Tillaga: Jafnréttisstefna í launamálum
Með tilliti til
Greinar §2.1 í grunnstefnu Pírata um eflingu og verndun borgararéttinda
Greinar §2.2 í grunnstefnu Pírata um útvíkkun borgararéttinda
Greinar §2.3 í grunnstefnu Pírata um vernd núverandi réttinda
Ályktana og rannsókna International Models Project on Womens Rights (IMPOWR) (http://www.impowr.org/)
Convention on the Elimination of All Forms of Discrimination Against Women (CEDAW) (http://www.un.org/womenwatch/daw/cedaw/cedaw.htm)
Álykta Píratar að:
Unnið verði að breytingum á kjarasamningum til að tryggja launajafnrétti óháð kyni.
Afmá skuli launaleynd og stuðla að gagnsæi og sanngirni í launamálum með því að skylda fyrirtæki og stofnanir til að gera öllu starfsfólki aðgengilegar nákvæmar og réttar upplýsingar um launakjör alls starfsfólks. Fyrirtæki megi þó skylda starfsfólk sitt til að meðhöndla upplýsingar þessar sem trúnaðarmál nema í samskiptum við hið opinbera, við stéttarfélög og þegar kemur að eigin kjörum.
Vinnuveitendum verði gert skylt að upplýsa starfsfólk um lagaleg réttindi þess og skyldur við ráðningu.
Séð verði til þess að eftirlitsaðili hafi heimild til þess að rannsaka launamál fyrirtækja til að leita skýringa á óútskýrðum launamun.
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | stefanvignir | |
2 | Tillaga | jack | Ég mundi vilja sjá viðurlög við kynbundnum launamun. |