni sem ætluð eru til notkunar og framleiðslu þeirra. Í auglýsingum er óheimilt að hvetja til notkunar á vímuefnum, bæði löglegum og ólöglegum.
- Ekki má nota vímuefni í ÁTVR. Ekki má reykja né losa efni í loft innandyra, nema heima.
- Starfsmenn í ÁTVR skulu sækja fræðslu og þjálfun um innihald og heilsuviðvaranir á þeim efnum sem ÁTVR selur. Einnig skulu starfsmenn sækja fræðslu og þjálfun í skaðaminnkandi leiðbeiningum og inngripum er varða öll þau efni, þar með talið áfengi.
- Einstaklingar tuttugu ára og eldri mega framleiða lítið magn af þeim vímuefnum, sem ÁTVR selur, til einkanotkunar, sé ekki veruleg hætta á eitrun né öðrum skaða, að mati sérfræðinga.
Greinargerð:
Vímuefnastefna á Íslandi á að haga notkun vímuefna í samræmi við vísindi, og með samhæfðum hætti vernda börn og ungmenni, ásamt því að lágmarka skaða og styrkja heilbrigðiskerfið. Stefna stjórnvalda við meðferð á áfengi hefur hingað til, verið góð fyrirmynd og reynst vel. Jafnframt hafa gögn og löggjöf erlendis uppfærst talsvert undanfarin ár: kannabis er meðal annars orðið regluvætt í Kanada og í Úrúgvæi.
Um skaðaminnkandi hugmyndafræði:
Skaðaminnkandi hugmyndafræði leggur áherslu á mikilvægi þess að líta raunsætt á vímuefnanotkun í samfélaginu og viðurkenna að fólk notar vímuefni þrátt fyrir ýtrustu viðleitni stjórnavalda til að reyna að koma í veg fyrir notkun á vímuefnum.
Skaðaminnkandi hugmyndafræði leggur áherslu á að draga úr þeim skaðlegu og hættulegu afleiðingum sem fylgja vímuefnanotkun í samfélaginu og hefur hugmyndafræðinni verið beitt um áratugaskeið í heiminum. Aðalmarkmið skaðaminnkunar er að draga úr dauðsföllum af völdum vímuefna, koma í veg fyrir óafturkræfum skaða og viðhalda heilbrigði hjá einstaklingum. Að auki er markmið skaðaminnkandi nálgunar að draga úr efnahagslegum afleiðingum sem fylgja notkun á vímuefnum almennt í samfélaginu.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Evrópska eftirlitsstofnunin um vímuefni og vímuefnafíkn (EMCDD) leggja áherslu á að lönd innleiði ítarlega og alhliða stefnumótun í skaðaminnkun.
Um kannabis og sveppi:
Samkvæmt rannsóknum eru kannabis og hugvíkkandi sveppir (trjónupeðlur, psilocybin) minna skaðleg og áhættusöm en áfengi og tóbak fyrir heilsu einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Einnig er ólíklegt að notendur kannabiss og hugvíkkandi sveppa geti látist af völdum þessara efna og jafnframt er mun fátíðara að notendur þessara efna þurfi á bráðaþjónustu að halda miða við notendur áfengis.
http://www.ias.org.uk/uploads/pdf/News%20stories/dnutt-lancet-011110.pdf
https://en.wikipedia.org/wiki/File:Drug_danger_and_dependence-no_title.svg
https://web.cgu.edu/faculty/gabler/drug_toxicity.htm
https://web.cgu.edu/faculty/gabler/Amer%20Scientist.pdf
https://www.sciencealert.com/researchers-rank-recreational-drugs-based-on-how-dangerous-they-are
https://www.globaldrugsurvey.com/gds-2019/
https://issuu.com/globaldrugsurvey/docs/gds2019_key_findings_report_may_16_
Kannabis var regluvætt á Úrúgvæi árið 2014 og á Kanada árið 2018. Kanada er ekki hrunið og miklu færri börn notuðu kannabis þar eftir regluvæðinguna:
https://www150.statcan.gc.ca/n1/pub/82-003-x/2020002/article/00002-eng.htm
https://www150.statcan.gc.ca/n1/pub/11-627-m/11-627-m2020014-eng.htm
Hugvíkkandi sveppir (trjónupeðlur) vaxa á Íslandi, á túnum og á umferðaeyjum. Hugvíkkandi sveppir geta því innihaldið skordýaeitur og mengun frá verksmiðjum og bifreiðum, eins og þungmálmamengun. Ríkið getur tryggt að sveppir án eiturefna verði til sölu í ÁTVR og þar með dregið úr þeim skaða sem þessi eiturefni geta valdið einstaklingum.
