Samþykkt: Stefna um internetið og netfrelsi (staðfesting)
Stefna Pírata varðandi internet og netfrelsi
- Internetið er ein mikilvægasta grunnstoð Íslands og tryggja þarf alhliða, frjálst, opið og óskert internet fyrir landsbúa á viðráðanlegu verði.
- Internetið skal vera eitt markaðssvæði og tryggja þarf neytendavernd samkvæmt því.
- Píratar vilja að friðhelgi einkalífs njóti vafans og stuðla að virkri persónuvernd fyrir notendur á netinu. Þannig má ekki stunda almennt eftirlit með einstaklingum eða hópum á netinu.
- Löggjöf á Íslandi skal vera hvetjandi til stafrænna umbreytinga, sem gerir landsbúum
auðveldara að sækja réttindi sín. - Stuðla skal að upplýsingaöryggi sem tryggir og verndar einstaklinga, atvinnulífið og samfélag.
- Á Íslandi skulu ekki vera reglur sem skylda aðila til að geyma persónugreinanleg gögn.
- Hýsingaraðilar gagna á netinu skulu ekki gerðir ábyrgir fyrir gögnum sem aðrir geyma hjá þeim.
- Hið opinbera skal nýta frjálsan og opinn hugbúnað hvar sem því verður við komið. Allt efni og öll þjónusta hins opinbera skal vera aðgengileg notendum frjáls og opins hugbúnaðar.
- Almenningur skal eiga skilyrðislausan rétt á að dulkóða sín gögn og samskipti yfir netið þannig að þau séu ekki aðgengileg óviðkomandi.
10 Tryggja skal öflugar fjarskiptaleiðir til og frá landinu. Fjarskiptanet skulu teljast til innviða sem eiga að þjóna almannahagsmunum. - Tryggja skal réttarstöðu borgara, fjölmiðla, heimildamanna og uppljóstrara, sér í lagi hvað varðar rafræn gagnasöfn og upplýsingafrelsi á netinu.
- Eftirfarandi stefnur Pírata falla úr gildi:
a) Markaðssvæði internetsins (https://x.piratar.is/polity/1/document/66)
b) Efnahagsstefna: 'Netvænt Land' (https://x.piratar.is/polity/1/document/25)
Greinargerð:
Píratar vilja að aðgangur fólks að netinu sé bæði alhliða og óskertur, enda er netið ásamt menntun, heilbrigði, orkumálum, samgöngum, öryggi og samskiptum ein af grunnstoðum samfélagsins. Vegna þess hvernig Internetið er hannað, án landamæra, þá er það óhjákvæmilega eitt markaðssvæði með tilliti til vara sem eru einungis til á Internetinu eða í stafrænu formi. Því þarf eftir fremsta megni að tryggja réttindi fólks sem nýtir netið til verslunar. Þannig á ekki að vera leyfilegt að mismuna þjónustu við fólk yfir netið eftir svæði, hvort heldur er innan Íslands eða erlendis. Ísland beitir sér fyrir því að í alþjóðlegri umræðu verði meira tekið tillit til þessa sjónarmiðs. Í það minnsta að vernda neytendur gagnvart óheilbrigðum viðskiptaháttum ólíkra netsvæða.
Það sem er í daglegu tali kallað internetið var hannað til þess að koma í veg fyrir að upplýsingar glatist. Það þýðir að engar aðgangstakmarkanir eru byggðar inn í samskiptamiðilinn, sem internetið er orðið, sem slíkan. Aðgangstakmarkanir koma í veg fyrir frjálst flæði upplýsinga og fela í sér eftirlit með samskiptum manna á milli, við það myndast hætta á að gengið verði á borgararéttindi. Gagnageymd á ekki að vera til að kröfu stjórnvalda til að geta brotið á fólki og njósnað um persónur.
Internetið er grunnþáttur hagvaxtar sem þarf að virkja markvisst til að auka fjárfestingu, styrkja fyrirtæki og skapa störf. Allar aðgerðir yfirvalda skulu þó vera gagnsæjar, rekjanlegar og sýnilegar þeim sem lent geta í almennu eftirliti. Óháð aðild Íslands að Evrópusambandinu skal ríkislögreglustjóri og íslenska tölvuöryggisviðbragðsteymið (CERT) hefja samvinnu við Net- og upplýsingaöryggisstofnun Evrópusambandsins (ENISA) varðandi netvarnir.
Opinberir aðilar eiga að ganga fram með góðu fordæmi og hvetja til stafrænna umbreytinga og stuðla um leið að upplýsingaöryggi. Gera þarf heildarúttekt á upplýsingaöryggi ríkisins, þá sérstaklega með tilliti til öryggis í tölvukerfum stjórnarráðsins, Alþingis, og dómsstóla, sem og tölvukerfa almennings. Opinberir aðilar eiga einnig að nýta nýta frjálsan og opinn hugbúnað hvar sem því verður við komið og tryggja réttarstöðu bæði hýsingaraðila sem og heimildamanna og uppljóstra til þess að tryggja upplýsingafrelsi.
Með tilvísun í grunnstefnu Pírata:
1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
1.4 Réttur einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir skal aldrei skertur.
2.3 Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.
2.4 Í grunnstefnu Pírata um gegnsæi og ábyrgð.
5.1 Takmörkun á frelsi fólks til að safna og miðla upplýsingum er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga.
5.2 Takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga.
Tilheyrandi mál: | Stefna um internetið og netfrelsi |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | Gormur | Á félagsfundi Pírata þann 7. april 202 var samþykkt að senda eftirfarandi ályktun í kosningu með hraðmeðferð sbr. gr. 6.9 í lögum Pírata. 6.9. Sé þörf á skjótri ákvarðanatöku má leggja til, með samþykki stefnu- og málefnanefndar, hraðmeðferð á tillögu, en hún stendur þá yfir í sólarhring. Slíka ákvörðun þarf að staðfesta með hefðbundnum kosningum sem fara af stað samtímis. Skulu sérstök boð vera send til félagsmanna um að slík tillaga sé til kosningar. Fundargerð félagsfundar: Atkvæðagreiðsla í hraðmeðferð: HLEKK VANTAR |