Samþykkt: Stefna um aukna möguleika fólks til að leita réttar síns (staðfesting)
Stefna um aukna möguleika fólks til að leita réttar síns
Inngangur
Það er mikilvægt að aðgangur fólks að réttarkerfinu sé jafn og sé ekki háður fjárhag við viljum leggja til eftirfarandi grunn að stefnu sem yrði kosið um.
Sýn með stefnunni er að einstaklingur á að geta sótt rétt sinn án þess að kostnaður eða flækjustig sé veruleg hindrun og einstaklingur á að geta varið rétt sinn án þess að kostnaður eða flækjustig sé veruleg hindrun.
Þessi stefna er á grundvelli eftirtalinna liða grunnstefnu Pírata
2. Borgararéttindi
5. Upplýsinga og tjáningarfrelsi
Tillögur að úrlausn eru eftirfarandi:
Smákröfudómstóll, hægt yrði að útkljá ágreining um kröfur upp að ákveðinni fjárhæð. Aðilar máls myndu reka mál sitt sjálfir og með aðstoð dómara sem hefði það hlutverk að meta málavöxtu og úrskurða. Ekki er reiknað með aðkomu lögmanna. Vilji annar aðili ráða lögmann á mótaðili rétt á gjafsókn og ekki er hægt að fá dæmdan málskostnað.
Efla þarf aðstoð við Neytendasamtökin vegna aðstoðar við ágreining milli leigutaka og leigusala. Mikilvægt er að tryggja að allir málsaðilar skilji rétt sinn og tryggja þarf að tungumálaerfiðleikar eiga ekki valda því að fólk verði af réttindum sínum. Mögulega mætti einfalda allt ferlið með því að setja aðstoð við Neytendasamtökin inn í fjárlög.
Gera þarf þjónustusamning við Hagsmunasamtök heimilanna um fjármögnun óháðrar ráðgjafarþjónustu fyrir neytendur á fjármálamarkaði og aðstoðar vegna ágreiningsmála neytenda við lánveitendur og kröfuhafa. Mikilvægt er að tryggja að allir málsaðilar skilji rétt sinn og tryggja þarf að tungumálaerfiðleikar eiga ekki valda því að fólk verði af réttindum sínum. Nauðsynlegt er að tryggja slíkri þjónustu nægileg fjárframlög samkvæmt fjárlögum.
Auka þarf möguleika fólks til að geta sameiginlega staðið að málsókn þegar einstaklingur eða lögaðili hefur gerst brotlegur við hóp fólks. Þannig mætti draga úr kostnaði og einfalda málsmeðferð. Auk þess ætti að innleiða tilskipun “DIRECTIVE OF THE EUROPEAN PARLIAMENT AND OF THE COUNCIL ON REPRESENTATIVE ACTIONS FOR THE PROTECTION OF THE COLLECTIVE INTERESTS OF CONSUMERS” sem fyrst.
Skoða möguleika á að stytta málsmeðferð meiðyrðamála og skoða þarf viðmið um gjafsókn. Tryggja þarf að réttindi fólks til að tjá sig og ljóst er að tjáningarfrelsi þess sem ekki getur fjármuna vegna varið sig í meiðyrðamáli er skert. Meiðyrðamál eru í eðli sínu ekki flókin, skoða þarf hvað var sagt á hvaða vettvangi og hvort sú tjáning valdi málsaðila skaða á þann hátt að meiðyrðalöggjöfin nái utanum. Því mætti sjá fyrir sér að kærunefnd fjallaði um meiðyrðamál. Einnig þyrfti að skoða hvort rýmka þurfi reglur um gjafsókn.
Koma skal á fót embætti sem gæti leiðbeint fólki hvert það eigi að leita telji það að opinber aðili hafi brotið á sér. Tryggja þarf möguleika aðila til að lögregla eða úrskurðaraðilar taki mál fyrir eða að aðilar geti leitað réttar síns á eigin vegum. Skoða þarf möguleika á sérstöku dómstigi sem fjallaði um ágreining einstaklinga við opinbera aðila.
Tryggja skal greiðslur til þolenda í ofbeldisglæpum þó upphæðin nái ekki 400 þúsund.
Einfalda þarf allt sem viðkemur forsjármálum. Skoða þarf fýsileika þess að stofna fjölskyldudómstól. Einnig þarf að tryggja að farið sé að þeim lögum og reglum sem eiga að vernda þolendur. Taka þarf alvarlega brot á nálgunarbanni. Gera þarf ráðstafanir til að tryggja að börn hvorki verði fyrir né séu vitni að ofbeldi á heimili. Tryggja þarf að málsmeðferð sé hvorki kostnaðarsöm né tímafrek. Skoða þarf viðmið um gjafsókn í forsjármálum.
Breyta þarf þeirri reglu að fasteignasali gæti hagsmuna beggja aðila. Slíkt er óeðlilegt. Koma ætti á því fyrirkomulagi að fasteignasali gæti hagsmuna seljanda. Komi upp ágreiningur skal vera hægt að skjóta honum til kærunefndar sem tæki málavöxtu til umfjöllunar og úrskurðaði. Skoða fýsileika þess að fasteignasali væri með tryggingu sem greiddi lögfræðikostnað kaupanda komi til ágreinings. Þannig myndi skapast hvati til að draga úr ágreiningi. Skoða mætti að skjóta minni ágreiningi til smákröfudómstóls komi til hans.