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=57143
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1253
Um heilsuviðvaranir á umbúðum:
Einstaklingar eiga skilið réttmætar upplýsingar um áhrif allra vímuefna sem þeir hyggjast nota, þar á meðal áfengi, svo að þeir geta tekið upplýstar ákvarðanir. Gagnlegt væri að veita upplýsingar um langtíma og skammtíma áhrif vímuefnanna og einnig upplýsingar um skaðaminnkandi leiðbeiningar. Nú þegar eru viðvörunarmerki á tóbaksumbúðum og sýna rannsóknir að þau hafa skilað árangri.
Rannsóknir sýna fram á að áfengi er sambærilega skaðlegt fyrir heilsu einstaklinga og tóbak og að líklegra er að notendur geti látist af völdum áfengis stuttu eftir notkun þess, eftir ofskömmtun áfengis. Samkvæmt því, er eðlilegt að láta viðvörunarmerki einnig vera á áfengisumbúðum.
Að auki mætti jafnframt vera heilsuviðvaranir á umbúðum þar sem það gæti fælt fólk frá skaðlegri vímuefnum (áfengi, tóbaki) og að skaðminni vímuefnum (sveppum, kannabisi) sem væru seld í sömu verslun.
http://www.ias.org.uk/Blog/Should-alcohol-packaging-display-graphic-tobacco-style-health-warning-labels.aspx
https://tobaccocontrol.bmj.com/content/20/5/327.full
Um hættu við að innbyrða mörg vímuefni á sama tíma:
Almennt er erfitt að spá fyrir um afleiðingar á notkun tveggja eða fleiri vímuefna á sama tíma. Rannsóknir eru vanalega gerðar fyrir eitt vímuefni í einu.
Hætta er á því að áhrif margra vímuefna saman geti aukið líkur á skaða og áhættu. Sem dæmi: kannabis er notað til að koma í veg fyrir flökurleika, en líkaminn reynir að bjarga sér frá áfengiseitrun með því að æla. Þannig verður áfengi hættulegra af áhrifum kannabiss.
https://www.alcohol.org/mixing-with/marijuana/
Um ÁTVR:
Við ættum að geta sagt hvernig við ætluðum að regluvæða kannabis, því við yrðum spurðir þess. Að ætla ákveðið að selja kannabis í ÁTVR hefir nokkra kosti:
- ÁTVR er nú þegar til og nýtur nokkurs trausts almennings. Almenningur getur auðveldlega ímyndað sér hvernig það kerfi myndi virka, án þess að kvíða “taumlausri dreifingu” efnanna. Það mun auðvelda að koma regluvæðingunni í gegn.
- Það er svipað því sem sum fylki Kanada gerði (hvert fylki í Kanada stjórnar sínu eigið kerfi sjálft – þar er fjölbreytileiki), t.d. Nýja-Skotland. Við gætum bent á Kanada, bæði að því að það virðist hafa tekist vel þar og að því að við getum lært af kerfi sem er nú þegar til og sæmilegt. Heppilegt er að Kanada á svipaða sögu og Ísland og norðurlöndin varðandi áfengi -- áfengi var einu sinni bannað þar, bæði á landsvísu og fylkisvísu, og þá voru stofnaðar verslanir í eigu fylkjanna með einokun á sölu áfengis.
- Það væri mögulega ódýrara og sveigjanlegra en hvað sum fylki í Kanada gera, sem er að reka (fáar) sérverslanir fyrir kannabis. Ódýrara því það þyrfti ekki endilega að hafa fleiri húsnæði (og fljótara: tafir hafa orðið á Kanada að því tilliti að fáar kannabisbúðir eru til miðað við áfengisbúðir) – einkum á landsbyggðinni. Sveigjanlegra því það væri tiltölulega einfalt að bæta fleiri vímuefnum inn í ÁTVR í framtíðinni, yrði það æskilegt, án þess að redda fleira húsnæði o.s.fr. – og jafnvel draga sum til baka ef “mistök” yrðu. Auðvitað gæti ÁTVR kosið að selja kannabis í sérverslun, fyndist ÁTVR það hentugast -- Nýja-Skotland á 1 sérverslun en fleiri verslanir eru blandaðar.
- Í ÁTVR væri kannabis eins sýnilegt og áfengi, ekki hulið líkt og tóbak í verslunum nú. Frá því að kannabis þykir fræðimönnum minna skaðlegt en áfengi, væri æskilegt varðandi lýðheilsu (og kostnað heilbrigðiskerfisins) að auðvelda að fólk noti kannabis í stað áfengis – og nokkur rannsókn bendir til þess að fólk geri þetta við tækifæri: https://harmreductionjournal.biomedcentral.com/articles/10.1186/s12954-019-0278-6
Varðandi afskekkta staði þar sem ÁTVR er ekki, ÁTVR rekur nú þegar vefverslun sem myndi líklega hæfa sendingum á kannabissi og hugvíkkandi sveppum, eins og er á Kanada varðandi kannabis.
