Samþykkt: Stefna um sóttvarnir
Á félagsfundi þann 10. ágúst 2021 var samþykkt að setja stefnu um sóttvarnir í vefkosningu í rafrænu kosningakerfi Pírata í samræmi við grein 6.7 í lögum Pírata
6.7. Með samþykki 5% fundarmanna á almennum félagsfundi, en lágmark þriggja, skal vísa tillögu að stefnu til rafrænna kosninga.
Fundargerð fundarins má nálgast hér: https://github.com/piratar/Skjalasafn/blob/master/Fundargerdir/Felagsfundir/2021/2021-08-10.md
Tilheyrandi mál: | Stefna um sóttvarnir |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | gislio | Með tilvísun í grunnstefnu Pírata 1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. 1.2. Í þessu felst að Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir talsmenn hennar eru. 1.3. Fyrri ákvarðanir Pírata þurfa alltaf að geta sætt endurskoðun. 1.4. Réttur einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir skal aldrei skertur. 2.1. Píratar beita sér fyrir eflingu og vernd borgararéttinda. 2.3. Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert. 2.4. Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur. 3.2. Píratar telja að allir einstaklingar eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi. 3.3. Til friðhelgi telst réttur til leyndar og nafnleysis, og sjálfsákvörðunarréttur. 4.1. Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni. 4.2. Píratar telja gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku. 4.3 Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi. 4.4. Upplýsingar skulu vera aðgengilegar á opnum gagnasniðum, á því formi sem er hentugast upp á notagildi upplýsinganna. 4.5. Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir. 4.6. Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. 6.1. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. ÁLYKTA PÍRATAR AÐ: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. GREINARGERÐ Fá mál snerta jafn mörg grunngildi Pírata og stefna um sóttvarnir. Umræður um hana voru einnig mjög virkar og upp úr þeim umræðum var þessi stefna skrifuð, en í henni er reynt að ná fram öllum helstu sjónarmiðum sem komu fram meðal þeirra sem tóku þátt. Í þessari stefnu er lagt áherslu á að allar ákvarðanir tengdar sóttvörnum séu teknar miðað við bestu fáanlegu vísindalegu upplýsingar og að þegar stjórnvaldsákvarðanir eru teknar þá sé meðalhófsreglan ávallt í fyrirrúmi. Í því sambandi er einnig lögð sérstök áhersla á að vernda fresli einstaklinga innanlands með öflugum vörnum á landamærum. Að sama skapi telja Píratar að mikilvægt sé að tryggja nægt fjármagn til þess að hægt sé að rannsaka, bregðast við og fyrirbyggja heimsfaraldra. Í því sambandi er öflugt og vel mannað heilbrigðiskerfi er grunnforsenda fyrir góðum viðbrögðum og vörnum gegn heimsfaraldri. |