Byggðir og valdefling nærsamfélaga (staðfesting)
Byggðir og valdefling nærsamfélaga
Efla skal sveitarfélög og auka sjálfsábyrgð og sjálfsstjórnun þeirra með aflagningu miðstýringar í flokkum húsnæðismála, heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála.
Til viðbótar við hefðbundna tekjustofna sveitarfélaga skal eðlilegt hlutfall virðisaukaskatts og fjármagnstekjuskatts af arði af fyrirtækjarekstri og nýtingu náttúruauðlinda renna beint til þess nærsamfélags þar sem starfsemi, starfsstöð, útibú eða verslun er staðsett.
Styðja skal við dreifstýringu og eflingu grenndarstjórnunar sem byggir á gagnsæi, íbúalýðræði og dreifingu valds með þriðja valdstiginu.
Þriðja valdstigið er fyrst og fremst lýðræðisleg, gagnsæ og afmörkuð sjálfsstjórn nærsamfélagss í vel skilgreindum málaflokkum sem tilteknir eru í samþykkt viðkomandi sveitarfélaga.
Þriðja valdstigið fær afgreiðslu-, fjármála- og stjórnsýsluvald í þeim verkefnum sem því er falið.
Þriðja valdstigið felur í sér nærsamfélag sem getur spannað allt frá hverfum eða grenndarsvæðum innan sveitarfélags upp í það að ná yfir tvö eða fleiri sveitarfélög.
Forsenda stofnunar nýs nærsamfélags á þriðja stórnsýslustigi er annarsvegar breyting á sveitarstjórnalögum og hinsvegar að kallað sé eftir sjálfsstjórn af íbúum viðeigandi svæðis í tilteknum málaflokki.
Íbúakosningar um sjálfsstjórn þriðja valdsstigssvæðis skulu vera bindandi og heimilaðar í tengslum við sveitastjórnakosningar.
Greinargerð:
Sveitarfélög eiga að standa tryggum fótum og eiga sinn eigin sjálfstæða tekjugrundvöll til að geta boðið íbúum trygga þjónustu og velferð.
Sveitarfélög hafa tekið við verkefnum frá ríkinu í áratugi án þess að nægilegt fjármagn fylgi með. Þannig hefur miðlæg skortstefna veikt mörg af helstu innviðum samfélagsins og gert sveitarfélögum erfitt um vik að veita íbúum þá þjónustu sem gert er ráð fyrir í nútímasamfélagi. Þetta þarf að laga og markvisst fjölga tekjustofnum sveitarfélaga.
Með dreifstýringu er valdinu dreift á milli fólks í stað miðstýringar, þannig vilja Píratar að íbúar séu valdeflldir og hafi meira um sín mál að segja. Þá þarf einnig að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu sveitarfélaga og ríkisstofnana sem mikil samskipti hafa við þau. Íbúalýðræði á almennt að vera bindandi, nema í undartekningartilfellum og stuðla skal að valddreifingu innan sveitarfélaga með grenndarstjórnun og lýðræðislegu sjálfræði svæða innan sveitarfélaga. Sett verður á þriðja valdstig stjórnsýslunnar.
Með þessari hugmynd er raungerð hugmyndafræði sem m.a. hefur verið framkvæmd í Múlaþingi, sem fékk undanþágu frá sveitarstjórnarlögum til að nærsamfélög geti fengið sjálfstæði í ákveðnum málaflokkum. Þessa hugmynd má heimfæra um allt land sem þriðja löglega valdstigið, þar sem íbúar nærsamélaga geta fengið sjálfsstjórn í fyrirfram ákveðnum málaflokkum.
Í stjórn nærsamfélags á þriðja valdstigi skulu vera tveir lýðræðislega kosnir íbúar á hvern einn sem skipaður er af sveitarstjórnum.Með formgerðri dreifstýringu er valdinu dreift á milli fólks í stað miðstýringar. Nærsvæði sem samþykkt er að fái að starfa á þriðja valdstiginu fá lagalegt sjálfstæði í þeim málaflokkum sem við á. Nærsamfélög sem samþykkt eru í samræmi við lög um þriðja valdstigið eiga að geta sótt fjármagn á fjárlögum og starfað að fullu eins og opinberir aðilar innan síns verksviðs.
Almennt séð hefur þriðja valdstigið hingað til verið hugsað sem sjálfsstjórnareiningar innan sveitarfélaga. Það er þó ekkert sem kemur í veg fyrir að slík svæði spanni fleiri en eitt sveitarfélag. Í áratugi hefur verið hefð fyrir slíku í heilbrigðiseftirliti á Íslandi, þar sem heilbrigðisnefnd og heilbrigðisfulltrúar starfa lögum samkvæmt á svæði sem spannar mörg sveitarfélög. Það er ekkert því til fyrirstöðu að á lýðræðislegu þriðja valdstigi geti fleiri málaflokkar verið starfræktir á þennan hátt. Einnig getur þriðja valdstigið náð til nærsamfélaga sem hafa íbúaráð eða hverfisstjórnir þar sem íbúar óska eftir sjálfsstjórnunarvaldi í tilteknum málaflokkum.
Sveitarfélög geta sammælst um þriðja valdstig sem spannar fleiri en eitt sveitarfélag og fengið sjálsstjórn í vel skilgreindum málaflokkum sem tilteknir eru í samþykkt viðeigandi sveitarfélaga í vel skilgreindum málaflokkum sem tilteknir eru í samþykktum viðeigandi sveitarfélaga.Múlaþing fékk undanþágu frá sveitarstjórnarlögum til að efla sjálfstæði fyrrum sveitarfélaga eftir sameiningu sveitarfélaga í Múlaþing. Þriðja sjórnsýslustigið er hugsað á sviðapan máta fyrir önnur nærmfélög eða svæði sem óska eftir sjálfsstjórn í tilteknum málaflokkum, en þurfa þá ekki að fá undanþágu frá lögum, þar sem þriðja valdstigið verður lögleitt í sveitarstjórnarlög.
Engir íbúar skulu þvingaðir til samvinnu eða sameiningar ef mögulegt er að koma á sjálfsstjórn í nærsamfélagi sem nær til afmarkaðra málaflokka á þriðja valdstigi.
Þriðja valdstigið á ekki að vera eins og byggðasamlög hafa verið uppbyggð, enda er þar oft um að ræða rekstur þar sem lítið gagnsæi eða lýðræði er viðhaft.
Tilvísanir:
- Greinar §4 í grunnstefnu Pírata um gagnsæi og ábyrgð
- Greinar §6 í grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt
- Stefnu Pírata; Stjórnsýsla á sveitarstjórnarstigi (https://x.piratar.is/polity/1/document/75/)
- Sveitarstjórnarlaga (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2011138.html)
Tilheyrandi mál: | Byggðir og valdefling nærsamfélaga (staðfesting) |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Hafnað | Gormur | Á félagsfundi Pírata þann 31. mars 2021 var samþykkt að senda eftirfarandi ályktun í kosningu með hraðmeðferð sbr. gr. 6.9 í lögum Pírata. 6.9. Sé þörf á skjótri ákvarðanatöku má leggja til, með samþykki stefnu- og málefnanefndar, hraðmeðferð á tillögu, en hún stendur þá yfir í sólarhring. Slíka ákvörðun þarf að staðfesta með hefðbundnum kosningum sem fara af stað samtímis. Skulu sérstök boð vera send til félagsmanna um að slík tillaga sé til kosningar. Fundargerð félagsfundar: Atkvæðagreiðsla í hraðmeðferð: HLEKK VANTAR |