Tillaga: Stefna um málefni transfólks
Með tilliti til:
Greinar §2.2 í grunnstefnu Pírata um útvíkkun borgararéttinda
Greinar §3.3 í grunnstefnu Pírata um friðhelgi einkalífsins
Greinar §6.1 í grunnstefnu Pírata um sjálfsákvörðunarrétt
Stefnu Pírata um mannanöfn (https://x.piratar.is/polity/1/document/18/)
Veikrar réttarstöðu transfólks á Íslandi, sérstaklega á umbreytingartímabili
Laga nr. 57/2012 um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda (http://www.althingi.is/altext/stjt/2012.057.html)
Reglugerðar nr. 722/2009 um lýtalækningar sem sjúkratryggingar almannatrygginga taka til (http://sjukra.eplica.is/media/skjol/Lytalaekningarreglugerd722.pdf)
Bókarinnar Undoing Gender eftir Judith Butler (http://books.google.is/books/about/UndoingGender.html?id=U4ZqZdwgHkC&redir_esc=y)
Ritverka Susan Stryker (http://en.wikipedia.org/wiki/Susan_Stryker)
Greinar Catherine Connell, Doing, Undoing, or Redoing Gender? : Learning from the Workplace Experiences of Transpeople (http://gas.sagepub.com/content/24/1/31.full.pdf+html)
Álykta Píratar að:
1) Breyta skuli skilgreiningunni á hugtakinu kynleiðréttandi aðgerð í 3. gr. laga nr. 57/2012 um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda þar sem talað er um „leiðréttingu á líffræðilegu kyni með skurðaðgerð“. Fyrirbærið líffræðilegt kyn er og ætti að fá að vera túlkanlegt, sveigjanlegt og huglægt fyrirbæri og breytingar á því fela í sér meira en eingöngu breytingar á kynfærum. Því væri nær lagi að tala um kynleiðréttandi aðgerð sem „leiðréttingu á ytri kynfærum“.
2) Auka skuli sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins í lögum nr. 57/2012 þannig að ákvörðun um kynleiðréttandi aðgerðir verði í meira mæli á valdi einstaklingsins sjálfs.
3) Breyta skuli lögum nr. 57/2012 í þá veru að ekki verði alltaf gengið út frá hugmyndum um gagnstætt kyn, heldur verði tillit tekið til víðtækari hugmynda um kynvitund.
4) Gera skuli úrbætur á upplýsingastreymi frá sérfræðinefnd um kynáttunarvanda og teymis Landspítala um kynáttunarvanda, sér í lagi til að skýrðar séu greiningar- og meðferðaraðferðir, að vísindaleg gögn sem liggja greiningum til stuðnings séu gerð tiltæk, og að auðveldara sé að nálgast upplýsingar um úrræði transfólks.
5) Breyta skuli samsetningu sérfræðinefndar um kynáttunarvanda, þannig að einn nefndarmanna verði sérfræðingur í kynjafræði og/eða hinsegin fræðum, og að skipaður sé fulltrúi transfólks.
6) Núgildandi skylda til nafnbreytingar samhliða leiðréttingu á ytri kynfærum skv. 8. gr. laga nr. 57/2012 verði afnumin.
7) Breyta skuli reglugerð nr. 722/2009 til að jafna rétt fólks af öllum kynjum til niðurgreiðslu á lyfjum og aðgerðum.
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | stefanvignir | |
2 | Tillaga | tharfagreinir | Tölusett |