Stofna ætti “Umboðsskrifstofu almennings” sem hefði það hlutverk að leiðbeina fólki hvert hægt sé að leita með málefni stór og smá. Leita ætti til almannaheillasamtaka eins og Neytendasamtakana og Hagsmunasamtaka heimilana um útfærslu. Þetta yrði svipað og “Citizens Advice Bureau” í Bretlandi, en þangað er hægt að leita með mál allt frá því hvernig eigi að skila skólabókum til hvert sé hægt að leita til að fá úrlausn mála fyrir rétti.
Greinargerð:
1. Þetta er fyrirkomulag sem að þekkist í nágrannalöndum og gefur fólki tækifæri til að leita réttar síns án þess að kostnaður sé verulegur, ekki er víst að hægt sé að nota smákröfudómstól fyrir annað en fjárkröfur. Þetta er fyrirkomulag sem gæti nýst komi upp ágreiningur um afhendingu vöru eða þjónustu. Eða aðilum sem lenda í fyrirtækjum eins og smálánafyrirtækjum.
2. Í dag eiga Neytendasamtökin í erfiðleikum með að sinna öllum þeim fjölda mála sem þeim berast og mikill hluti vinnu þeirra fer í þýðingarvinnu þar sem að margir sem leit til þeirra hafa íslensku ekki sem móðurmál og það verður að senda allar kvartanir á íslensku.
3. Í dag eiga Hagsmunasamtök heimilanna í erfiðleikum með að sinna öllum þeim fjölda mála sem þeim berast og mikill hluti vinnu þeirra fer í að afla gagna sem ættu að vera greiðlega aðgengileg í opinberum kerfum en eru það ekki í reynd. Eins og önnur neytendasamtök lenda þau oft á veggjum þegar kemur að því að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna. Slíkum hindrunum þarf að ryðja úr vegi svo hægt sé að veita lánveitendum á fjármálamarkaði nauðsynlegt aðhald, til hagsbóta fyrir neytendur.
4. Það er mikil kostnaður sem fylgir málsókn og þegar hópur telur að einn aðili hafi brotið á sér með sambærilegum hætti og með því að hópurinn gæti sameiginlega staðið að málsókn mætti minnka kostnað allra aðila og flýta niðurstöðu.
https://data.consilium.europa.eu/doc/document/PE-49-2020-INIT/EN/pdf
5. Með því að fara með slíkt mál fyrir dómstóla getur kostnaðurinn vel hlaupið á fjárhæðum sem eru ekki á færi venjulegs fólks að reiða fram. Sé gjafsókn ekki í boði getur meiðyrðamál orðið mörgum erfitt. Einnig þarf að jafna möguleika aðila til að sækja rétt sinn og verja hagsmuni hafi þeir orðið fyrir meiðyrðum.
6 Fyrir greinargerð: í dag hafa aðilar eins og snarrótin veitt einstaklingum aðstoð við að leita réttar síns gegn opinberum aðilum. Einnig þarf að horfa til þess að þolendur ofbeldisglæpa geta átt erfitt með að tjá sig um reynslu sína án þess að eiga á hættu kæru fyrir meiðyrði.
7 Það er mikilvægt að þolendur fái sínar bætur og geti lokið málinu. Þolendur ættu ekki að þurfa sjálfir að reyna að innheimta bæturnar.
8 Börn deila kjörum með foreldrum sínum og dýr og tímafrek málsmeðferð kemur niður á börnum og foreldrum. Taka þarf nálgunarbann alvarlega. Sáttameðferð getur verið tímafrek og tilgangslaus ef um er að ræða ofbeldi. Mikilvægt að fara eftir alþjóðlegum skuldbindingum eins og Istanbul sáttmálanum. Það væri hægt að ná miklum árangri með því að vera með þessi mál undir embætti sem sinnti því eingöngu.
9 Fyrir greinargerð: Í dag nota fasteignasalar viðmið um að galli þurfi að nema 10% sem er ekki að finna í lögum heldur venju. Mikilvægt er að tryggja hagsmuni allra þar sem oft er um að ræða stóran hluta af heildareign kaupanda og seljanda.
10 Stór hluti þess að valdefla almenning er að fólk viti hvert það geti leitað. Því miður er allur gangur á því hvort hægt sé að leita til ríkisins varðandi úrlausn mála og leiðbeiningarskyldu sé sinnt. Almannaheillasamtök gætu þarna komið sterk inn og leiðbeint hinum almenna borgara hvert hann geti leitað geti þau ekki sjálf klárað málið. https://www.citizensadvice.org.uk/
Þessi stefna er á grundvelli eftirtalinna liða grunnstefnu Pírata
2. Borgararéttindi
5. Upplýsinga og tjáningarfrelsi
Tilheyrandi mál: | Stefna um aukna möguleika fólks til að leita réttar síns |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | Gormur | Á félagsfundi Pírata þann 7. april 202 var samþykkt að senda eftirfarandi ályktun í kosningu með hraðmeðferð sbr. gr. 6.9 í lögum Pírata. 6.9. Sé þörf á skjótri ákvarðanatöku má leggja til, með samþykki stefnu- og málefnanefndar, hraðmeðferð á tillögu, en hún stendur þá yfir í sólarhring. Slíka ákvörðun þarf að staðfesta með hefðbundnum kosningum sem fara af stað samtímis. Skulu sérstök boð vera send til félagsmanna um að slík tillaga sé til kosningar. Fundargerð félagsfundar: Atkvæðagreiðsla í hraðmeðferð: HLEKK VANTAR |