Um framleiðslu vímuefnis heima:
Á Kanada er fólki leyft að rækta fjórar kannabissplöntur heima hjá sér til einkanotkunar, þó einstök fylki ákveða að leyfa ekki heimaræktun. Heimabruggun á áfengi er leyfð í flestum fylkjum en heimaeiming þarf leyfisbréfs.
Heimabruggun er leyfð en heimaeiming bönnuð á Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð.
https://en.wikipedia.org/wiki/Homebrewing
Um áhrif á lýðheilsu og hagkerfið:
Samkvæmt rannsóknum eru kannabis og hugvíkkandi sveppir skaðminni efni en áfengi og tóbak og ef fólk færi að nota skaðminni efni í stað skaðlegri efna, þá myndi það leiða af sér fjárhagslegan sparnað fyrir heilbrigðiskerfið. Einnig myndi það hafa jákvæðari áhrif á heilsu fólks, draga úr sjúkdómsbyrgði og auka lífsgæði. Þar sem að áfengi eykur líkur á ofbeldishegðun og öðrum skaða, myndu aðrar stofnanir hugsanlega spara fjárhagslega, til að mynda lögreglan og tryggingarfyrirtæki. Nokkrar rannsóknir benda til að sumir myndu frekar nota kannabis í stað áfengis og þannig gæti dregist aðeins úr notkun á áfengi í samfélaginu.
https://harmreductionjournal.biomedcentral.com/articles/10.1186/s12954-019-0278-6
Vænta má að regluvæðing á kannabisi og hugvíkkandi sveppum örvi löglega framleiðslu á Íslandi, frekar en innflutning þeirra, því þau efni eru bönnuð víða um heim og ríkið muni vilja stjórna eiginleikum efnanna -- áfengi og tóbak eru helst innflutt, svo það mun bæta viðskiptahalla við önnur lönd ef fólk notar kannabis og hugvíkkandi sveppi í stað þeirra. Hugsanlegt er að ferðamenn vilji kaupa íslenskt kannabis, sé regluvæðing á Íslandi nógu snemmt að það sé ennþá bannað í flestum nágrannalöndum. Og ríkið mun græða skatta, sem glæpamenn eru tregir að borga.
Um veitinga- og skemmtistaði og mismunun á áfengi og öðrum efni:
Ekki er lagt til að leyfa sölu annara vímuefna en áfengis á veitinga- og skemmtistöðum vegna margra ástæðna -- af stjórnmálalegum íhugunum og varkárni. Að því huguðu að vísindum, væri freistandi að banna sölu áfengis utan ÁTVR, því það veldur beinni eitrun, heilsuskaða og ofbeldi, og lögbrotum yfirleitt. Jafnvel væri freistandi, sem öfgastefna, að leyfa veitingasölu og sölu í matarbúðum fyrir kannabis og hugvíkkandi sveppi, en ekki áfengi, með því að markmiði að draga úr áfengisnotkun. Þær hugmyndir eru einfaldlega ekki stjórnmálalega mögulegar: örugglega óvinsælar hjá bæði almenningi og auðvaldi, og líklega ekki gerlegar.
Hins vegar, óæskilegt væri að leggja til að leyfa veitinga- og matarbúðarsölu kannabiss og sveppa, þegar í stað og efnunum væri leyft í ÁTVR og meðan slík sala áfengis heldur áfram. Í fyrsta lagi, væri erfiðara að koma þeirri tillögu gegnum þingið í lög. Í öðru lagi, ykju slík lög líkur á því að fólk neyti mörg efni samstundis, sem yki hættu á bakslagi í skoðunum almennings ef margir dræpust sakir þess, sem gæti leitt til banns á kannabis og sveppi, aftur -- en sú hætta myndi minnka eftir nokkur ár þar sem þau efni væru til sölu í ÁTVR, og yrðu hundvenjuleg.
Væri seinna leyft veitingasölu kannabis o.s.fr., væri sennilega skynsamlegt að leyfa aðeins eitt vímuefni á hverjum stað, utan ÁTVR.
Með tilvísun í Grunnstefnu Pírata:
- 1: um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu.
- 4.5: Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir.
Og með hliðsjón að:
- Frumvarpi af Pawel Bartoszek í þingi 2017-2018 (https://www.althingi.is/altext/147/s/0024.html)
- Áfengislögum (https://www.althingi.is/lagas/150c/1998075.html)
- Lögum um verslun með áfengi og tóbak (https://www.althingi.is/lagas/150c/2011086.html)
- Lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (https://www.althingi.is/lagas/150c/2007085.html)
- Lögum um gjald af áfengi og tóbaki (https://www.althingi.is/lagas/150c/1995096.html)
- Lögum um tóbaksvarnir (https://www.althingi.is/lagas/150c/2002006.html)
Tilheyrandi mál: | Kannabis, sveppir og tóbak í ÁTVR |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Hafnað | htg |