Samþykkt: Lagabreytingar
Tillaga
1. gr.
Í stað orðsins “15” í 3.1. gr. kemur: 13.
2. gr.
a) 4.2. gr. hljóðar svo: Í stjórn félagsins sitja fimm einstaklingar sem skipta með sér
verkefnum, en aðalfundi er heimilt að skipa annan fjölda. Forseti stjórnar eða
meirihluti stjórnarmeðlima geta boðað til funda.
b) 4.5. gr. hljóðar svo: Á aðalfundi Ungra Pírata skal skipa stjórn félagsins. Séu fleiri
en fimm félagsmenn í framboði til stjórnar skal kosið á milli þeirra. Kosning skal
vera leynileg. Kosning skal fara fram með STV kosningu, nema aðalfundur
ákveði annað. Þeir fimm frambjóðendur sem verða hlutskarpastir í þeirri kosningu
skipa stjórn Ungra Pírata og næstu fimm eru varamenn í þeirri stjórn.
c) 4.7. gr. fellur brott.
3. gr.
a) Í stað orðsins “Formaður” í 4.2. gr., a) lið 4.3. gr., og 9.1. gr. kemur: Forseti.
b) Í stað orðsins “Varaformaður/Ritari” í b) lið 4.3. gr. kemur: Varaforseti/Ritari.
4. gr.
. 2. tölul. b) liðar 4.3. gr. hljóðar svo: skráir að jafnaði fundargerðir og heldur utan um
skjöl félagsins.
5. gr.
a) Í stað orðsins “Viðburðarstjóri” í d) lið 4.4. gr. kemur: Viðburðastjóri.
b) Í stað orðsins “félagins” í 5.3. gr. kemur: félagsins.
c) Í stað orðsins “óhemilt” í 9.6. gr. kemur: óheimilt.
6. gr.
Breyting þessi öðlast þegar gildi en nýjar reglur um skipan stjórnar taka gildi næst þegar
kosið er í stjórn félagsins.
Greinargerð
Greinargerð með tillögunum má nálgast á GitHub:
Tilheyrandi mál: | Lagabreytingar |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | Gormur | Þessi lagabreytingartillaga var samþykkt í kosningu á félagsfundi UP, sjá fundargerð; Lög Ungra Pírata má nálgast hér: |